Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 8
Undarleg atvik á Laugaveginum Háttvirti draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, og hann er svona: Mér fannst ég vera stödd nið- ur á Laugavegi. Þá sé ég allt í einu stóran hóp af fólki koma á móti mér, og mér finnst ég tín- ast í þessum hópi. f sama bili kemur strákur til mín, tekur í höndina á mér og biður mig að koma, en ég vildi það ekki. Eftir langa mæðu læt ég þó undan og fer með honum (ég þekkti hann ekkert). Hann leiðir mig að mót- orhjóli, sem stóð þarna skammt frá, og ég sezt aftan á það. Við förum niður bratta brekku, en svo illa vill til, að annað hjólið dettur af og ég féll af hjólinu. Til mín kemur þá strákur, sem ég hef verið með og er mjög hrifin af. Hann tekur mig upp og leiðir mig frá hinum strákn- um. Við göngum niður Lauga- veginn, og hann heldur alltaf 1 höndina á mér. Við förum inn í verzlun, og hann kaupir handa mér hárkollu, stutta og alveg eldrauða. Hann setur hana á mig, en segir mér síðan að fara út. Eftir nokkra stund kemur hann einnig út og heldur á tveimur litlum pökkum. Hann opnar annan pakkann, tekur upp hring og lætur mig hafa hann. Síðan göngum við niður Austur- stræti og hann hlær stöðugt. Við förum inn í sjoppu, og þá loks- ins sé ég að þetta er giftingar- hringur. Hann setur hann upp á höndina á mér og kyssir mig. í sama bili kemur lítill hundur og tekur að sleikja skóna mína og gelta. Þegar ég lít niður, sé ég, að hundurinn er með lítið barn milli tannanna. Barnið hágrætur og mér finnst að ég eigi það. En við þetta vakna ég. Með fyrirfram þökk. Anna. P.S. Hvernig er skriftin og stafsetningin. NJÓSNARI ÞJÁLFAÐUR? Bókin í nýjasta hefti Úrvals er sérstaklega athyglis- verð. Hún er spennandi njósnasaga frá upphafi til enda, en jafnframt fyrsta áreiðanlega frásögn þess, hvernig sovézkir njósnarar nútímans eru valdir og þjálfaðir. Úrval Þetta mundi öðrum þræði vera óskadraumur, því að strákurinn, sem þú hefur verið með og ert svo hrifin af, gefur þér gifting- arhring, en hann er ol'tast lukkutákn í draumi. En þó er eitthvað sem varpar skugga á hamingju ykkar. Síðari hluti draumsins er ekki beint hag- stæður, þótt hann þurfi alls ekki að tákna neina stórvægiiega at- burði. Strákurinn skellihlær, en hlátur er fyrir gremju og skap- raun. En það er bót í máli, að draumurinn endar á gráti, sem boðar jafnan mikinn fögnuð. — Skriftin er ágæt, en stafsetning- in mætti vera betri. Hvítir kollar og gullhringur grafinn rósum Kæri draumráðandi! Mig langar til, að þú ráðir fyrir mig tvo drauma. Hinn fyrri er orðinn þrettán ára gamall. Eg vil taka það fram, að þegar mig dreymdi hann, átti ég tveggja ára gamla dóttur, sem nú er að fara í landsprófsdeild í haust. Var ég þá ófrísk að yngri dóttur minni, en ég á aðeins tvær dæt- ur barna. Draumurinn er á þessa leið: Mér fannst ég vera að ganga eftir Lækjargötunni. Þegar ég er komin á móts við gamla Mennta- skólann, sé ég hóp af ungu fólki koma á móti mér. Það var allt með hvíta kolla. Og mér finnst ég líka vera komin með hvítan koll. Mér þótti þetta ærið skrít- ið, því að ég hafði alls ekki til þess unnið að bera stúdentshúfu. En ég hugsaði með mér, að það gerði ekki neitt til, því að ég hefði aðra húfu undir hendinni! Seinni draumurinn er svona: Mér þótti ég vera á sama stað og í fyrri draumnum. Eg var komin með stóran gullhring, ein- baug, á hægri hendi, og mér fannst að ég hefði fundið hann. Allir dáðust að hringnum, en ég vildi helzt ekki skila honum. — Samt fór ég að leita að réttum eiganda, en fann hann ekki. Þegar ég kom heim, fór ég að skoða hringinn betur með gler- augum. Kom þá í ljós, að hann var allur grafinn rósum — með einum demanti í hverri rós. Með fyrirfram þökkum. Ein fimmtug — mjög berdreymin. Fyrst skal tekið fram, að ekki verður séð að neitt samband sé á milli þessara tveggja drauma, þótt þeir gerist á sömu slóðum. Fyrri draumurinn er vafalaust fyrir glæsilegum námsferli eldri dóttur þinnar, en sá síðari mundi boða þér sjálfri óvænt happ, ein- hvers konar ávinning, líklega á hinu veraldlega sviði. Þetta hlýt- ur að vera óvenju mikið happ, því að þú trúir naumast eigin augum. 8 VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.