Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 36
KENT
Með hinum þekkta
Micronite filter
er eftirspurðasta
ameriska filter sígarettan!
Gistihús dauðans
Framhald af bls. 15.
Monnier settist varlega við
hliðina á honum, svo að
ungu stúlkurnar gætu verið
einar aftur í. Og meðan þeir
voru að aka upp bratta
brekku reyndi hann að fitja
upp á samtali við bílstjór-
ann.
— Hafið þér verið lengi á
Thanatos?
— Þrjú ár, muldraði bíl-
stjórinn.
— Þetta hlýtur að vera
merkilegur starfi?
— Merkilegur? Að hvaða
leyti? Ég ek bifreiðinni
minni. Finnst yður nokkuð
merkilegt við það?
— Fara þeir nokkurn
tíma héðan aftur, sem koma
hingað?
— Ekki oft, svaraði mað-
urinn og virtist fara hjá sér.
Ekki mjög oft.... En það
kemur þó fyrir. Ég er sjálf-
ur einn af þeim.
— Þér? Hafið þér verið
gestur á Thanatos.
— Ég hef ráðið mig í
þessa atvinnu til þess að
þurfa ekki að tala. Þetta er
hættuleg leið og yður langar
víst ekkert til að ég hvoifi
vagninum undir yður og
ungu stúlkunum — á ein-
hverri beygjunni?
— Vitanlega ekki, sagði
Jean.
Svo fór hann að hugleiða
hve skrítið bílstjóranum hlyti
að þykja að heyra þetta og
brosti.
Tveim tímum síðar benti
bílstjórinn sem ekki hafði
mælt orð frá vörum lengi
vel, framundan sér og Jean
sá Thanatos á hæð beint
framundan.
GISTIHÚSIÐ var reist i
spönskum stíl. Það var lágt
hús með stöllóttu þaki, en
veggirnir úr rauðlituðu sem-
enti, sem átti að sýnast eins
f>c brenndur múrsteinn. ÖII
herbergin vissu á móti suðri.
Þegar dyravörðurinn tók á
móti töskum Jeans, horfði
hann forviða á manninn og
spurði: Hvar í ósköpunum
hef ég séð yður áður?
— 1 Ritz Barcelona. Ég
heiti Sarconi og flýði þegar
borgarastyrjöldin hófst.
— Frá Barcelona til New
Mexico. Það er sannarlega
tvennt ólíkt.
— Ojæja. Viðbrigðin eru
ekki svo mikil eiginlega.
Dyravörður á gistihúsi hefur
alls staðar það sama að gera.
. . . Hérna eru bara skýrsl-
urnar sem ég verð að biðja
yður að útfylla flóknari og
talsvert margbrotnari. Þér
verðið að afsaka. ...
Það kom á daginn, að
eyðublöðin, sem rétt voru
nýju gestunum þremur voru
gríðarlega forvitin, þvi að
þau spurðu um óskaplega
margt. Sérstaklega þótti Je-
an A-eyðublaðið skrítið. Það
hljóðaði svo:
„Ég undirritaður sem er
með óskertri greind, lýsi hér
með yfir því, að ég sleppi
öllu tilkalli til lífsins af fús-
um vilja, að bæði stjórn gisti-
liússins og starfsfólk þess eru
með öllu ábyrgðarlaus, ef
svo kynni að fara að mér
hlekktist eitthvað á.“
Ungu stúlkurnar voru þeg-
ar farnar að fylla út eyðu-
blöð, og virtust gera það með
mestu vandvirkni.
HENRY BOERSTEINER
gistiliússtjóri var hæglátur
maður með gullspangargler-
augu og mjög ánægður með
stofnun sína í alla staði.
— Eigið þér gistihúsið?
spurði Jean hann.
— Nei, það er lilutafélag
sem á það. En ég átti hug-
myndina að því og þess
vegna gerðu þeir mig að for-
stjóra, meðan ég kærði mig
um að vera þáð.
— Hvernig komizt þér
Iijá því að lenda í klandri
við lögregluna Iiérna?
— Klandur, spurði hann
hissa og það var eins og hann
firrtist við spuminguna. —
Yið gerum ekkert hér sem
ekki samrýmist skyldum
hótelsins sem góðri stofnun.
Við veitum gestum okkar
allt sem þeir vilja. Það er
36 VIKAN 30-tbl-