Vikan


Vikan - 23.03.1972, Qupperneq 30

Vikan - 23.03.1972, Qupperneq 30
«f gerði. Hún sagði mér það. Hvorki hún eða David geta nú skilið hvernig þau brugðu við. Já, ég á ekki við að þau séu að reyna að afsaka sig. Þau viðurkenna bæði að þau hafi verið hörð, jafnvel alltof hörð Rödd hans varð glaðlegri. — En þú skalt íhuga að þau elsk- uðu bæði Jonathan. Það varð mikið áfall fyrir þau, þegar þau sáu að hann vildi hvorki taka á móti ást þeirra né end- urgjalda hana. Þessir atburðir á Kananga eru alveg ótrúleg- ir . . . — En hann vissi ekki hvað hann gerði, andmælti ég. — Breytir það nokkru? Það eru takmörk fyrir því sem maður getur skilið og fyrirgef- ið. Líttu bara á sjálfan þig. Þú 'réðist á Jonathan og hefðir getað gengið að honum dauð- um! Já, ég veit það líka! Moon- ey sagði mér það. Varst þú þá nokkuð betri en Jacky og Da- vid? Þú getur auðvitað sagt að þú hafir ekki vitað hvað þú gerðir, að þú hafir alls ekki verið sjálfráður. En er það þá afsökun. Ég þagði. Hann tók ótrúlega fast í handlegginn á mér. —- Ross, Ross . . . ! Gerðu þetta ekki svona erfitt fyrir þig sjálfan. Þú getur ekki dæmt Jacky fyrir það sem hún gerði, ef þú dæmir ekki sjálf- an þig um leið. Þú kvelur sjálf- an þig vegna þess að þú vilt ekki að hún sé svona hörð af sér. Þú vilt sjá hana sem kær- leikann uppmálaðan. En það er aðeins sjálfselska hjá þér, Ross . . . ! Hann varð að þagna til að ná andanum. Og í sjónhending rann upp fyrir mér að hann hafði á réttu að standa. Sg bæði skammaðist mín og létti ótrú- lega um leið og var að því kom- inn að spyrja hvar Jacky væri. En einmitt þá bætti Querol við, nokkuð hörkulegur í máli: —- Þú getur gleymt öllu sem skeði á Kananga, Jacky kemst af án þín. Hún getur alltaf flú- ið til Davids. Sg hafði ekki hugsað um Da- vid, að minnsta kosti ekki í sambandi við Jacky. En nú. þegar ég var kominn yfir þessa barnalegu gagnrýni mína á henni, þá var það of seint. Jacky hafði David. Eg sökkti mér nú í vinnuna og vann af svo miklu kappi að ég unni mér ekki hvíldar. Oft vaknaði ég um miðja nótt og vissi að minningin um öldurót- ið í gjótumunnanum hafði vak- ið mig. En þá fór ég að hugsa um Jacky, mundi hún eftir því að ég hafði tekið hana í faðm minn, til að róa hana og stilla skjálftann . . . Það var eina skiptið sem ég hafði vafið hana örmum. Ég mundi eftir svipnum á henni, þegar Jonathan otaði byssunni í bakið á henni. Og ég mundi _ eftir henni á þilfari Convenant við hliðina á David, hvernig hún hafði litið upp til hans með svo miklu trúnaðartrausti. — Ég kem með þér, hafði hún sagt . . . Nokkrum vikum síðar las ég í dagblaði að herra og frú Da- vid Farelly hefðu farið frá Melbourne á Convenant og ætluðu að sigla til Darwin. Það er ekki kappsigling í þetta sinn, stóð í blaðinu. David Farelly, þrefaldur sigurvegari í Beres- fordkeppninni, segir að frúin sé engu lakari sjómaðpr en hann sjálfur . . . Það var engin mynd. Ég hélt mér við vinnuna, tók þátt í nokkrum sýningum í Rem- brandtsalnum í Melbourne. Það safnaðist stór hópur við eina málverkið, sem ekki var til sölu. Það var málverk af stúlku sem stóð við borðstokkinn á fiskibát og ég hafði málað ■ myndina eftir minni og haft í huga Abigail, dóttur Thomasar Moorehead, sem ég hafði séð á glermyndinni í minningarkap- ellunni á Kananga. Ég hélt sjálfur að það hefði verið Abigail, sem ég hafði í huga og að mér hefði að lokum tekizt að gleyma Jacky. En kona, sem stóð við hlið mér, alveg ókunnug kona, benti fylgdarfólki sínu ákaft á myndina. — Sjáið þið! Þetta er Jacky! Jacky Querol! Það snerist allt við í höfðinu á mér. Ég varð svo æstur að það lá við að ég gæfi mig í hnjánum. Jacky Querol, hafði konan sagt. Ekki Jacky Far- elly . . . ? Möguleikarnir voru litlir, kannski alls engir. Eg gekk eins og í draumi út úr sýningarsalnum, náði í bílinn minn og ók á minpa en tveim tímur til San Sebastian. Veðrið var dásamlegt, hlýtt og kyrrt og ekki skýskaf á himninum. Það var fullt af sumargestum á þröngum göt- um San Sebastian. Eg varð að troða mér milli sólbrúnna ferðamanna í stuttbuxum og bikini. Það lýsti af hvítum hús- unum í skæru sólskininu. Á ströndinni var fullt af smábúð- um og sölutjöldum. sem mann- fjöldinn flykktist um til að kaupa svaladrykki og ís. Börn æptu og hlógu og sulluðu í fjöruborðinu, hundar geltu og eldra fólk sat í skugganum og rabbaði saman. Það var rólegra við höfnina. Mary Jane lá við bryggju og hlið við hlið Ellen og Black Swan. Og bak við þessa báta lá Yabbie. Yabbie . . . Blóðið þaut um æðar mínar. Ég vissi að Fred Maw hafði verið gripinn og að Yabbie hefði verið fengin sín- um réttmætu eigendum, en samt varð mér mikið um að sjá bátinn. Og þarna lá hún, friðsamlega vaggandi á bárun- um. Colin, skipsdrengurinn var á þilfarinu að greiða net. Mooney var að mála stýrishús- ið, dökkbrúnt að neðan og hvítt að ofan. Hann raulaði við vinnu sína. Querol skipstjóri kom út úr káetunni og öskraði til hans: — Geturðu ekki beðið með þetta þangað til við komum út á sjó! É'g brosti ósjálfrátt. Allt var þetta svo kunnuglegt. Þeir komu auga á mig allir í einu. Colin strauk síða hárið frá augunum og stamaði: — Þetta er Ross. Sjáið þið, þetta er Ross! Mooney hoppaði jafn- fætis eins og barn, í gleði sinni, með pensilinn í annarri hend- inni og málningardósina í hinni. — Detta mér allar . . . ! Þetta er Ross! Querol þagði, en um varir hans breiddist breitt bros og það glampaði í augun. Grissom kom fram úr bjarghringnum, sem hann lá í, settist upp og geispaði. Grissom . . . ! Hjarta mitt barðist svo mér fannst það ætla að sprengja brjóstkassann. Og Querol hrópaði: — Jacky! Hún kom út úr stýrishúsinu, klædd í hvítar gallabuxur og ljósbláa skyrtu. Síða, ljósa hár- ið var strokið frá enninu og bundið um það bláu bandi. Að vísu mátti sjá að hún hafði gengið í gegnum ýmislegt, en yfir yndislegri ásjónunni var friður, einhver ró, sem ekki var þar áður. Hún brosti til mín. — Ross, sagði hún. — Vel- kominn um borð. Og í sömu andrá lá hún í faðmi mínum. Sögulok. <?> 30 VIKAN 12. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.