Vikan


Vikan - 23.03.1972, Side 35

Vikan - 23.03.1972, Side 35
ÞjóSleikhússtjéri og eiginkona hans ásamt dætrum þeirra tveimur á heimili þeirra aS Asvallagötu 58. Frá vinstri: Anna Maria, frú SigurTaúg Rósin- kranz, GuSlaug og GuSlaugur Rósinkranz. Á veggnum er frægt málverk eftir sænska listmálarann Cederström, og sýnir þaS hermenn Karls tólfta á heimleiS meS hann fallinn. starfsmönnum. Þar voru aðal- námsgreinar hagfræði og fé- lagsfræði, einkum fyrrnefnda námsgreinin. Samvinnusaga var þar einnig kennd, en samvinnu- hreyfingin var þá orðin það öfl- ug í landinu að bráðnauðsyn- legt þótti fyrir embættismenn | og starfsmenn ríkis og bæja að kunna nokkur skil á henni. Úr Iþessum skóla útskrifaðist ég 1929 og hélt næsta vetur áfram námi í sömu greinum í Háskól- anum í Stokkhólmi. — Varstu ekki orðinn tals- verður Svíi eftir allan þennan tíma hjá þeirri þjóð? —i Jújú. Mér fannst. þá eig- inlega að ég ætti engu síður heima í Svíþjóð en á íslandi. íslendingar voru þá fáir í Stokkhólmi; ég held við höfum ekki verið nema þrír þar við nám um þær mundir. — Hvað var efst á baugi í þjóðmálum Svía þá? — Það voru verkalýðsmálin. Hjalmar Branting var þá aðal- leiðtogi sósíaldemókrata og mjög umdeildur. Þá voru Vil- helm Moberg og Sven Stolpe að koma fram með sínar fyrstu bækur og auðvitað í uppreisn gegn eldri rithöfundunum, eins og venjan er með unga menn. Ungu rithöíundarnir skrifuðu mest um þá fátæku í þjóðfé- laginu, til dæmis tók Ivar Lo- Johansson fyrir kjör landbún- aðarverkamanna þeirra er á sænsku voru kallaðir statarar, en þeir voru nærri því ánauð- ugir og áttu við mjög slæm kjör að búa. Leikhúslífið var ekki síður 1 blóma en bók- menntirnar. Ég held ég hafi sótt svo að segja hverja einustu sýningu á Oscarteatern, meðan ég var í Stokkhólmi, en þgr var þá Gösta Ekmann einn aðal- leikarinn. Áhugi á leiklist var mikill og almennur, þannig komu nemendur í Socialpoli- tiska Institutet sér ásamt stúd- entum við háskólann upp leik- klúbb, og átti ég þátt í stofnun hans og rekstri. Sá klúbbur var nógu stórhuga til að taka Dramaten tvívegis á leigu til leiksýningar; í fyrra skiptið var sýnt „Hoppla wir leben“, eftir Ernst Toller. Aðsóknin var prýðileg og sýningin hlaut góða dóma. —< Hvenær komstu svo heim? —• 1930, og hóf þá störf sem kennari við Samvinnuskólann. Þá innleiddi ég þar, með sam- þykki skólastjóra, Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu, kennslu í sænsku í staðinn fyrir dönsku. Var það í fyrsta sinn, Sem sænskukennsla var tekin upp í skóla hér á landi. Mínar ástæð- ur voru þær að ég var hrifinn af sænskunni, fannst hún fall- egra mál en danskan, í öðru lagi er hún það Norðurlanda- mál sem flestir tala og þar að auki var ég þeirrar skoðunar, og er á því enn, að íslendingar eigi auðveldara með að læra sænsku en dönsku. íslenskan á fleira sameiginlegt með sænsk- unni og sænski framburðurinn er miklu auðveldari fyrir ís- lendinga. Sænskan var síðan kennd í Samvinnuskólanum alla tíð meðan hann var í Reykjavík. — Þú hefur þá verið náinn samstarfsmaður Jónasar næstu árin? — Já, alveg þangað til ég var skipaður þjóðleikhússtjóri. Ég var ritstjóri Samvinnunnar ásamt Jónasi, og skiptum við með okkur verkum þannig að Jónas skrifaði leiðarana en ég hitt. Svo var ég ráðinn yfir- kennari Samvinnuskólans og síðar varaskólastjórS, þar eð Jónas var önnum kafinn við Framhald á hls. 42. 12. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.