Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 6
MUNIÐ NIÐURSUÐUVÖRUR MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN ★ AÐEINS VALIN HRÁEFNI ★ ORA VÖRUR í HVERRI BÚÐ ★ ORA VÖRUR Á HVERT BORÐ NiSursuSuverksmiSjan ORA hf. Símar: 41995 - 41996 NHINKJðMI PRJÓNAJERSEY. Stærðir: 38—44. m/kraga og rennilás Kr. 548.00. m/reimum í hálsmáíi Kr. 648.00. m/rennilás og vösum Kr. 598.00. Útsniðnar buxur úr Terlanka (hliðstætt Terylene), einlitar Kr. 598.00. Póstsendum. Til Kittýar Eftir því að dæma, sem þú skrif- ar hefur pilturinn engan áhuga á þér, og því miður vitum við ekki um uppskriftina að ástar- drykknum sem þekktist á tím- um Tistrans og ísoldar. Sem sagt: reyndu að gleyma þessu. Skriftina vantar enn nokkra festu, en hún er snotur. Jú, pop- korn mun vera heldur fitandi. Til Þriðja mannsins Höfum áhuga á málinu og vonumst til að heyra frá þér fljótlega. Brasilíumaður í bréfvinuleit Kæru herrar! Fyrir þó nokkru eignaðist ég nokkra íslenzka pennavini með aðstoð timaritsins VIKUNNAR. Svo hættu þær að skrifa mér, ég veit ekki hversvegna. Mér fannst það verulega leiðinlegt, því að ég hef sérstaklega mik- inn áhuga á íslandi og þess á- gætu ibúum. Bréfvinir mínir voru stúlkur, og kannski þær hafi flestar gift sig og eiginmenn þeirra kæri sig ekki um að þær skrifi erlendum piltum. En þá vildi ég gjarnan skrifast á við aðrar stúlkur í staðinn. Og nú er von mín sú að þið hjálpið mér aftur. ííg heiti Glaudson Roberto Barbosa e Silva, er tuttugu og fimm ára, hundrað áttatíu og sex sentimetra hár og með dökk- brún augu og hár í sama lit. Ég bý í Amaraji en stunda nám í Caruaruháskólanum. Ég er í lagadeildinni og kominn á fjórða árið þar. Frístundaáhugamál mín eru söfnun frímerkja, myntar og póstkorta. Ég hef líka áhuga á bókum, myndlist, kvikmyndum, teikningu, bréfaskiptum, dansi, partíum, gítarleik og tónlist yf- irleitt. É’g hef auk þess áhuga á erlendum tungumálum. Ég kann dálítið í ensku, þýzku, frönsku og spænsku. Eins og sakir standa er ég að kenna sjálfum mér japönsku og sænsku, þegar ég hef tíma til. Jæja, ég vona að ég eignist fljótlega bréfvini á íslandi og hlakka til að heyra frá þeim. Helzt vildi ég að þeir væru á aldrinum seytján til tuttugu og fjögurra ára. Kærar þakkir fyr- irfram fyrir hjálpina og beztu kveðjur frá Brasilíu. Bless! Glaudson. Address: MR. GLAUDSON RO- BERTO BARBOSA E SILVA RUA 23 DE JULHO, 134 AMAR- AJI, PERNAMBUCO, BRASIL. Svo mörg voru þau orð. Bréfið var að vísu á ensku, að undan- skildu síðasta orðinu (bless), sem sendandi þess hefur verið búinn að læra af íslenzku bréf- vinkonunum áður en þær brugð- ust honum. En við töidum rétt- ara að snara því, meðal annars vegna þess að komið getur til greina að skrifast á við mann- inn á fleiri tungumálum en ensku, eins og kemur fram í bréfinu. Eftir þeirri lýsingu að dæma sem þessi verðandi bras- ilíski lögfræðingur gefur á sjálf- um sér, virðist hann hreint ekki svo ógæfuleig persóna, svo að það ætti að minnsta kosti að geta verið skemmtilegt að kynn- ast honum úr fjarlægð. í stórkostlegum vanda Kæri Póstur! Ég hef keypt Vikuna síðan ég man eftir mér. Þú ert eina les- andi blaðið sem ekki er úttroðið á pólitík. Ég hef einu sinni skrif- að þér áður og fékk mjög gott svar. Nú er ég í stórkostlegum vanda eins og margar aðrar stelpur. Þannig er mál með vexti að ég er mjög hrifin af strák. Ég hef verið með honum en þá fór það einhvern veginn út um þúfur. Við æfum sama áhugamál og þess vegna sé ég hann á hverjum degi og við ferð- umst saman á vegum félagsins og þá er ekki svo auðvelt að gleyma honum. En nú elska ég hann heitar en nokkru sinni fyrr. Ég er frekar feimin og þori ekki að segja honum að ég elski hann. Elsku Póstur, geturðu ekki gef- ið mér annað ráð en að segja honum það, því að eins og ég segi get ég ekki gleymt honum. Kæri Póstur, reyndu að birta þetta bréf áður en ég dey úr ást. R.I.H.Þ. Ljótt er að tarna. Fyrst svona er komið fyrir þér og þú um- gengst drenginn daglega, má mikið vera ef hann hefur ekki þegar séð hvað þér líður, og fyrst hann hefur ekki þegar haf- izt handa liggur beinast við að ætla að áhuginn sé takmarkað- ur hans megin. En til vonar og vara ættir þú á ýmsan óbeinan hátt að geta gefið honum hug þinn til kynna, stúlkur eru ekki vanar að deyja ráðalausar þeg- ar um slíkt er að ræffa. Og ef þú átt einhverja góða vinkonu, sem 6 VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.