Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 13
aðist nú upp fyrir Elmyr, og
hann hringdi i listsalann,
sem þegar sendi honum fjög-
ur hundruð dollara. En með
Jimmy á framfæri þurfti
iiann meiri peninga og auk
þess bíl. Föstudagskvöld eitt,
þegar ekki voru til peningar
fyrir húsaleigunni, andvarp-
aði Elmyr mæðulega og gerði
litla Modigliani-sjálfsmynd.
Fvrir hana fékk hann tvö
hundruð dollara. Mánuði
seinna ias liann í listtímariti
nokkru að myndin hefði ver-
ið seld i Cliicago fyrir fjögur
þúsund dollara. Þá gafst hann
upp á að sjá sér farborða á
heiðarlegan hátt. Hann hafði
fengið nóg af bóhemalífi,
varð sér úti um silfurgráan
Lincoln Continental fyrir
nokkur olíumálverk og lagði
af stað austur á bóginn ásamt
Jimmy.
Elmyr var orðinn vanur
þvi að lifa á faraldsfæti, en
nú langaði hann til að setjast
um kyrrt, öðiast örvggi, eins
konar heimili. Hann valdi
Miami, fékk sér þokkalega
ibúð á ströndinni og flutti
þar inn ásamt Jimmy. Hann
tók nú að greiða fyrir við-
skiptunum með bréfaskrift-
um. Hann skrifaði galleríum
og söfnum og sendi ljós-
myndir af teikningum og
málverkum sem iiann sagð-
ist verða að selja „af per-
sónulegum orsökum“. Þetta
gekk allt að óskum og þann-
ig liðu tvö ár. Fyrir hádegi
var Jimmy á baðströndinni,
en Elmyr lokaði sig inni á
bókasafninu sínu hjá lista-
verkabókum, pappírsörkúm
frá réttum tíma og nokkrum
verðmætum teikniblokkum
framleiddum í Frakklandi á
réttu árabili, sem hann hafði
rekizt á í New Orleans. Hann
hafði líka náð í gamlan
franskan ramma og látið
furðulostinn trésmið i Miami
gera af honum margar eftir-
líkingar. Rammana og bak-
lilið dúkanna gerði hann svo
ellilegt sem með þurfti með
blöndu af terpentínu, brún-
um lit og óhreinni linolíu.
Bezta ráðið til að gera teikn-
ingar ,,eldri“ fannst honum
að nota bómullartúsj og kalt
te síðan í gær. IJann var allt-
af nákvæmur með tæknilegu
smáatriðin og hafði gaman
af að sýsla við þau.
Viðskiptin gengu prýði-
lega. Elmyr vann af kappi og
alll seldist eins og lieitar
lummur. Hann einbeitti sér
að Matisse, sem var nýdáinn
og hlaut þvi að hækka í verði.
Sérstaklega var Elmyr kátur
þegar Iionum tókst að selja
Matisse-mynd eina Fogg-
safninu við Harvard, en
listadeild þess liáskóla kvað
vera sú bezta í lAmeríku.
Á þessu tímabili gerði El-
myr eilthvað um sjötíu teikn-
ingar og málverlc og fékk
fyrir þetta um hundrað og
sextíu þúsund dollara, sem
var eytt jafnharðan og þeirra
var aflað. Honum þótti gam-
an að mála í olíu. Hið fyrra
flökkulíf hans hafði gert
honum erfitt fyrir með það.
Olíumálverk verða að fá að
liggja á lager, og það fannst
Elmyr eilthvað svipað og að
leggja fyrir fjármagn til
komandi tíma.
Lífið i Miami var kyrrlátt
og þægilegt. Jimmy var ákaf-
lega meðfærilegnr í sambúð
og á kvöldin sátu þeir oft
saman framan við sjónvarps-
tækið. Það var of gott til að
geta staðið mjög lengi. 1955
komst Elmjo' í samband við
þekldan listsala i Chicago,
.Toseph nokkurn Faulkner,
sem kevpti af honum ósköp-
in öll af Renoir, Matisse og
Modigliani. Hann kevpti al-
drei svo málverk að hann
léti ekki sérfræðinga líta á
þau, til að skera úr um hvort
þau væru ekta. Faulkner
sendi siðan það, sem hann
keypti, áfram á gallerí í New
York. Rétt fyrir sýningu eina
þar uppgötvaðist að tvær Re-
noir-myndir frá Elmyr voru
eftirprentanir, og efi var
einnig látinn í Ijós varðandi
Modigliani-teikningamar.
Hvers vegna Ehnyr lagði í
það hættnspil að selja tvær
eflirprentanir í staðinn fyrir
eigin falsanir er óskiljanlegt.
Kannski var hann með þessu
ómeðvitað að lýsa fýrirlitn-
ingu sinni á allri bandarísku
listsalahjörðinni, sem hann
gerði ekki ráð fyrir að sæi
muninn á eftirprentun og
oliumálverki. Faulkner end-
urgreiddi viðskiptavinum
sínum það, sem þeir höfðu
greift honum fyrir eftir-
prentanirnar, og stefndi El-
myr fyrir rétt, þrátt fyrir
mótmæli annarra listsala,
sem alltaf óttast að hneyksli
af þessu tagi eyðileggi fyrir
þeim viðskiptin. Elmyr lagði
á flótta á ný, en Jimmy varð
eftir í Flórída.
Um bálfs annars árs skeið
var Elmyr nú á faraldsfæti
í Bandarikjunum, stöðugt á
nálum um að FBI — banda-
ríska alríkislögreglan — væri
á hælunum á honum. Að-
staða hans var enn verri fyr-
ir þá sök og hann vantaði öll
opinber skilríki. Hann var
skamma lirið i Los Angeles
áður en Frank Perl uppgötv-
aði að framboðið á Matisse
var farið að aukast grunsam-
lega, og skrapp þá til Mexí-
kó. í Mexikóborg þraut hann
skotsilfur og reyndi þá að
selja kvenmanni, sem átti
sýningarsal, nokkur eintök
af Modigliani. Hún var tor-
tryggin og spurðist fyrir hjá
starfsbræðrum í Bandaríkj-
unum, og þeir svöruðu að
vel gæti hér verið um að
ræða falsanir svipaðs upp-
runa og Joseph Faulkner,
Perl-bræður og FBI liefðu
þegar komizt í kynni við.
Konan keypti ekkert, en hins
vegar komst Elmyr i sam-
hand við nokkuð harðsnúinn
austurrískan list- og fornsala,
er Oscar Herner hét. Þegar
Elmyr yfirgaf Mexikó, skildi
hann nokkrar myndir eftir
hjá IJerner, sem ætlaði að
selja þær i umboði hans. Þar
á meðal var olíumálverk
„eftir“ Matisse, sitjandi
stúlka með mímósuvönd, —
mjög algengt mótíf hjá þeim
málara. Það „var“ frá tíma-
bilinu nálægt 1948 og Elmyr
bafði málað það í Miami.
Þeir sömdu um að Elmyr
fengi tíu þúsund dollara af
söluverði myndarinnar, en
það sem fyrir hana fengist
umfram það rynni í vasa
Herners. Sex mánuðum sið-
ar las Elmyr í listatímariti
að myndin væri hjá Galleri
Knoedler i New York. Hann
fór þangað og var sagt að
myndin hefði selzt fyrir yfir
sextíu þúsund dollara. El-
myr hringdi til Mexilcóborg-
Framhald á bls. 45.
í NÆSTU VIKU:
Elmyr de Hory græðir á tá og fingri síðustu og áhættusöm-
ustu árin sín í Bandaríkjunum. En hann neyðist að lokum
til að flýja. Eftir langt flakk kemur hann til Ibiza — og er
settur inn. En í fangclsinu nýtur hann prýðilegrar umönnun-
ar — hefur meira að segja eigin þjón.
30. tbi. vikAN 13