Vikan


Vikan - 23.03.1972, Síða 17

Vikan - 23.03.1972, Síða 17
um“ og þótt t. d. skipið „Þing- vellir“ væri ekki tiltakanlega hraðskreitt — það gekk rúmar níu sjómílur — þá var þetta mikil' framför frá því að ferð- ast með seglskipunum eða hjólaskipunum þýzku, sem áð- ur eru nefnd. Nóg var af fólki sem vildi freista gæfunnar í „Nýja heim- inum“. Alltaf voru skipin full af farþegum vestur um Atlants- haf og á Norðurlöndum sáu menn fram á mikið og vaxandi gengi Þingvallafélagsins. Árið 1882 bættist félaginu nýtt skip, er það lét smíða í skipasmíða- stöð Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn og hlaut það nafnið „Geysir" og litlu síðar annað skip af svipaðri gerð er hlaut nafnið „ísland“. Nokkru síðar bættist Þingvallafélaginu enn eitt skip er hlaut nafnið „Hekla“ og voru öll nýrri skip- in hraðskreiðari en „Þingvell- ir“ enda byggð sérstaklega fyr- ir Atlantshafssiglingar. Ekki átti þó fyrir „Heklu“ að liggja að fara margar ferðir yf- ir Atlantshaf, því skipið fórst árið 1882 við Noreg, nánar til- tekið nokkru fyrir utan Osló. Félagið lét fljótlega fylla í skarðið og ný „Hekla“ bættist félaginu tveim árum síðar. Nú gekk allt vel fyrir Þing- vallafélaginu um sinn, unz tvö skip félagsins lentu í hörmuleg- um árekstri við strendur Ame- ríku. Es. „Þingvellir" lét úr höfn síðari hluta júlímánaðar árið 1888 í áætlunarferð vestur um haf. Skipið hafði að vanda við- komu í Osló, sem þá hét Kristj- anía og Kristjánssund, þar sem fleiri farþegar bættust við og þegar látið var í haf frá Nor- egi voru 455 farþegar um borð, skipshöfn um 70 manns. Veður var gott, unz komið var á Nýfundnalandsbanka, en þá hreppti skipið suðvestan ptorm, en þetta var eins og sjó- ménnirnir sögðu, ekkert sem orð var á gerandi. Nú víkur sögunni vestur um haf. Es. „Geysir" hafði komið frá Norðurlöndum til New York fullhlaðið farþegum. Eftir nokkurra daga stanz var skip- ið ferðbúið að nýju og hinn 11. ágúst lagði skipið úr höfn í New York. Dráttarbátur að- stoðaði skipið niður fljótið og er hann kvaddi veifuðu háset- arnir og óskuðu skipinu góðr- ar ferðar yfir hafið. Hvað gat líka hent stórt nýtízku far- þegaskip á kumardegi á þessari siglingaferð? Laust eftir miðnætti 14. ág- úst er „Geysir“ staddur vestur af „Sable Island". Fyrsti stýri- maður er á stjórnpalli ásamt hásetanum en Möller skipstjóri hefur farið til káetu sinnar og lagt sig. Hann er ef til vill eitt- hvað uggandi, því hann hefur beðið 1. stýrimann að vekja sig klukkan þrjú. Það er suðvest- an strekkingur og dálítil alda, en skipið fer vel í sjónum og ferðin gengur vel. 1. stýrimað- ur víkur af stjórnpalli og vek- ur Möller skipstjóra eins og hann hafði fyrirskipað, en þar sem ekkert sérstakt er að, þokulaust og skyggni gott, ákveður hann að sofa áfram í eina klukkustund. Fyrsti stýrimaður fer aftur á stjórnpall og býr sig undir að gera staðarákvörðun um fjögurleytið. En allt í 'einu sér hann ljós úti í myrkrinu, fyrst hvítt og síðan grænt. Stýsimaðurinn kallar á Möller skipstjóra sem kemur strax á stjórnpall og gefur jafnframt skipun um Framháld á hls. 62. i 12. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.