Vikan


Vikan - 23.03.1972, Síða 32

Vikan - 23.03.1972, Síða 32
LAND HINNA FÖGRU OG ANGURVÆRU AUGNA Um menningu og þjóSlíf á Indlandi Myndir og frásögn: Sigvaldi Hjálmarsson Tólf ára gömul Kerala-stúlka, en þær eru frægar fyrir fegurð. Ef menntaður Indverji væri beðinn að gera í stuttu máli grein fyrir kjarnanum úr menn- ingu lands síns mundi hann vafalaust nefna bókmenntirnar einar. Ef hann færi að minnast á dans, myndlist og tónlist mundi hann gera það á þann veg að vestrænum áheyrendum fýndist hann gera þessar list- greinar að eins konar hjálendu bókmenntanna. Bókmenntirnar eru einkum hetjusagnir, trúar- rit, heimspeki og jafnvel vís- indarit á forna vísu. Og í list- um er viðfangsefnið mikið til hið sama, en þar við bætist að hinn indverski dans er háþróað tjáningarform fyrir hugsun, því rheð dansi má auðveldlega segja sögu og láta í ljós skoðanir. Myndskreytingar mustera segja einnig helgisagnir og flytja beinan trúarlegan boðskap, og verður ekki betur séð en sinn eina lærdóm hafi fjöldinn hlot- ið með því að virða fyrir sér höggmyndir og horfa á trúar- aihafnir, þeir sem þess áttu þá kost. Löngunin til þess að gera sér grein fyrir stöðu mannsins í tilverunni og skýra eðli heims- ins hefur verið sterk frá önd- verðu í hinni indversku menn- ingu. Heimspekin er hennar að- all, og miðdepill heimspekinnar er viðleitni til sjálfsþekkingar. „Atmanam viddhi“ þekktu sjálfið. En hugmyndin um ein- ingu alls lífs er líka mikið áber- andi, og þaðan er komin ahimsa- kenningin, það að forðast að gera oðrum lífverúm nokkurt mein. Hinir fornu hugsuðir Ind- verja glímdu þó einnig við önn- ur viðfangsefni. Löngu fyrir Krist, jafnvel 500—1000 árum, voru þeir komnir lengra í ýms- um greinum æðri stærfræði en Grikkir komust nokkurn tíma. Þeir munu hafa lært mikið í stjörnufræði af Grikkjum, en héldu þar áfram sem Grikkir hurfu frá, og um 500 e.K. held- ur indverskur stjörnufræðingur því fram að jörðin snúist um möndul sinn; hann kom einnig með skýringar á sól- og tungl- myrkvun. Talið er nokkurn veginn ör- uggt að um 90% af fólkinu hafi fvrr á öldum ekkert af bókar- mennt vitað, en hin tiltölulega fámenr.a stétt lærðra manna átti að baki eldfornar hefðir. Öll hin fornu rit voru í ljóð- um, jafnvel stærðfræðiformúlur og vísindarit voru samin i bundnu máli. Og sanskrít, hið forna bókmál, skyldi borið fram með tóni. Tónað er með þrem- ur tónum og gilda strangar regl- ui um, hvaða tónn fellur á hvert atkvæði. Panditar eða sanskrit- fræðingar nútímans, segja þannig fram forna texta enn. Hin elztu indversku bók- menntaverk eru Vedaljóðin. Telur Radhakrishnan, fyrrver- andi forseti Indlands, í ritverki sínu um indverska heimseki að þau séu ekki yngri en frá 1500 f.K. Þessi ljóð urðu á nokkrum öldum, eða jafnvel á svo sem þúsund árum að þeim ritum, sem hafa hlotið nafnið Veda- bækur, en þeim fylgja hin svo nefndu og víðkunnu Uþanisjöd. Önnur rit, sem sterklega hafa orkað á indverska hugsun, eru hetjuljóðin: Rama Yana og Maha Baratha. Rama Yana greinir frá hinum hrausta og skyldurækna kon- ur.gi Rama og afrekum hans og drottningu hans Situ er var svo hrein að hún brenndi eldinn, þegar hún gekk á bál. Maha Baratha er talið lengst allra Ijóða. Aðalsöguhetjan er þar Sri Krishna. En kunnasti hluti þessa mikla ljóðabálks er Bhagavad Gita eða Hávamál Indíalands sem eru hvort tveggja í senn: hetjuljóð og eitt áhrifamesta trúarrit Indlands. Þessi rit geta að nokkru leyti talizt tilraun til að samlaga ar- íska hugsun þeim átrúnaði, sem fyrir var meðal almennings i landinu. Rit Búddhatrúarinnar höfðu djúp og varanleg áhrif á ind- verska menningu, bæði fyrir þær sakir, að mikill fjöldi fólks játaði Búddhatrú öldum saman, og þó ekki síður af hinu að Hindúisminn tók smátt og smátt kenningar Búddhadóms upp í nýju formi, og gætir þeirra einna mest i hinni svokölluðu yoga-heimspeki og i Vedant- ismanum sem mun vera þekkt- ust grein indverskrar hugsunar á Vesturlöndum. Vedantisminn er eiginlega endurnýjunarstefna þegar tekið er á ný að leita sanninda i hinum elztu ritum og endurmeta gildi þeirra, i Vedubókum og þó einkum up- anisjödunum. Stórvirkasti frumkvöðull Vedantismans var Shankara-charya, uppi um 600 e.K. En annars er Gautama Búddha. sem uppi var um 500 f.K., vafalaust sá af nafngreind- um andans mönnum úr ind- verskri sögu, er mestum alda- hvöi'fum hefur valdið i heim- inum. A hinum nýju indversku rrálum eru nú til orðnar mikl- ar bókmenntir, er á síðustu öld hafa orðið fyrir áhrifum af vestrænum bókmenntum. Þann- ig er farið að rita skáldsögur seint á siðustu öld. En hin forna skóldhefð rikir enn, og er ai'ðgreinanleg hjá frægasta skáldi Indverja á þessari öld, Rabin-Dranath Tagore. Indverjar hafa löngum fært rit sín í letur á pálmablöð, og er sú list ekki aldauða enn, því allt fram til síðustu aldamóta, 32 VIKAN 12.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.