Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 10
GKTI EG FENGIB BDNT IV MAT1SSE TAKK! Vorið 1951 lagSi Elmyr sig í mikla hættu. Hann fór fund Pauls Rosenbergs, sem var Frakki og fulltrúi Picassos í New York. Hann hafði fengizt við Picasso í fjörutíu ár og þekkti snillinginn betur en nokkur annar í Ameríku. Rosenberg keypti fimm af Picasso- teikningum Elmyrs. í því fólst ekki svo lítil vegsemd fyrir falsarann. 10 VTKAN 30 tbl I NEW, YORK tók það Elmyr de ITory ekki svipstund að komast inn í innstu hringi. Zsa Zsa Gabor, hin fræga landa lians, systur hennar og móðir, Anita Loos, Averell Harriman, Lana Turner og René d‘Harnoncourt, þáverandi forstjóri við Museum of Mo- dern Art, voru meðal þeirra sem hann umgekkst daglega. Þar eð liann var kynntur sem þekktur evrópskur lista- maður, bauð Galleri Lilienfeld honum að lialda sérsýningu. Þetta gallerí var meðal hinna finni, Vlaminck og Fein- inger höfðu sýnl þar og veggirnir voru þaktir myndum eftir Chagall og Dufy. Þetta var mesta tækifæri Elmyrs í líf- inu til að verða frægur af eigin ekta verkum. En Iiann seldi aðeins eitt mál- verk. Eftir þetta var ekki um annað að gera en grípa til líftryggingarinnar. Elmyr gerði Picasso-teikningú og stóra Pi- casso-vatnslitamynd. Þar eð franska teikniblokkin lians af réttum árgangi var uppgengin og liann þorði ekki að taka áhættuna af bandarískum vatns- merkjum í pappírnum, keypti hann á fornsölu frönsk albúm frá þriðja ára- tugnum með „gotneskum dómkirkj- um“ og „Parisarútsýni“. Hann skar auðu síðurnar varlega úr og notaði þær. Verkin seldi hann Perls-galleríi fyrir þúsund doílara. Klaus Perl, sem síðar var formaður handaríska listkaup- mannasamhandsins, varð stórhrifinn. En nítján árum seinna kom þessi sami Perl inn í safnið hjá Meadow olíumillj- ónera í Dallas, renndi augunum aðeins einu sinni eftir veggjunum og sagði: Falsanir. Það var kalt í New York, Galleri Lilienfeld vildi fá sýningarleig- una borgaða, vegabréfsárilun Elmyrs var fallin úr gildi og liann sá sér að- eins eina leið opna. En nú er það svo í Bandaríkjunum að menn eru litið gefn- ir fyrir að forvitnast um pappíra ná- ungans. Elmvr ákvað að fara til Kali- forníu. Hann hafði gert sér ljóst gildi þess að vera evrópskur hefðarmaður í landi þessu. Zsa Zsa Gabor hafði sagt við hann: —- Bandaríkjamenn elska titla. Ilvers vegna ekki að gera þeim lil geðs? Elmvr fór að kalla sig barón de Horv. ITann settisl að í Los Angeles og fór að vinna. Þar eð hann var farinn að þreytast dálítið á Picasso, byrjaði liann í staðinn á Matisse og Renoh’. sem hann til þessa liafði alveg séð í friði. Maðurinn sem lét allan heim listanna leika á reiði- skjálfi. Hann komst inn í fínustu samkvæmishópa Bandaríkjanna, umgekkst filmstjörnur og seldi Matisse í búntum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.