Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 40
JEPP WAGONEER 4-hjóla-drif 6-manna (Þægileg sæti) STÆRSTA, ÞÆGILEGASTA og jafnfranil ódýrasta fjórhjóladrifsbifreiðin á markaðinum — miðað við kosti. Sameinar kosti fólksbifreiðar og jeppa. LÆKNAR, VERKFRÆÐINGAR, VERKTAKAR OG AÐRIR GERA BEZTU KAUPIN í þessum bíl, sem er lítið dýrari en venjulegur jeppi. Verð frá kr. 515.000,—. — Leitið upplýsinga. EGILL VILHJALMSSON HF. LAUGAVEGI 118, sími 2-22-40. anum yðar og eru eiginlega aleiga min — eru þeir eign gistihússins eða ier nokkur von til þess að ég geti fengið svo mikið greitt af þeim aft- ur, að ég eigi fyrir járnbraut- arfarinu fyrir okkur. — Við erum heiðarlegt fólk hérna á þessum stað, herra Monnier. Við tökum aldrei borgun fyrir það, sem gestimir njóta ekki. Á morg- un býr gjaldkerinn handa yð- ur reikning fyrir 10 dollur- um á dag fyrir verana hér og svo þjónustugjald að auki. Síðan greiðir hann yður af- ganginn. — Þér eruð sannur vinur í raun, sagði Jean Monnier hrifinn. — Yður rennur ekki grun í hve þakklátur ég er. Ég hef endurheimt hamingj- una. Ég get byrjað nýtt líf. — Við hugsum aðeins um það eitt, að gera gestum okk- ar dvölina sem ánægjuleg- asta, sagði Boersteiner gisti- hússtjóri. Hann horfði á eftir Jean þangað til hann var kominn út úr dyrunum. Þá tók hann upp símtólið og sagði: — Látið Sarconi koma hingað. DYRAV ÖRÐURINN kom inn að vörmu spori: — Viljið þér tala við mig? — Já, Sarconi. Ilafið þér allt tilbúið til þess að veita gasi inn í númer 113. Bezt að bíða til svona klukkan tvö. — Á ég að gefa somnial fyrst? — Ég held að þess þurfi ekki með. Hann sofnar vist ágætlega. Svo er það eldci aimað í kvöld, Sarconi, en á morgun hugsið þér fyrir þessum tveimur telpum á númer 17, eins og við höfum talað um. Frú Kerby Shaw kom inn í skrifstofuna í sama hili og dyravörðurinn var að fara út. — Það var gott að þú komst, sagði Boersteiner. — Ég ætlaði einmitt að fara að hóa i þig. Viðskiptavinur þinn var að segja mér rétt áðan, að hann ætlaði að fara á morgun. — Finnst yður ekki, að mér hafi tekizt vel. Þetta gekk mjög fljótt. — Alveg bráðfljótt. .. . Og ég skal muna þér það. — Verður það í nótt? — Já. — Vesalingurinn. Hann er góður, og einstaklega ró- mantískur. — Þeir eru allir róman- tískir, sagði Boersteiner stuttur í spuna. — Þér eruð grimmur, sagði hún hægt. — Einmitt þegar jieir eiga lifsvonina aftur, sendið þér þá hinum megin. —- Grimmur? Einmitt i því liggur liknsemi okkar. Hann blaðaði í bólc sinni — þeirri svörtu. — Á morgun áttu fri, en hinn daginn kemur nýr gest- ur, sem þú verður að taka að þér. Hann er ekki bankamað- ur. Hann er sænskur — og hann er ekki beinlinis ung- ur. — Ég kunni nú samt vel við þennan Frakka, tautaði hún. — Hérna eru 10 dollararn- ir þínir og svo færðu tvo að auki fyrir fljóta afgreiðslu. — Þakka þér fvrir, sagði Klary Kerhy Shaw. En hún andvarpaði um leið og hún stakk peningunum í vasa s'inn.... Jafnskjótt og hún var kom- in út úr dyrunum leitaði Bo- ersteiner að rauða blýantin- um sínum. Og með reglu- stikunni litlu dró hann rautt strik yfir eitt nafnið í svörtu bókinni.... ☆ Hennar keisaralega tign Framhald af bls. 25. — því að ég verð að tala við yð- ur. Ég hefi orðið þess var að þér berjið hásetana. É'g get ekkileyft slíkt, stýrimaður, og ég verð að biðja yður að hætta því. Jan Dekker starði á hann. Grá augun voru stálhörð. Hann lét ekki sjá á sér nein svipbrigði og sagði ekki orð. — Mér er ljóst að það er erfitt að stjórna þessum mönnum frá La Plata, hélt Gianni áfram, — en þetta er ekki þrælaskip, stýri- maður. Það hlýtur að vera hægt að ráða við þá án barsmíða. Stýrimaðurinn sagði ennþá ekki orð. En svo var eins og hann myndi hversvegna hann var kominn upp í brúna. Hann opn- aði stóran hramminn og rétti hann til Giannis. — Þekkið þér þetta, skipstjóri? í lófanum hélt hann á perlu- festi. Þetta var einn af skartgrip- um Millyar og var meira en tíu þúsund gyllina virði. — Hvaðan kemur þetta? spurði Gianni. — Frá Ibanez, þeirri hrukk- óttu skepnu frá Chile, hvæsti Dekker. — Ég hefi verið í leitar- leiðangri hjá þessum ólyktar- skepnum. En hann hreyfir sig ekki fyrsta kastið, hann liggur í bælinu með nokkur bein brotin. Og hvað barsmíðum viðvíkur, skipstjóri, þá eru þetta ekki hjálparlausir þrælar, heldur stór hættulegir morðingjar. Ég get sagt yður það, að það verður þessum höggum að þakka, að þér og frú yðar verða ekki myrt, áður en við komumst fyrir Horn. Það er það eina sem dugar á þá. Eftir þennan pistil sagði Gi- anni ekki neitt... En nú varð hann að tala við Milly. Hún varð skelfingu lostin, þegar hún heyrði þetta og sá að perlufestin var hórfin. Hún fór að ráðum Giannis og 40 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.