Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 18
var í umsjón þriggja þýzk-gyðinglegra flótta- manna, ungfrúar Tucker einkaritara og mín. Meginverkefnið var að hafa upp á ættingj- um í Englandi, sem gætu tekið að sér hið þýzka frændfólk sitt. Við fengum ensku heimilisföngin send er- lendis frá og reyndum svo að setja okkur í samband við fólkið. Oftlega var það erfitt, því heimilisföngin voru ófullkomin ellegar alröng. Smátt og smátt öðlaðist ég leikni í að fika mig áfram eftir smávægilegustu upp- lýsingum. Ungfrú Tucker var bæði hraðvirk og ná- kvæm í störfum sínum, en var dul í skapi og bar því tilfinningarnar ekki utan á sér. En þó var það hún, sem færust var í að skipuleggja allar eftirgrennslanir. Daginn eftir kom fjölskyldan saman til að hlusta á Tenby lesa upp arfleiðsluskrána. Jan var sá fyrsti sem mætti. Ég hafði sofn- að í hægindastólnum, og hann vakti mig. Klukkan var tuttugu mínútur gengin í ell- efu, og ég hafði því rétt tíma til að hafa fata- ckipti áður en hin kæmu. En Jan stöðvaði mig, vildi ræða við mig um eitthvað, en ég svaraði: — Já, en ég verð að laga mig eitthvað til. Hann virti fyrir sér hárið á mér, sem var ógreitt, og bómullarkjólinn, sem var að minnsta kosti tíu ára gamall. — Þau koma ekki fyrstu tíu mínúturnar.. . . Vesalingur- inn, þú lítur ekki of vel út. Ég hafði ekki fyrr heyrt bróður minn minnast á útlit mitt, svo ég þagði við og horfði undrandi á hann, settist á stólarminn og tendraði mér í vindlingi. En ég hafði allt- af reykt talsvert. — Ég veit, að þú ert talsvert óróleg út af þessu öllu saman, hélt hann áfram, —■ en það þarftu ekki að vera. Við Ellen ræddum um málið í gær og höfum ráðgert allt með þig- — Nú, hvernig? spurði ég óþolinmóð. Ég vil segja þér þetta áður en hin koma. Þú átt að búa með Effie frænku. Hann brosti vingjarnlega. Við hringdum til hennar í morgun, og allt er klappað og klárt. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. Ég svaraði engu, en stóð upp og raðaði á bakka glösunum frá deginum áður. Hend- urnar skulfu. Jan hafði ekki hugmynd um, að ég var nærri búin að mölva tóma sherrí- flöskuna á hvirflinum á honum. — Okkur finnst öllum, að þetta sé prýði- leg lausn, hélt hann áfram. — Ekki geturðu búið ein.... — Hvers vegna ekki? — Þú veizt það vel, og við mundum ekki leyfa það. Fyrir mitt leyti vildi ég helzt, að þú værir hjá okkur, og ég veit, að Joan vill það líka, en þar sem íbúðin er lítil og við fjögur, þá getum við ekki bætt neinum við. En hjá Effie frænku. .. . í sama bili heyrðum við bíl nema staðar fyrir utan, og Jan vék að öðru: — Það er bezt að þú flýtir þér að hafa fataskipti. Ég skal sjá um, að ekkert byrji áður en þú kemur. Það leið talsverður tími áður en ég kom niður aftur, lengri tími en ég þurfti til að búa mig. En ég var miður mín vegna þess, sem jan hafði verið að segja mér. Raunar hafði ég ekkert á móti Effie frænku. En hún var orðin sjötíu og tveggja ára gömul og heilsan slæm. Hún hafði erft allmikið fé eft- ir Charles mann sinn. En það gat naumast liðið á löngu áður en hún legðist í kör og þá biði min sama starfið og varðandi pabba heitinn. Já, ég gat ekki annað en sárreiðzt þessari afstöðu fjölskyldunnar gagnvart mér. Þegar ég kom niður á setustofuna voru allir samansafnaðir í hálfhring umhverfis borð Tenbys lögfræðings. Hann heilsaði mér vingjarnlega. Allir voru að einhverju leyti klæddir í svart og minntu á gamma, sem bíða eftir bráð. Nú var mér runnin reiðin, og ég kærði mig kollótta um arfinn og sat þarna hin rólegasta og virti hin fyrir mér. Tenby lögfræðingur horfði á okkur ströngu augnaráði gegnum stór hornspangargleraugu, ræskti sig nokkrum sinnum og dró skjal upp úr tösku sinni. — Ég skýri frá einstökum atriðum á eftir, hóf hann máls hátíðlega, — en fyrst vil ég tilkynna ykkur, að erfðaskrá Ramsays fjall- ar um nálega tvö þúsund pund, það er að segja eftir að hin ýmsu útgjöld hafa verið dregin frá. Að undanteknum nokkrum minni úthlutunum, falla fimmtán hundruð af upp- hæðinni. . . . Bíðið andartak, og ég skal lesa textann nákvæmlega fyrir ykkur. Hann laut yfir skjalið og leitaði að viðeig- andi grein. Spenning fólksins var mikil, og ég er viss um, að hann dró þetta við sig viljandi. Ég óska eftir að arfleiða, las hann og leit fljótt til mín, — mína kæru dóttur Margrétu, sem hefur hlúð að mér af kost- gæfni í mörg ár, upphæð sem nemur fimmt- án hundruð pundum, ennfremur hús mitt og allt innbú. Tenby gerði hlé á, lyfti höfðinu og horfði á mig og brosti lítillega. Síðan leit hann á hin, en ég fann að ég roðnaði í andliti vegna þessara óvæntu tíðinda. Andlit hinná var eins og höggið í stein. En hvorki Ellen né mágkonurnar mínar tvær gátu leynt reiði sinni. Alistair og Jan sýndu ekki á sér svip- brigði, en andlit Jans varð að einu ánægju- brosi. Enginn mælti orð frá vörum. Lögfræðingurinn ræskti sig aftur og hélt áfram lestrinum: - Til hvers af barnabörn- ©Mi) unum falla hundrað pund, sem afhendast, er þau ná tuttugu og eins árs aldri, og. ... Hann las hratt nokkrar smáupphæðir, sem skyldu renna til tveggja gamalla vina ásamt Effie frænku. Eigum við að skilja þetta svo, gall Ell- en við harmi lostin, — að hann hafi ekki eftirlátði okkur neitt, börnunum hans? - Þetta er ekki lögleg erfðaskrá, heyrðist í Jan. Ég get fullvissað yður um, sagði Tenby þurrlega, — að erfðaskrá þessi er fyllilega lögmæt og undirrituð af vitnum. Þar að auki vil ég taka fram, að faðir ykkar og ég höfum grandskoðað þetta í minnstu smáatriðum, Ellen. Erfðaskráin var gerð fyrir nálega sex árum, þegar hann var fyllilega hraustur and- lega. . . . — Var hann það? hvein í Ellen. — Já, Heston læknir var annar vitundar- votturinn. Það var aðeins síðustu tvö árin, sem herra Ramsay var á einhvern hátt rugl- aður andlega. Hann sagði við mig, að hann vildi bera umhyggju fyrir ykkur öllum, en Magga sín hefði fórnað miklu sín vegna, hún væri ógift og léti hjá líða að mennta sig hans vegna. Ég man orð hans vel, og ég hygg, að þér, Magga, viljið gjarnan heyra hvað hann sagði: „Hún er góð stúlka,“ sagði hann, „og hún hefur staðið í ströngu. Það er ekki skemmtilegt fyrir unga stúlku að búa með gömlum karli, sem þjáist af ólæknandi sjúk- dómi og hefur mesta ama af lífinu. Ég vil að hún eignist þessa peninga og verji þeim eins og hún vill.“ - Virkilega, sagði Ellen. Mér þykir þetta heldur ósmekklegt. Hún reis snöggt úr sæti sínu, en settist aftur. Það voru roðablett- ir í vöngum hennar. Alistair kom óvænt til mín og mælti: Til hamingju, Magga. Þetta gleður mig af því þú átt skilið hvern eyri. Njóttu þess vel. Ut að mála bæinn rauðan! sagði Dan glottandi. Haltu þér saman, Dan! Hvernig dirfistu að tala svona? sagði pabbi hans. Og Ellen var á svipinn eins og hún vildi slá hann utan- undir. En sjálf sat ég og grét, þótt ég geri ekkert óskemmtilegra en að gráta svo aðrir sjái til. En yfirlýsing pabba hafði komið mér svo á óvart. Hann hafði alla tíð verið þverlundað- ur og innhverfur og aldrei fyrr sýnt þvílíkan skilning. Alistair rétti mér sherríglas og klappaði uppörvandi á öxl mína. - Gerðu svo vel, sagði hann. — Ðrekktu í botn. Þér veitir ekki af að stramma þig af. Mundu, að stríðið er rétt nýbyrjað. Seinni heimsstyrjöldin hafði sem sé hafizt fyrir nokkru. Jan gekk til mín og sagði alvörugefinn á svip: Við viljum ekki, að þú eyðir pening- unum þínum ógætilega, Magga. Þú ættir að láta mig sjá um að ávaxta þá. Góðir og ör- uggir fimm prósent vextir. . - Það sem mig langaði til að vita, sagði Ellen, sem ævinlega hafði verið ósvífnust í fjölskyldunni, — er hvað Magga hefur hugs- að sér að skipta milli okkar hinna. É'g er alveg sannfærð um, að pabbi hefur aldrei ætlað sér að gera okkur algerlega arflaus. Magga, ég trúi ekki, að þú ætlir þér að leggj- ast á alla þessa peninga eins og ormur á gull. Það væri óeðlilega eigingjarnt. Auk þess þarftu ekki svo mikið til að lifa af, þar sem þú getur búið þér að kostnaðarlausu hjá Effie frænku. Ég var hætt að gráta og reiðin í þann veg að brjótast fram aftur. Ég vissi, að Jan mundi ekki útvega mér góð vaxtakjör fyrir ekki neitt, og ég svaraði þeim ekki, heldur saup á sherríinu og hallaði mér aftur á bak í stól- inn. Ef það snerist eingöngu um sjálfa mig, sagði Helen, — mundi ég auðvitað aldrei láta mig dreyma um að taka á móti einum ein- asta eyri. En ég er að hugsa um börnin. Það virðist dálítið óréttlátt. . . . — Þið fáið hundrað pund hvert, sagði Tenby lögfræðingur. — Ekki fyrr en þau eru orðin tuttugu og eins árs. Það verður lítið gagn að þeim pen- ingum, þegar skólakostnaðurinn á að greið- ast. Þau Kit og Timmy voru tólf og átta ára gömul. Alistair og Joan voru barnlaus. f augum mínum var þessi framkoma þeirra bæði hlægileg og andstyggileg. Þeir Jan og Alistair voru báðir mjög vel stæðir, og Tom var framkvæmdastjóri stórs fyrirtækis. En ég fann samt, að ég var að linast. Það var 18 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.