Vikan - 23.03.1972, Síða 51
stjóra. Útvarpsloftnet bílsins
^egndi hlutverki loftnets fyrir
.'cnditækið, svo að hvert orð,
•em sagt væri í bílnum, myndi
heyrast á skrifstofu FBI í Mi-
;imi og í villu Mackles.
Lögreglan á staðnum fékk
ekkert að vita um afhendingu
iausnargjaldsins. FBI ætlaði sér
allan, heiðurinn af þessari að-
gerð.
Klukkan varð níu um kvöld-
ið. tíu, ellefu. Ennþá um mið-
nætti hafði enginn hringt.
Robert Mackle sagði við Vess-
eis: — Billy, ég veit þeir hafa
drepið hana.
Fimm mínútur yfir tólf
hringdi síminn. Það var einhver
,.gamansöm“ manneskja í Hot
Springs í Arkansas. Skömmu
síðar hringdi önnur ,,fyndin“
persóna.
Þegar klukkuna vantaði
þrettán mínútur í fjögur,
hringdi siminn enn einu sinni.
Eftir þriðju hringinguna lyfti
Robert Mackle símtólinu.
Schroder leynilögreglumaður
setti á sig heyrnartækin, sem
ifctt höfðu verið í samband við
símtóiið.
— Robért Mackle?
— Já.
— Þér keyrið eftir Bird Road
til Tuttugasta og sjöunda stræt-
is. Bevgið til hægri . . . Köld,
blæbrigðalaus rödd ræningjans
gaf nákvæm fyrirmæli. — Hald-
ið áfram eftir Fair Isle Street
til hægri til víkurinnar. .Þér
komið þá að múr. Ef þér lítið
yfir múrinn niður á brúna, sjá-
ið þér hvitt ljós, sem blikkar.
I. eggið peningana varlega í
kistuna og lokið henni. Snúið
rtðan og gkið á brott. Skiljið
þór?
— Já, svaraði Robert Mackle.
— Er . . . er allt í lagi með Bar-
böru?
— Jújú, hún er í engri hættu.
FBI hafði beðið Mackle að
: eyna að lengja samtalið svo
að hægt væri að þefa uppi sím-
ann. sem ræninginn hringdi frá.
En ræninginn lagði á að svo
mæltu.
Robert Mackle ók einn af
ílað í stóra Lincoln-bílnum.
Hann var alveg hvítklæddur.
I baksæti bílsins lá taskan með
peningunum. Alllangt á eftir
fói' bíll með tveimur mönnum
frá FBI. FBI hafði heilan tug
. I.íla til taks á Miami-svæðinu,
en aðeins tveir fengu að elta
Mackle. Á leiðinni til Fair Isle
lalaði hann stöðugt i hijóðnem-
&nn. Hann var ekki viss um
hvað brúna, sem ræninginn
liafði minnzt á, var að finna,
f.-vo að hann beygði á röngum
stað. En smámsaman uppgötv-
aði hann mistök sín, en dágóð
stund leið unz hann kom auga
á tvo fiskimenn, sem hann gat
spurt um hvort brú væri í ná-
grenninu.
— Jújú, sögðu þeir og bentu
i suður.
Mackie sneri og ók tilbaka.
Hann vissi að nú hafði hann
ekki margar mínútur til stefnu.
Það var dimmt og erfitt að lesa
hvíta bókstafina á grænu götu-
skiltunum. Við Crystal Court
beygði hann til hægri, eins og
ræninginn hafði mælt fyrir. En
þar var engin brú og hann sá
engin ljósmerki!
Hann hélt áfram í norður og
sá þá í skininu frá bílljósunum
múrvegg, sem lokaði götunni.
En hann sá enga brú. Hvar var
hún? Hann varð að vera fljót-
ur að finna hana! Tíminn var
næstum útrunninn. Ræninginn
hafði hótað að Barbara yrði
skilin eftir til að deyja, ef pen-
íngarnir yrðu ekki á tilsettum
stað á tilsettum tíma.
Hann hrópaði í örvæntingu i
íalda hljóðnemann: — Ég finn
ekki staðinn! Ég finn hann
ekki! Einhver verður að koma
og hjálpa mér!
Billy Vessels, sem var i tóm-
stundaherberginu í villunni.
heyrði til hans. Hann tók með
sér mann frá FBI og rauk af
stað í kádilják.
Hann hægði ferðina á gatna-
mótum South Bayshore Drive
og Fair Isle Street. Skömmu
. ríðar mættu þeir bíl, sem ekið
var á mikilli ferð norður eftir.
Vessels þekkti þar hvíta Lin-
colninn Mackles. Hann ók alveg
að honum og hemlaði beint fyr-
ir framan hann. Vessels hljóp
fíðan út úr kádiljáknum og
henti sér inn í baksæti hvíta
bílsins.
— Aktu! sagði hann.
— Ég finn ekki staðinn,
Billy! Ég hef eyðilagt alltsam-
an! Vessels lá á gólfinu milli
sætanna og gaf stuttörð fyrir-
mæli. — Beygðu hérna! Það er
hér!
Þeir óku hægt austur eftir
Fair Isle Street, sem mjókkaði
milli tveggja húsa unz múr-
veggur lokaði því. En jafnvel
ekki í skininu frá bílljósunum
gátu þeir séð nokkra brú.
Robert Mackle hemlaði met-
er frá múrnum. Háir múrvegg-
ii á báðar hendur gerðu honum
ómögulegt að sriúa þar. Hann
yrði að bakka í burtu.
— En Billy, ég var hér áðan!
hrópaði Mackle.
— Þetta er samt staðurinn!
Taktu töskufjandann! Skildu
Pér lærió nýtt tungumál á 60 tímum!
Linguaphone
lykillinn aó nýjum heimi
Tungumálonámtheið á hljámplötum
eðo segulböndum:
ENSKA. ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA.
PORTUGALSKA, ITALSKA. DANSKA.
/ SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA.
RUSSNESKA, GRlSKA. JAPANSKA o. fl.
Vcrð adcins hr. 4.500-
AFBORGUNARSKILM’ALAR
Hljódfccrahús Reyhjauíhur
laugauegi 96 simi: I 36 56
LÆKJARTORGl
MYNDAVELIN SEM FLEIRI OG FLEIRI
TAKA EFTIR.
LÍTIÐ INN OG SKOÐIÐ,
EÐA SKRIFIÐ EFTIR MYNDALISTA
AUSTURSTRÆTI
12. TBL. VIKAN 51