Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 21
í áraraSir var sjónvarpsstjarnan David Janssen á flótta í sjónvarpinu. En nú er hann raunverulega á flótta. Ellie Janssen ásakar eiginmann sinn um hjúskaparbrot og heimtar eina milljón dollara í sárabætur. eru engir smámunir sem Ellie vill fá i „sárabætur". Hún krefst milljón dollara og 9.500 dollara mánaðarlega, í vasapeninga fyr- ir sig og dætur sínar tvær af fyrra hjónabandi. En Janssen segir að þetta séu ekki hans dætur, og að honum beri ekki að sjá fyrir þeim. En Ellie seg- ir: Hann sá fyrir þeim með- an við bjuggum í hjónabandi, því skyldi hann ekki gera það framvegis? Þetta er nú ekki beint réttlætanlegt. En að öllum líkindum verður hann dæmdur til að greiða þetta hátt gjald fyrir frjálsræðið, svo hann er þrumu lostinn og lagður á flótta, flúði í arma Rosemary Forsyth (til vinstri), en almennt er því ekki trúað að Rosemary sé loka- lending hans. Á myndinni hér að ofan til hægri er dr. Kimble, eins og menn muna hann á sjón- varpsskerminum. ☆ 30. tM. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.