Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 19
Siguróur M. Þorsteinsson: ,,Annaóhvort er maður i þessu at krafti eda þá alls ekki." inu í Reykjavík helgina 26. 27. febrúar sl., komu fram ákveðnar raddir um, að fang- elsi vaéru ekki nema til óþurft- ar í flestum tilíellum og Sig- urjón tók undir þá skoðun. ..Það er alveg öruggt, að eng- inn skánar á því að vera lok- aður inni, heldur þvert á móti.'* sagði hann. ,.Að vísu hef ég ekki neina allsherjar lausn á málinu. en ég er þess þó full- viss, að það sem fyrst og fremst vantar eru sálfræðing- ar og geðlæknar.“ Aðalstarf Sigurjóns hjá Vernd felst í því áð vinna að skýrslu um íslenzka refsifanga, en hingað til hefur engin „stat- istik“ af nokkru tagi verið til um þau mál. Tvisvar til þrisv- ar í mánuði fara starfsmenn Verndar svo austur á Litla Hraun og önnur íangelsi eru og heimsótt. Spjalla þeir þá við fangana og reyna að greiða eitthvað úr málum þeirra, þvi að á meðan menn eru lokaðii' inni í fangelsi eru þeir.að sjálf- sögðu ekki í mikilli snertingu við umheiminn. Meðal þess sem þarf að gera íyrir þá í bænum er allt frá því að útvega Old Spice rakspíi-a og til þess að sækja um náðun. Aðrir vilja komast í bréfaskóla, suma vant- ai föt, nokkrir þurfa að láta fara með i viðgerð og síðan þarf náttúrlega að sækja það aftur: en nokkrir hafa ekki heyrt frá fjölskyldum sínum í langan tíma og þá er það hlut- verk Sigurjóns og annarra starfsmanna Verndar að hafa samband við fjölskyldurnar. Það hlýtur að vera erfitt að vinna start' aí þessu tagi og Sigurjón viðurkenndi, að vissu- lega hefði hann sofið betur, áð- ur en hann fór að vinna hjá Vernd. „En,“ sagði hann þegar við kvöddum, „þetta ei nauð- synlegt starf og ég hef áhuga á því. Ég hef öðlazt nýja reynslu, sem áreiðanlega verður mér til góðs.“ „ÁRANGURINN ERU NÆG 'LAUN" í augum Sigurðar Þorsteins- sonar, formanns Flugbjörgun- arsveitarinnar, er ekki nema sjálfsagt að þjóna samborgur- um sínum. Hann hefur verið starfandi lögreglumaður í 31 ár (er nú aðstoðaryfirlögreglu- þjónn og kennir mikið í lög- í egluskólanum) en ók áður strætisvagni. ,.Ég er alinn upp við að þjóna , öðrum," sagði hann. „Þegar ég var strákur. var ég smali og þjónaði þann- ig dýrunum, þannig að mér hefur aldrei þótt nema sjálf- sagt að gera mitt til að létta undir með öðrum." Sigurður létti svo sannarlega undir með öðrum. þegar hann hóf líknarstarf sitt. Hann var einn af stofnendum Flugbjörg- unarsveitarinnar, sem sett var á laggirnar er Geysisslysið varð á Vatnajökli árið 1951. „Þá fundum við, félagar í Fé- lagi íslenzkra einkaflugmanna. Svífflugufélaginu og fleiri slík- um áhugamannafélögum. að þörfin var brýn og við höfð- um áhuga á að koma slíkri starfsemi á laggirnar. Nú eru um 80 manns virkir í sveit- inni, en í allt erum við senni- lega í krignum tvö hundruð." Sigurður er fjölskyldumaður, rétt eins og flestir aðrir félag- ar sveitarinnar, og hann á 6 börn, það yngsta tvítugt. ..Vissulega tekur þ'etta tíma frá ljölskyldunni, en það skiptir náttúilega ekki eins miklu máli nú og áður og eins þýðir ekkert að setja það fyrir sig. Annaðhvort er maður í þessu al' krafti eða þá ekki.“ Flugbjörgunarsveitin æfir reglulega. .Lfingar hjá hverj- um flokki eru ekki sjaldnar en aðra hvorg viku, samæfingar oft um helgar; nokkrir félag- anna eyða öllum mánudags- kvöldum í að gera við 20 ára gamla bíla sveitarinnar; fjar- skiptadeildin smíðar og sér um nauðsynleg tæki og stjórnar- fundir eru ekki haldnir sjaldn- ar en einu sinni í mánuði. Má til dæmis geta þess, að á síð- asta ari var félagsheimili sveit- arinnar notað ekki sjaldnar en 247 sinnum. Auk þess eru svo útköll. „Þjálfunin er aðallega íólg- in í ferðalögum og tilbúnum leitum. Þetta er oft heilmikið slark, þannig að við tökum eng- an inn í sveitina, fyrr en við- komandi er búinn að starfa með okkur í eitt ár,“ sagði Sigurð- ur. „Flugbjörgunarsveitin er hlekkur, sjálfsagður hlekkur, í öryggisþjónustunni hér á landi, og við viljum vera vissir um, að menn sem vilja starfa með okkur, séu færir um það. Eins verða þeir að fá tækifæri til að átta sig á því, sem starf okk- ar snýst í raun og veru um.“ Því hefur verið haldið fram, að í Flugbjörgunarsveitina. Hjálparsveit Skáta. Slysavarna- félagið og fleiri slíka hópa, sæki helzt fólk sem er haldið ævintýraþrá: það vilji stunda slíka starfsemi til að geta stát- að af því. „Ég get náttúrlega ekki þrætt fyrir, að slíkt fólk sé til," sagði Sigurður. „en starfið hjá okk- ur er það erfitt, að ég held að slikt fólk vilji ekki leggja það á sig. Það hafa vissulega allir gaman af að ferðast. en ég held að meginástæðan fyrir því, að menn og konur gangi í Flugbjörgunarsveitina og aðrar slíkar sveitir, sé sú, að það vilji hjálpa þeim sem i nauðum eru staddir. Ekki eru það peningar sem sótzt er eft- ir; á síðasta ári kostaði rúm- lega 340.000 að reka sveitina, en i opinbera styrki höfum við ekki fengið nema 75.000 .og svo í kiingum 50.000 frá öðrum. Hitt skröpum við saman með merkjasölu og öðru slíku." Enginn meðlimur Flugbjörg- unarsveitarinnar er á laununi, en allir eru tryggðir gegn sl.vs- um eða dauða sem kynnu að værða /l starfi. „Hver og einn borgar sinn persónulega útbún- að og vinnutap fæst að sjálf- sögðu ekki greitt," sagði Sig- urður, sem auk þessarar tóm- stundaið'ju er forseti Internati- onal Police Association og hef- ur sótt tvö námskeið í al- mannavörnum, í Skotlandi og í Danmörku. „Segja má, að öll mannslaun séu greidd, þegar sá, sem við ætlum að fara að Fmmhald á bls. 64. Slgurjón Heiðarsson lija Vernd: „Þetta gefur manni tæklfæri til að skyggnast á bak við tjöldin." 12. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.