Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 7
Míb drewmdi I Mri alwg MÁTTI EKKI SLÖKKVA LJÖSIÐ Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem er svona: Ég var stödd í kirkju ásamt fleira fólki, og það átti að fara að ferma börn. Skyndilega fór einn krakkinn að gráta og varð að fara með hann út. Um leið og það gerðist, fór fólkið að tínast burtu. Þá fannst mér ég allt í einu sjá nátt- kjólinn minn á gólfinu. Allt fólkið fór að hlæja, en ég lét sem ég sæi það ekki og tók hann upp. Næst gerist það í draumnum, að mér finnst, að allt fólkið fari inn í sal og sé þar látið gera leikfimiæfingar. Það átti að fresta fermingunni, svo að ég fór heim til mín (á stað, þar sem ég átti einu sinni heima). Ég er rétt í þann veginn að fara úr síðum kjól, sem ég var í, og komin í önnur föt, þegar sagt er: „Við eigum að koma í kirkju. Það er bíll fyrir utan, sem þú átt að fara í.“ Þar sem ég stend þarna í forstofunni á mínu gamla heim- ili og ætla að slökkva ljósið í svefnherbergi foreldra minna, sé ég allt í einu föður minn (en hann er dáinn). Hann vill ekki leyfa mér að slökkva, en samt reyríi ég það, en tekst ekki. Loks fer ég að snökta, og þá er systir mín komin til mín. Ég segi henni, að ég megi ekki slökkva ljósið, en hún segir, að það sé allt í lagi. Eg held samt áfram að reyna að slökkva ljósið, en faðir minn kemur alltaf í veg fyrir það. Mér fannst hann vera á tveimur stöðum í einu, í eldhúsinu og svefnherberginu — og brosti alltaf til mín. Lengri varð draumurinn ekki. Viltu vera svo góður að ráða hann fyrir mig. Lilla. Okkur þykir sennilegast, að þessi draumur tákni, að tímamót séu yfirvofandi í lífi þínu. Þú munt verða að taka alvarlega ákvörðun innan skamms, sem mun skipta þig miklu í framtíðinni. Líklega er um makaval að ræða, og þú ert í miklum vafa um, hvaða stefnu þú eigir að taka, Vís- bending föður þíns er á þá leið, að þú eigir að taka jákvæða afstöðu láta ljósið loga, en ekki slökkva það. Véa Vflunnar RAUN VIÐ HRAUN Alltaf bætist raun við raun, réna gleðistundir. Það er ei nema hraun við hraun höltum fæti undir. LEIKIR Á GÖTUNNI Frá áramótum hefur venju fremur verið ástæða til að ræða um veðrið. Blíðan hefur verið með eindæmum, sól- skin og hiti stundum dag eftir dag, gróðurilmur í lofti og börn a,ð leik — á götum úti. Þetta óvenjulega vor um vetur hefur leitt hugann enn einu sinni að leikaðstöðu barna í borginni. Undarlega seint virðist ganga að bæta hana, þótt oft hafi verið bent á, hve bágborin hún er. Gatan er eina athvarf alltof margra barna í höfuðborginni. Slysahættan vofir daglega yfir til angurs og kvíða umhyggjusömum foreldrum, sem ekki fá rönd við reist. Aukin fræðsla í umferðarmálum gerir það að verk- um, að flestir foreldrar vita núorðið, að börn eru nánast varnarlaus í umferðinni: Þau skynja ekki fjarlægðir, hraða og hreyfingar á sama hátt og fullorðið fólk. Það kom fram í ágætum sjónvarpsþætti á dögunum, að barn hefur ekki öðlazt fulla sjón, fyrr en fimmtán ára gamait. í sama þætti kom einnig fram, að fyrst þegar barn er tólf ára er nokkur von til þess, að það sé hæft til að hegða sér rétt í umferð- inni. Furðu gegnir, hve fáir leikskólar eru í Reykjavík, jafn sjálfsagðar og slíkar stofnanir eru taldar nú á dögum. Og það er ekki aðeins erfitt að koma börnum í leikskóla, held- ur kostar það ærið fé: skólagjaldið hefur nýverið hækkað úr 1200 í 1600 krónur fyrir eitt barn. Leikvellir eiga að heita til í flestum hverfum, en þeir eru fjarska illa búnir tækjum. Þar fyrirfinnast naumast önnur leiktæki en þau, sem tíðkazt hafa í áratugi: rólur, sölt og sandkassar. Þessi gömlu tæki eru sjálfsagt góð á sinn hátt, en ekki sakaði að auka fjölbreytnina ofurlitið; fitja upp á einhverju nýju, sem svalar enn betur leikþörf barna og þroskar ímyndunarafl þeirra. Hvernig væri að efna til hug- myndasamkeppni um ný leiktæki fyrir börn? Þegar íbúðarhverfi eru skipulögð í erlendum borgum, eru stór, opin svæði til útivistar staðsett fjarri umferðar- götum og lögð rík áherzla á, að leikaðstaða barna sé sem allra bezt. Vera kann, að í framtíðarskipulagi Reykjavíkur- borgar sé þessum málum gerð hin ákjósanlegustu skil, en ósköp gagnar lítið að dást að því ágæta plaggi fjórða hvert ár — þegar kosningar standa fyrir dyrum. Erl. Gottskálksson. G. Gr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.