Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 34
TEXTI: pAGUR ÞORLEIFSSON MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON - Það sem ég tel brýnast að gert yrði til úrbóta er að til hússins yrði ráðinn dramatúrg, maður sem hefði góða pekkingu á leikritsformi og gæti verið til aðstoðar við að vinna verk, sem berast og hann sæi að bógur væri í. - Vikan ræðir við Guðlaug Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra. að svara nokkrum forvitnis- spurningum um ævi sína og starf. — Ég er Vestfirðingur, hóf Guðlaugur máls, — fæddur og uppalinn á Tröð í Önundarfirði, þar sem faðir minn bjó. Ég ólst þar upp við þessi venjulegu sveitastörf, smalamennsku, hey- skap og svo framvegis. Svo fór ég á héraðsskólann á Núpi, sem var kominn í gang þegar ég var að alast upp. Þann garð gerði jséra Sigtryggur frægan. Þar var ég í tvo vetur, fór síðan í Kenn- araskólann og lauk þaðan prófi. — Er skólavistin hjá séra Sigtryggi þér ekki minnisstæð, sem fleirum? — Það var mjög ánægjulegt að vera á Núpi. Félagsandinn var sérstaklega góður og mikið var gert til þess að vekja áhuga nemenda á sem flestu, og ekki einungis því sem stóð í kennslu- bókunum. Þeir séra Sigtryggur og Björn Guðmundsson, annar aðalkennarinn, sem báðir höfðu verið erlendis, héldu oft fyrir- lestra um ýmis efni; þeir höfðu mikinn áhuga á ýmsum erlend- um málefnum og allskonar menningarmálum. Séra Sig- tryggur var ákaflega farsæll skólamaður. Hann var mjög snjall skipuleggjandi og stjórn- andi og rak skólann eins og 34 VIKAN 12. TBL. Þegar við litum inn á skrif- stofu Guðlaugs Rósinkranz í Þjóðleikhúsinu fyrsta marz síðastliðinn, hittist svo á að ein- mitt þann sama dag átti hann tuttugu og tveggja ára afmæli sem framkvæmdastjóri þeirrar stórvirðulegu stofnunar. Guð- laugur hefur, sem kunnugt er, veitt þessu höfuðmusteri ís- lenskrar leikmenningar for- stöðu allt frá stofnxm þess, ráð- ið mestu um stjórn og skipu- lagningu þess starfs, sem þar hefur verið leyst af hendi, og þannig átt drýgri þátt í mótun islenskrar leikhúsmenningar síðustu tvo áratugina en líklega nokkur annar maður. — Hann tók góðfúslega í þá bón okkar GuSlaugur Rósinkranz i skrifstotu sinni i P|oöleikhúsinu. stórt heimili. Hann var strang- ur, gætti þess vandlega að allt færi vel fram. Það var setið yfir okkur þegar við lásum und- ir tíma og svo vorum við látin hjálpa til við búreksturinn og heimilishaldið. Nauðsynjar til skólaheimilisins voru sóttar á bát á Þingeyri, og var það með- al verka okkar skólapiltanna að sjá um þessa aðdrætti. — Og svo lá leiðin í Kennara- skólann? — Já. Þaðan útskrifaðist ég 1935 og fór út til Svíþjóðar sama ár um haustið. Fyrst var ég á Tárna lýðháskóla skammt frá Uppsölum, aðallega til að læra málið. Það gekk ágætlega, enda hafði ég engin tækifæri til að tala íslensku þarna, innan um eintóma Svía. Haustið eftir fékk ég svo inn- göngu í Socialpolitiska Institut- et, sem var nýstofnaður skóli ætlaður tilvonandi opinberum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.