Vikan


Vikan - 06.04.1972, Qupperneq 8

Vikan - 06.04.1972, Qupperneq 8
TÖKUBARN RAUÐA HERSINS Af snjáSri mynd í blaði þekkti móSir son sinn, sem hún hafSi misst af fyrir tuttugu og sjö árum. Það var í maí 1945. Endalaus lest flóttafólks þokaðist eftir þjóðveginum í námunda við Dresden. Fólk með töskur, koffort og bakpoka. Fólk á reiðhjólum og hestvögnum, fólk með barnavagna. Meðal flóttafólksins var kona með börn sín fjögur. Hermanns- ekkjan Dorothea Etzrodt hafði yfirgefið heimaborg sína Dres- den, sem skömmu áður hafði verið nærri algerlega eyðilögð í hroðalegustu loftárás heims- styrjaldarinnar, í von um að geta einhversstaðar í nágrenni borgarinnar fengið vinnu, hús- næði og aðstöðu til að sjá börn- um sínum farborða. Nú arkaði hún þarna áfram í flóttalest- inni ásamt börnunum, sem hétu Ingrid, Gisela, Gúnter og Klaus. Eitt sinn þegar hún leit upp, sá hún yngsta barnið, Klaus fimm ára, sitjandi á einu öku- tækinu. Bóndakona ein hafði aumkvast yfir dauðuppgefinn drenginn og lyft honum upp á kerru sína. Allt í einu féll önnur telpan í yfirlið af ofþreytu. Meðan móðirin var að stumra yfir henni á vegarjaðrinum, gat hún eðlilega ekki haft auga með drengnum á kerrunni; og þegar telpan loksins raknaði við, sást hann hvergi. Móðirin skimaði um og spurði alla sem hún náði til eftir drengnum, en allir hristu höfuðið. Klaus litli var horfinn. Siðar sneri móðir hans sér til Rauða krossins og baðst hjálpar til að hafa upp á hon- um, en ekki heldur það bar neinn árangur. Tuttugu og sjö ár liðu þang- að til frú Etzrodt fann dreng- inn sinn aftur. Klaus Etzrodt var fimm ára, þegar hann varð viðskila við móður sína á þjóðvegi, þar sem krökkt var af flóttafólki. Sovézkur liðsforingi fann hann og klæðskeri herdeildarinnar saumaði á hann einkennisbúning. Tuttugu og sjö árum síðar þekkti móðir hans hann af þessari mynd í blaði. 8 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.