Vikan


Vikan - 06.04.1972, Qupperneq 13

Vikan - 06.04.1972, Qupperneq 13
TEIKNING SIGURÞÓR JAKOBSSON sögurnar. Þegar ekkerl er ettir ann- að en minningarnar, gætir maður þeirra og vekur þær upp með mestu varúð. Ég hugsaði um það litillega, þegar ég gekk í þjónustu ykkar, að einlivern tíma kæmi ég með ykkur þangað, sem ætt mín hjó fyrrum. Ég liefði viljað fara með ykkur til allra staða frekar.“ Það varð þögn, þegar hún hafði lokið máli sinu, og þá bryddaði harónessan upp á umræðuefni, sem ekki var eins viðkvæmt og ættarsög- ur. En seihna þegar gamla kennslu- konan var gengin hljóðlega burt á vit skylduverka sinna, upphófust raddir háðs og vantrúar. „Þetta er ósvífni,“ hreytti barón- inn út úr sér, og svipurinn i útstæð- um augum hans lýsti hneykslun, ,,að hugsa sér að konan skuli tala svona yfir okkar borðum. Hún sagði næstum, að við værum ekki neitt, og ég trúi ekki einu orði af þessu. Hún er hara Schmidt og ekkert meir. Hún liefur verið að tala við ein- hverja bændur um gömlu Cerno- gratzfjölskylduna og ryfjað upp sögur þeirra og sagnir.“ „Hún vill upphefja sjálfa sig,“ sagði barón- essan, „hún veit, að hún verður hráðlega atvinnulaus, og hún reyn- ir að vekja meðaumkun okkar. Afi hennar, — einmitt það!“ Barónessan átti þennan venju- lega fjölda afa, en hún gortaði al- drei nokkurn tíma af þeim. „Ég þori að segja, að afi hennar hafi verið húrstrákur eða eitthvað því- líkt, í kastalanum,“ flissaði barón- inn, „sá liluti sögunnar kann að vera sannur.“ Kaupmaðurinn frá Hamborg sagði ekkert. Hann liafði séð tár í augum gömlu konunnar, þegar hún talaði um að varðveita minningarnar, — eða þar sem hann var andlega sinn- aður, hélt hann það. „Ég skal segja henni að fara um leið og nýársfagn- aðurinn er úti,“ sagði barónessan, „þangað til kemst ég ekki af án hennar sökum anna.“ En hún varð að bjargast við án hennar, því að í nístandi kuldunum eftir jólin, varð gamla kennslukon- an veik og lagðist. „Mjög ergilegt,“ sagði baróness- an, þegar gestir hennar sátu um- hverfis eldinn, eitt síðasta kvöld liins deyjandi árs. „Allan timann, sem hún hefur verið hjá okkur get ég ekki munað, að hún hafi nokkru sinni verið veik, ég meina, of veik til þess að vera á kreiki og gegna skyldustörfum sínum. Og nú þegar ég hef fullt hús af gestum, og hún hefði getað gert ýmislegt að gagnj, þá bregzt hún. Maður kennir atíð- vitað i brjósti um hana, hún er vis- in og skorpin, en það er ákaflega ergilegt engu að siður.“ „Mjög ergi- legt,“ samþykkti kona bankastjór- ans með samúð. „Það er þessi af- skaplegi kuldi, sem knésetur gamla fólkið, geri ég ráð fyrir. Það liefur verið óvenjukalt í ár.“ „Frostið er það mesta, sem vitað er um i mörg ár,“ sagði barónessan, „ég vildi, að ég hefði látið hana fara fyrir nokkr- um vikum, þá hefði hún verið farin áður én þetta kom fyrir hana. Wappi, hvað er að þér! ! ?“ Litli loðni kjölturakkinn hafði stokkið í skyndi af sessu sinni, og skriðið skjálfandi niður legubekk- inn. 1 sama rnund heyrðist æðis- legt gelt frá hundunum niðri í kast- alagarðinum, og aðrir hundar heyrðust gjamma í fjarlægð. „Hvað Framhald á bls. 39. 14. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.