Vikan


Vikan - 23.03.1972, Page 4

Vikan - 23.03.1972, Page 4
 1 SKARTGRIPIR UWUWrWLiWl 1 —1 FERMINGARGJÖFIN T ÁR Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR QG PÁLMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 6ÖÐ FERMINGARGJÖF! Það gengur pví fliótar með Ftamingo Stórt hitaelement, valírjáls hitastilling 0-80°C og "turbo" loftdreifarinn tryggja fljóta og bægilega þurrkun. Vegg- hengja. borðstandur eða einstaklega lipur gólffótur, sem auðvitað má leggja saman, eins og sjálfan hjálminn. Veljið um tvær gerðir og fallegar litasamstæðúr. FLAMINGO er vönduð vara. Kynnið yður einnig verðið. PQSTURINN Ást hennar var afbrot Kæri Póstur! Eg hef aldrei skrifað þér áður, en hef mikla löngun til þess núna. Ég er ekki áskrifandi að Vikunni, en kaupi hana yfirleitt á fimmtudögum. Ég hef ákaf- lega gaman af að lesa hana, sérstaklega framhaldssögurnar og Póstinn. Astæðan fyrir þessu bréfi mínu er sú, að ég las í Vikunni þann tuttugusta og fjórða febrúar síð- astliðinn að ný framhaldssaga ætti að byrja er hlaut nafnið: „Ast hennar var afbrot". Ég er mjög hrifin af því að þið skulið koma með þessa sögu, því ég las yfirlit um hana í Les- bók Morgunblaðsins og var mjög hrifin af henni. Að síðustu vil ég spyrja hvern- ig Tvíburar og Krabbamerkið passa saman. Ég þakka fyrir ágætt blað. Maddama X. P.S. Hvað lestu úr skriftinni (ef það er þá hægt)? Tviburar og Krabbi eiga yfir- leitt ágætlega saman. Úr skrift- inni má lesa dugnað og sóknar- vilja. Tvö strik Kæri Póstur! Með því að þú leysir oft vel úr vandamálum manna ræðst ég í að skrifa þér. Ég fæ stundum í hendur tékka, sem yfir eru dreg- in tvö strik. Hvað merkir það? Þarf maður' ekki að rita nafn sitt á bakið? Tekur hver sem er við slíkum tékkum? Virðingarfyllst, Ferðamaður. Það mun merkja að enginn geti leyst tékkinn út nema sá, sem hann er stilaður á. — Sjálfsagt þarf að rita nafn sitt aftan á hann eins og aðra tékka. Ekki mun því að treysta að hver sem er taki við slíkum tékkum. Annars er ætlazt til þess að tví- strikaður tékki sé lagður inn á bankareikning þess sem hann er stílaður á. Alltaf er það frískandi tilbreyt- ing þegar eitthvert bréf verður til að koma af stað fjörlegum rökræðum í Póstinum. Bréf frá „gömlum manni fyrir norðan", sem birtist hjá okkur ekki alls fyrir löngu, virðist ætla að verða eitt slíkt, því að síðan blaðið með því kom út hafa streymt inn bréf með umsögnum því viðvíkjandi. Við birtum tvö í þessum Pósti: Eitt ber af þeim öllum Kæri Póstur! Ég vil byrja á að þakka þér fyr- ir allt gamalt og gott. Mér finnst þið hafið birt mörg góð bréf upp á síðkastið. Þó finnst mér að eitt beri af þeim öllum, en það er bréf sem var birt í síð- asta blaði og var frá „Gömlum manni fyrir norðan". Ekki svo að skilja að ég hafi verið sam- mála honum að öllu leyti, öðru nær. Nú langar mig til að spyrja þig hvernig Krabbinn eigi við Stein- geitina, Vatnsberann, Nautið og Vogina. Með fyrirfram þökk og von um að bréfið fari ekki beint í rusla- körfuna. Norðlendingur. P.S. Hvernig er skriftin? Lestu eitthvað úr henni? Krabbi og Steinbukkur: næstum vonlaust. Krabbi og Vatnsberi: ágætir möguleikar. Krabbi og Naut: sæmilegir möguleikar, en Krabbinn, sem er mikil draum- vera og hefur auðugt ímyndun- arafl, þreytist stundum á jarð- búndnu raunsæi Nautsins. Krabbi og Vog: Vissir mögu- leikar, en Vogin er þó full út- hverf fyrir smekk Krabbans. Skriftin er fremur lagleg en ekki laus við viðvaningsblæ. Út úr henni má lesa tilhneigingu til vandvirkni en einnig visst vantraust á sjálfum sér. Undravert hvað einn getur blaðrað Kæri Póstur! Þegar ég las Póstinn í Vikunni 4 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.