Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 29

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 29
ekki beint glæsilega rétt á meðan á þessum vandræðum stóð, og má vafalaust þakka Sveini R. Hauks- syni, miðasölust|óra, fyrir að ekki tókst ver til, en hann stiórnaði gest- um af mikilli röggsemi. Rétt er þó að taka fram að það var yfirgnæf- andi meirihluti gesta sem kom með því hugarfari að hlusta á þessa heimsfrægu hljómsveit flytja þá tónlist sem nú tröllríður öllum hin- um vestræna heimi — svo að annað eins hefur aldrei þekkst; ,,nú" á líka við Bítlaæðið. LED ZEPPELIN komu okkur tölu- vert á óvart, og ullu okkur jafnvel vonbrigðum, enda fórum við inn í ,,Höll" með því hugarfari að sjá og heyra eitthvað sem væri svo stórkostlegt að ekki væri hægt að lýsa því. Staðreyndin er sú að frá þeim kom ekkert nýtt; ekkert sem hafði ekki heyrst áður, þó svo væri að þeir hafi aðeins leikið þrjú eða fjögur lög sem við könnuðumst við, þar á meðal Heartbreaker og A Whole Lotta Love, sem reyndar var síðasta lagið þeirra. I svo til hverju einasta lagi, eða ,,núm°ri", impróviséruðu þeir fél- agar fimlega, og var virkilega að- dáunarvert hversu vel þeir náðu saman. Þó var ekki laust við að okkur fyndist hljómsveitinni vera sk'rt í tvo hópa, í öðrum voru þeir Jimmy Page, gítarleikari, og söngvarinn, Robert Plant, en í hin- um bassaleikari.nn John Paul Jones og trymbillinn John Bonham. Page og Plant harmóneruðu stórkostlega saman, í algjöru ,,frelsi", eins og það er kallað, og það sama er að segja um Jones og Bonham. Það sem Page gerði einna mark- verðast var að leika með fiðluboga á gítarinn, svo undirtók í kofan- um, og eins lék hann nýtt lag eftir sjálfan sig á konsertgítar — á með- an hinir drukku ropvatn útí horni. Auk þess sýndi hann hversu stór- kostlegur hann er þegar farið er útí tækni og hraða. John „Bonzo" Bonham tók þarna trommusóló, og er hann hafði feng- ið leið á „kjuðunum" henti hann þeim frá sér og barði með hönd- unum berum. Er þetta eitt lengsta trommusóló sem við höfum heyrt, en jafnframt eitt það skemmtileg- asta, því fáum tekst jafnvel að blanda saman hraða, tækni og mel- ódískum áslætti — jafnhliða því að halda út allan þennan tíma með þessum ógurlegu látum. Plant söng og ræddi við fólkið, og það er ekki nokkur furða, finnst okkur, að hann sé álitinn einn sá bezti í heimi. I návígi virðist hann heldur taugaveiklaður en þó blíður, svo það er erfitt að ímynda sér að slík gífurlegu hljóð komi úr þessum drengjabarka. En mikið óskaplega 30. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.