Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 12
BRÉFI SVARAÐ Smásaga eftir Jakob Thorarensen Myndskreyting: Gunnar Gunnarsson Um þessar mundir vissi hún þaS eitt, að þegar hann hafði lokið við að raka sig á sunnudagsmorgnum, þá átti haka hans naumast sinn líka í víðri veröld. Og stöku sinnum mættust þá augu þeirra, en það máttu þau ekki og litu því samstundis undan aftur.... Stúlkan Ingibjörg Þorgeirs- öóttir í Svansási sat frammi á dyralofti á páskadagskvöldiðj eftir að aðrir heimamenn voru gengnir til hvílu. Hún þurfti að svara svolátandi sendibréfi, sem henni hafði borizt um baena- dagana handan yfir fjall: „Heiðraða vinstúlka. Ætíð sæl og blessuð og þökk fyrir góða ' viðkynningu. Já, svona fór það, Imba. — Manstu eftir, hvað þú sagðir við mig i fyrravetur, þegar ég nefndi hitt? Þú sagðist ekkert vera um karlmenn að hugsa, sagðirðu, og fórst undan í flæmingi, eins og þú lifandi gazt. En svona fór það samt. Og þetta datt mér reyndar strax í hug, þegar ég írétti, að þú værir komin í Kaupavinnu að Hvitalæk. Nema ekki þýðir nú að sak- ast um orðinn hlut. En hvað ætlastu nú fyrir, Imba? Því ekki dugir Sigvaldi mikið. — En nú langar mig til að hlaupa undir baggann með þér, eins og ekkert hefði í skorizt, ef þú getur gert þér það að góðu. Og ég er að vona, að við komumst áfram með guðs hjálp, ef hægt verður að ná í jarðarskika og guð gefur okkur lif og heilsu. Og ekki skaltu vera að setja þetta fyrir þig héðan af, líttu á. Því bæði getur það fyrir alla komið, og ekki ímynda ég mér heldur, að þetta verði siðasta tilfellið þitt, ef við yrðum sam- an á annað borð og hægt verð- ur að ná í jarðnæði. Og svo er mál með vexti, að nú vill Ey-* jólfur gamli bregða búi, svo að ég hef vilyrði fyrir Mýrarsel- inu, ef til kæmi. En þá væri bezt að við drifum okkur sam- an strax í vor. Ég ímynda mér, að þér sé meinlítið við mig, Imba, þó þú færðist undan í fyrravetur. Þú getur þess vegna hugsað þig um, og svo lætur þú mig vita um þetta upp úr hátíðinni. Þinn einlægur, Jón Þórður Daðason.“ Engan veginn fannst henni þetta bréf líkt því, sem hana hafði stundum dreymt i sam- handi við þann mikla dag, þeg- ar hún ætti að hlýða hinni fyrstu, háleitu ástarjátningu, er krefðist samhljóða svars frá huga hennar og hjarta. Nei, þannig var ekki þetta einfald- lega og opinskáa bréf, sem þó var drengilegt í aðra röndina og að mörgu leyti einkennilega satt og trútt. Samt voru þyrnar á þessari barnslegu hreinskilni, sem stungu hana nær til blóðs: ..Þetta datt mér reyndar strax í hug, þegar ég frétti, að þú værir komin í kaupavinnu að Hvítalæk," stóð þar. — Ósvífni. Hver hafði gefið bréfritaranum rétt til að láta sér detta eitt eða annað í hug í sambandi við hana eða veru hennar á Hvíta- Jæk? Hún gat enn roðnað af reiði, þegar hún las þetta, en samstundis fann hún þó, að stórmennskan átti engan rétt á sér. -Því þetta var ekki annað en það, sem fóstru hennar hafði Hka dottið i hug, þegar hún kvaddi hana í hlaðvarpanum um vorið með társtokknum á- minningum og fyrirbænum, meira en ástæðulausum áminn- ingum, að henni fannst þá; þvi hún hafði einmitt farið að Hvítalæk eða meðfram, — til að koma fram grimmilegri hefnd á hendur Sigvalda, fyrir meðferðina á Laugu frænku sinni, sem hafði hlotið þar sama áfallið fyrir tveim árum. — Þó óliku væri raunar saman að jafna, þvi að Lauga var lauslát. Var Lauga lauslát? En hún sjálf þá? — Æ, hún bað guð að fyrirgefa sér allt stærilætið og hleypidómana. En svo var mál með vexti, að þær voru þremenningar, Lauga og hún. Og lifandi undur hafði hana langað til að hefna þess- arar frænku sinnar og vin- stúlku, sem barðist nú áfram vestur í sýslum, heft og blettuð, félaus og fyrirlitin. — „Því ekki dugir Sigvaldi mikið,“ eins og stóð í bréfinu. Að vísu var það satt, en samt fannst henni ó- svífni að segja annað eins og þetta. Það kom engum við. — Já, hún hafði verið á Hvítalæk. Og núna — nú, þegar allt var um garð gengið og allt um seinan, þá fannst henni sem hún mundi hafa sloppið betur, ef hún hefði ekki brynjað sig jafn gífurlegum fjandskap i garð Sigvalda, eins og raun varð á fyrstu vikurnar, sem hún var hjá honum. Hann hafði ugglaust lesið hana niður i kjölinn á svip- stundu, varpað henni á vog skarpskyggni sinnar og sann- fært sig um það, að hann þyrfti einungis að grafa liðlega, grafa ögn lengur og örlitið dýpra eft- ir ástúð hennar en sumra ann- arra stúlkna. Andúð hennar hafði vafalaust verið langt of áberandi framan af. Hann tók upp fálæti á móti, svo að um alla framkomu hans var einhver kynlegur þykkju- gustur. Að visu gætti hann íullrar kurteisi; en þegar hann sagði henni fyrir verkum, voru skipanirnar stuttar og þurrar. Svo gekk hann venjulega snúð- 12 VIKAN 12.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.