Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 18
r LETT UNDIR NIEÐ LÍTILMAGNANUM I LúkasarguSspjalli, 10. kapítula, er hin fræga dæmisaga Krists um miskunnsama Samverjann. Er Kristur hafði lokið við að segja lögvitringnum söguna, spurði hann: „Hver... sýnist þér hafa reynzt náungi manninum, sem féll í hendur ræningjunum?“ Lögvitringurinn svaraði því til, að það hefði verið sá er miskunnarverkið gjörði á honum og sagði Jesú þá við hann: „Far þú og gjör slíkt hið sama.“ -- Um allan heim er fólk að gera „slíkt hið sama“. Við fórum á stúfana nýlega og leituðum nokkra slíka íslendinga uppi. í tæp íjögur ár hefur Rauða kross deildin ,,Sjúkravinir“ rekið litla verzlun í anddyri Landakotsspítala. Konurnar í deildinni afgreiða þar endur- gjaldslaust og selja sjúklingum og gestum sælgæti, tóbak, gos, sápu, tannkrem og ýmislegt annað, sem kemur sér vel og gleður sjúklinga. Við litum þar inn á leið- angri okkar og hittum fyrir frú Guðrúnu F. Holt, húsmóð- ur úr Reykjavík. Hún er eig- inkona Brian Holts, fulltrúa i brezka' sendiráðinu, og þau eiga tvo syni, 17 og 20 ára. „Þeir hafa bara gott af því að sjá um sig sjálfir öðru hverju," sagði frú Guðrún, þegar við spurðum hana, hvort þetta tæki ekki tíma frá heimilinu. „Mér finnst ekki nema sjálf- r sagt að hjálpa svolítið til hérna, þegar ég hef fengið meiri tíma fyrir sjálfa mig, eftir að dreng- irnir eru orðnir svona stálpað- ir,“ bætti hún við. Hátt á annað hundrað kvenna eru starfandi í þessari deild Rauða krossins og innan skamms ráðgera þær að opna aðra verzlun á Landsspítalan- um. Þær greiða húsaleigu, en hafa boðið sjúkrahúsunum þessa aðstoð sína og hefur "hún að vonum verið vel þegin. „Hér er ýmislegt sem fólk á sjúkra- húsum þarf,“ sagði Guðrún, „bæði sjúklingar og starfsfólk. Starfsfólkið er ekki að hlaupa út í búðir í vinnutímanum og gestir þurfa ekki að vera að- burðast með poka um bæinn þveran og endilangan, þótt þeir vilji færa ættingjum sínum og vinum hér á sjúkrahúsinu eitt- hvað smávegis. Við erum Ííka svo margar, að þetta mæðir ekkert á okkur; ég er hér til dæmis ekki nema aðra hvora viku, og helgunum skiptum við á milli okkar. Ef maður þarf eitthvað að bregða sér frá „á vaktinni", þá hringjum við bara í einhverja aðra, þannig að þetta gengur alveg eins og í sögu.“ Ágóðinn af þessari verzlun er vitanlega ekki stórvægileg- ur, enda álagning ekki mikil — allt er á búðarverði -— en fyrir þann ágóða hafa verið keyptar bækur og bókavagnar á bókasöfn sjúkrahúsanna (og reka „Sjúkravinir" þau líka), fullkomin sjúkrarúm, sem lán- uð eru í heimahús, lesgrindur og fleira, sem að gagni má koma. „Svo lengi sem ég get gert eitthvað gagn hér, þá tel ég það ekki eftir mér,“ sagði frú Guðrún. „Ég hef bara ánægju af að hjálpa fólki, og hví skyldi ég þá ekki gera það?“ „ÁHUGINN EYKST STÖÐUGT" Á meðan séra Jón Bjarman, fangelsisprestur, er á kynnis- ferðalagi um Norðurlönd, vinn- ur fyrir hann á skrifstofu fé- lagssamtakanna Vernd, 20 ára gamall lögfræðinemi, Sigurjón Heiðarsson. Kunningi Sigur- jóns, Guðmundur . Einarsson, aðstoðaræskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar, var spurður að því af forráðamönnum Verndar, Frú Gudrun F. Holt: „Eiginmaður- inn hefur gott af því að sjá um sig sjálfur öðru hverju." hvort hann vissi um einhvern áhugasaman, ungan mann, er vildi leysa af hálfan daginn. Guðmundur vissi um áhuga Sigurjóns og til að gera langt mál stutt, þá er Sigurjón nú að hálfu leyti starfsmaður Verndar. „Það var reyndar beinlínis vegna áhuga míns á fangelsis- málum, að ég fór í lögfræði," sagði Sigurjón, þegar við töfð- um hann stutta stund einn rign- ingardaginn í vetur, ,,og því tók ég þessu náttúrlega fegins hendi. Þetta er góð reynsla fyrir mig og áhuginn, sem var töluverður fyrir, hefur vitan- lega aukizt til mikilla muna síðan ég byrjaði hér. Ef ég þekki sjálfan mig rétt, þá helzt þessi áhugi og jafnvel þótt ég hætti að vinna hér, þá reikna ég með að verða hér með ann- an fótinn alltaf öðru hvoru.“ Sigurjón hafði enga reynslu af störfum meðal fanga og ann- arra ólánssamra þjóðfélags- þegna. „Að vísu var ég í Kristi- legum skólasamtökum og þar gerðum við ýmislegt, en ekk- ert á þessu sviði. Þó má segja, að á vissan hátt sé áhugi minn þaðan.“ Á ráðstefnu /Kskulýðssam- bands íslands um fangelsismál, sem haldin var í Norræna hús- 18 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.