Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 15
komizt i |)ær kringumstæð- ur, að þeim finnist öll bar- átta vonlaus og manni finn- ist dauðinn einn geta bjarg- að út úr ógöngunum, Loka augunum og sofna og vakna aldrei aftur, heyra aldrei framar spurningar og ásakanir. ... Við erum margir, sem höfum dreymt ])ann draum og óskað að bann rættist. En það eru ekki nema fáir, sem þora að losa sig við raunirnar, enda er ])að ekki láandi, þegar þess er gætt, hve mörg sjálfsmorð mistakast. Sjálfsmorð er list, sem ekki má mistakast, en sem samkvæmt eðli sínu verður ekki kennt. Ef þér liafið áhuga á þessu málefni, eins og við liöldum, herra minn, viljum við hjóða yður aðstoð okkar. Sem eigendur gisti- liúss, sem stendur á landa- mærum Bandaríkjanna og Mexico, og eigi er háð neinu truflandi eftirliti, finnst okk- ur, að það sé skylda okkar, að hjóða meðhræðrum okk- ar, sem af alvarleguin ástæð- um óska að skilja við jarð- vistina, tækifæri til að gera þetta þjáningalaust. í Thanatos Palace Hotel kemur dauðinn til yðar á æskilegasta Iiátt meðan þér eruð i svefni. Kunnátta okk- ar er sprottin af 15 ára reynslu með góðum árangri (við tókum á móti 2000 gest- um sl. ár). Hún tryggir yð- ur að við getum séð yður fvrir óhrigðulum skammti, seni verkar samstundis. Við vitum vel, að flestir gestir okkar hafa ekki úr miklu að spila, því að sjálfs- morðin standa oft í beinu sambandi við hallann á við- skiptareikningunum við hankann. — Þess vegna ger- um við okkur far um að gera allt sem ódýrast, án þess að slá af þægindunum. Ef þér getið greitt 300 dollara við komu yðar hingað, þá nægir það fyrir dvalarkostnaði vð- ar ásamt sómasamlegri útför og viðhaldi á gröf yðar. Að endingu óskum við að taka fram, að Thanatos stendur á undurfögrum stað, og að gistihúsið hefur fjórar tennisbrautir, eina átján holu golfbraut og ágæta sundlaug. Gestir okkar teljast allir til hetrafólks svo að yður þarf ekki að leiðast. Ferðamenn fara úr járnbrautinni á stöð- inni Deming, en þar bíður bifreið hótelsins. Þér eruð heðinn að tilkynna komu yð- ar bréflega eða með sím- skeyti, að minnsta kosti tveim dögum fyrirfram. — Símnefnið er Thanatos Cor- onto (New Mexico).“ Þetta var löng ferð. Lest- in ók timunum saman um hómullarakra, þar sem negr- ar voru við vinnu. Þegar lestin nam staðar á einhverri smástöðinni, var krökkt af Mexikönum með harðastóra hatta og í útsaumuðum treyjum á brautarhlaðinu. — Næsta stöð er Deming, kallaði negrinn í vagninum til ferðamannanna. Frakkinn var eiginlega hálfliissa á hversu lítil áhrif þessi síðasta ferð hans hafði á hann. Svo hægði lestin á sér og nam staðar. — Thanatos, sir? spurði hurðarmaðurinn, Indíáni, sem kom inn i vagninn. Hann hafði þegar hlaðið far- angri tveggja ungra stúlkna á hjólbörurnar sínar. — Er liugsanlegt að tvær ungar stúlkur og ]>að svona fallegar séu komnar hingað til að deyja, spurði .Tean sjálfan sig. Þær horfðu alvarlega á liann og hvisluðust eittlivað á. Bifreiðin frá Thanatos líktist ekkert líkvagni. Hún var ljósblá á litinn og sætin sítrónugul og bar af öðrum ökutækjum þarna cins og gull af eir. Gráklæddi bilstjórinn var feitur með útstæð augu. .Tean Framhald á bls. 36. 30. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.