Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 24
HÉR LVKUR HINNI SPENNANDI FRAMHALDSSÖGU EFTIR HUGO M. KRITZ - Gianni, öskraði Milly. Henni fannst þetta vera óhugnanleg martröð. - Guð hjálpi okkur, við erum að sökkva. - Já, ef guð vildi hjálpa okkur nú, tautaði Jóhann Salvator........... Hennar keíj&aralega tígn Það var eins og þjóðhátíð, þegar „St. Mar- garet“ kom. Þúsundir manna streymdu nið- ur að höfninni, til að sjá skipið, sem allir höfðu haldið að væri á hafsbotni. Ríðandi lögregla varð að sjá um að halda fjöldanum í skefjum. VELKOMINN JÓHANN ORTH ERKIHER- TOGI, stóð með stórum stöfum á forsíðu þýzka dagblaðsins í Lá Plata. — Gianni fær slag, þegar hann sér þetta, sem stendur þarna, sagði Milly við móður sína. Þær mæðgurnar voru báðar hvítklædd- ar og stóðu undir sóltjaldi, eins og þær væru á útstillingu. — Mér finnst þetta reglulega skemmtilegt, sagði Aranka Stubel, sem greinilega naut þess að vekja athygli. — Skemmtilegt! Svei, mér finnst ég vera eins og hægri fótur í vinstri fótar skó! Ég get ekki tekið á móti manninum mínum, nema þúsundir manna séu áhorfendur. Svo kom hin mikla stund. „St. Margaret“ lá við hafnargarðinn og Jóhann Orth gekk á land. Hann var veðurbarinn, hár og tein- réttur, í hvítum einkennisbúningi með gull- snúrur á ermum og á húfuderinu. Hann var sannarlega glæsilegur. Milly gleymdi öllu í kringum sig og þaut í arma hans. — Gianni! Umstangið í kringum Milly og Gianni stóð í marga daga. Þótt Gianni neitaði að tala við blaðamenn, elt.u fréttamenn hann hvert sem hann fór. Hann öskraði af reiði og var eiginlega alveg hættur að brosa. Svo tóku þessar vinsældir aðra stefnu. Nú var farið að tala um næstu ferð „St. Margar- et“, ferðina fyrir Hornhöfða til Valparaiso í Chile, hættulegustu siglingaleið í heimi. Hornhöfði, suðuroddinn á Ameríku, var hinn mikli skipakirkjugarður. Skipstjórar lÖgðu yfirleitt ekki í þá siglingu, nema von væri á sæmilegu veðri, og jafnvel í góðu veðri var þetta hættuleg ferð, sem aðeins reyndir menn treystu sér í. Nú hafði verið óveður í margar vikur, svo að raunar hefði átt að fresta ferðinni. En Gianni vildi ekki heyra það nefnt. Hann hafði auðvitað ástæðu til þess; samn- ingana u.m farminn. Hann átti að vera kom- inn til Valparaiso í síðasta lagi 10. september, til að taka salpétursfarm til Le Havre. Ef hann gæti ekki staðið við samninginn, varð hann að borga miklar sektir. — Ég sigli, sagði hann. En hann vildi að Milly færi landleiðina til Valparaiso og biði hans þar. Um þetta þrættu þau mikið. Milly neitaði algerlega. — Ef þú siglir, þá sigli ég með þér! Það hefi ég svarið. Ég vík ekki frá hlið þinni, — aldrei framar! — Það er brjálæði, Milly ... — Ef þú ferzt, þá ferzt ég með þér. Við lifum saman, eða við deyjum saman. Gianni varð reiður. — Það er enginn að tala um að deyja! Hverjum dettur skipbrot í hug? Það er erfiðið sem ég er að hugsa um, stormur og kuldi í margar vikur, án þess að njóta svefns ... — Það getur verið, sagði hún, en ég fer með þér ... Aranka Stubel var í hræðilegum vandræð- um. A annan bóginn var hún hrædd um Milly og á hinn bóginn hafði hún áhyggjur af Gianni sem henni var farið að þykja svo vænt um. En þar sem Gianni var svona ákveðinn, endaði það með að hún stóð með Milly. — Á stund hættunnar á konan að vera hjá manni sínum. Það er slæmt fyrir mig að halda þessu fram, ég er móðir Millyar, en mæður mega ekki hugsa eingöngu um sig ... Aðskiinaðurinn var þeim erfiður. Milly ætlaði aldrei að geta slitið sig frá móður sinni. Eitthvert óhugnanlegt hugboð settist að henni, henni fannst sem hún ætti ekki eftir að sjá móður sína aftur. Aranka fór svo með gufuskipinu „Amer- íka“, til dóttur sinnar, sem var búsett í New York. Vandræðin hófust strax, meðan „St. Mar- garet“ lá í höfn. Tíu manns af áhöfninni, cg þar á meðal fyrsti stýrimaður, gengu af skip- inu. Það voru náungar frá Dalmatíu, sem al- drei höfðu siglt nema um Miðjarðarhafið fram að þessu.' — Ég er ekki að hugsa um sjálfsmorð, sagði Soditsch, fyrsti stýrimaður. Gianni varð að sætta sig við að missa þá, en það var næstum ómögulegt að fá nýja menn. — Ég er ekki að þvinga yður, herra skip- stjóri, en samningur er samningur, og það skiljið þér eflaust vel, yðar hágöfgi, sagði senor Mendoza. — Til fjandans með hágöfgina, urraði Gi- anni, — ég mun halda minn hluta af samn- ingnum. Að lokum tókst honum að skrapa saman tíu manns, skuggalegum núungum með ennþá skuggalegri uppruna, menn sem enginn hefði viljað hafa innanborðs við venjulegar kring- umstæður, en Gianni átti ekki annarra kosta völ. Hann náði líka í fyrsta stýrimann. Hann var Hollendingur og hét Jan Dekker, magur risi, með veðurbarið andlit. Hann var orðinn sextugur, en ennþá sterkur að sjá. Hann hafði farið ótal sinnum fyrir Hornhöfða, og óttað- ist hvorki dauðann né djöfulinn. — Þér skuluð vera rólegur, skipstjóri, þrumaði hann, með rödd sem hlaut að yfir- gnæfa storm og stórsjó, — þessa hunda skal ég gera að hlýðinni áhöfn á nokkrum dögum. Það skein í geysistóran tanngarðinn, þegar hann glotti eins og úlfur. Brottför þeirra vakti athygli, ekki síður en koma Giannis. Mikill mannfjöldi var á hafn- arbakkanum og lúðrasveit spilaði. En það var einhver þungi í loftinu, eitthvað sem boðaði illt, fyrirboði um að „St Margar- <4 et“ væri að fara í helferðina. Blöðin voru full af hrakspám. En Milly og Gianni hlustuðu ekki á slíkt. ^ Þau voru hamingjusöm, þegar þau gengu um borð. Loksins voru þau ein ... Milly kom sér vel fyrir í skipstjóraíbúðinni, sem var eins og þægileg hótelíbúð. Himininn var heiður og norð-vestan kul fyllti seglin. Gianni hafði látið útbúa einskon- ar skýli á þilfarinu, svo Milly þyrfti ekki alltaf að vera undir þiljum, til að skýla sér fyrir brennandi sólinni. í fjórtán daga stefndi „St. Margaret" í suð- 24 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.