Vikan


Vikan - 08.06.1972, Side 13

Vikan - 08.06.1972, Side 13
held nú, að. .. 1 sjö löng ár hef ég eldað matinn hans og annazt húsverkin, hélt hún áfram eftir nokkra þögn, — og nú veit ég ekkert, hvað ég á af mér að gera. Það er erfitt að fara að leita sér atvinnu á minum aldri. — Hvað það snertir, sagði Merlin og fleygði til min vindli yfir gólfið þvert, — hvað það snertir. frú Finch, þá held ég, að ég geti njálpað yður. — Ó, herra Merlin, bara ef þér gætuð það. .. — Það get ég. sagði Merlin. — Þér skuluð engar áhyggjur hafa út af þvi.. En nú vil ég, að þér segið mér eitthvað um hann hr. Home. t fyrsta lagi, hvernig hann fór að heiman. — Hann fór fyrir þremur dögum, sagði hún. — Þá átti ég enn fri seinnipartinn. En þá var langt um liðið frá þessu með gasið, svo að mér datt það ekki einusinni i húg, þegar ég fór frá honum. — Þegar ég kom aftur, var hann farinn. Einu sinni áður hafði hann verið að heiman heila nótt...einu sinni á sjö árum..svo að ég reyndi að gera mér engar áhyggjur af þessu. En næsta morgun, þegar hann var enn ekki kominn, varð ég virkilega hrædd — svona ein mins liðs og ekkert annað um að hugsa. — Eg setti þvi upp hatt og fór að hitta hr. Vennant, af þvi að hann er svo mikill vinur Homes, alveg eins og Home er mikill vinur hans. — Og hr. Vennant sagðist skyldu finna hann, ef hann á annað borð væri lifandi, en gæti hann það ekki, skyldi hann fara i lögregluna. En ég er bara alveg viss um, að veslings maðurinn hefur framið sjálfsmorð. — Tók hann nokkuð með sér? — Ekki nokkra spjör, sagði frú Finch. — Hann hafði' farið SPENNANDI SAKAMÁLASAGA EFTIR CLIVE BURNLEY - Ég er farinn að nálgast þetta, sagði Merlin. - Ég er búinn að sjá, hvernig þetta hefur verið gert og það af fjand- ans mikilli kunnáttu. En ég sé ekki enn hversvegna ... gegnum alla pappirana i "herberginu sinu og rifið sumt af þeim i tætlur. Stóra myndin af föður hans, sem áður hékk yfir rúminu hans hafði verið tekin niður og lögð á skrifborðið hans. — Hann tók ekki einusinni með sér hatt eða frakka. Ég hef farið gegn um fötin hans, og ég kann alveg utanbókar, hvað hann átti af fötum. Hann hlýtur að hafa farið i gráu fötunum sinum og engu öðru. — Já, vist litur þetta út eins og sjálfsmorð, sagði ég. En þó er ég dálitið hissa á þvi.... Home virtist svo rólegur og ánægður maður. — Maður veit nú aldrei hverju fram fer i huga fólks, sagði frú' Finch með spekingssvip. — Vel á minnzt, frú Finch, sagði Merlin. — Hvaðhafði Home sér helzt til afþreyingar? Hvernig skemmti hann sér? — Skemmtanirnar hjá honum voru nú hvorki margar né stórar. En ég held, að hann hafi að mestu látið sér nægja bók og svo pipuna sina. Annars fór hann oft að finna hr. Vennant. Þeir voru gamlir félagar úr skólanum, þarna yfir i Onnuþorpi. Stundum fór hann til þorpsins i bió, en þó ekki oftar en tvisvareða þrisvar á ári. Og ekki var hann neitt i veðmálum, en þó held ég- hann hafi eitthvað borið það við á Derbyhlaupunum. Og aldrei drakk hann, svo að orð væri á gerandi, eins og sumir. Hann var yfirleitt rólegasti maður, sem hægt var að hugsa sér. — Ég skil, sagði Merlin. En hvernig var hann svo heima fyrir? Fannst yður hann vera fullkomlega eðlilegur, eða hafði hann einhverjar einkennilegar venjur? — Já, hann var að sumu leyti einkennilegur, eins og flestir aðrir, svaraði hún dauflega. Það var nú þetta með svefnherbergið og æfingarnar hans. Hann var afskaplega vandlátur i sambandi við svefnherbergið. — Hvað eigiö þér við með þvi? — Jn, sjáið þér, ég reyndi nú alltaf að gera honum allt til geðs. Og einusinni spurði ég, hvort ég ætti ekki að færa honum tebolla i rúmið á morgnana. Ég velgi mér alltaf tesopa meðan ég er að taka til og leggja i ofnana, svo að þetta hefði ekki verið nein aukafyrirhöfn. — En það vildi hann ekki heyra nefnt. Hann sagði, að ég ætti aldrei að fara inn i svefnherbergið, þegar hann væri þar inni. Og mér þótti fyrir þessu, þvi að það er nú aldrei að vita, hvað fólk kann að hugsa... — En svo kom það einusinni fyrir, að ég fór inn meðan hann var þar inni. Hann var seinn á fætur þennan dag og ég hélt, að hann væri farinn niður fyrir löngu. Ég fór þangað inn til að viðra rúmið, áður en ég bæri inn morgunmatinn. — Hann stóð við rúmstokkinn á náttfötunum. Hann æpti til min að snáfa út, og þegar hann kom niður, húðskammaði hann mig. Já, hann var i verulegum æsingi! En ég var nú ekki skaplaus heldurogsagðiupp. Þá bað hann mig fyrirgefningar. En hann sagði, eins og satt var, að þetta • væri sérvizka i sér, og framvegis yrði ég að vera viss um, að hann væri íarinn út, áður en ég færi inn. Og eftir þetta held ég, að hann hafi alltaf aflæst að sér. Merlin spurði: — Þegar þér komuð þarna inn, tókuð þér eftir nokkru einkennilegu, annaðhvort á herberginu eða á Home sjálfum? — Néi, það get ég varla ságt. Hann stóð þarna bara. Herbergið var eins og það var vant. En ég man eftir, að mér datt i hug, hvernig fötin gætu breytt manninum, af þvi að hann virtist svo miklu grennri i náttfötunum. En ég sá ekkert .nenjulegt. — Þér voruð að tala um æfingarnar hans, frú Finch. Hverjar voru þær? Hún gat ekki stillt sig um að fara að skrikja.. —Þetta voru nú ekki neinar almennilegar æfingar, sagði hún. -v En hann hafði áhyggjur af holdafarinu sinu, held ég. Og hann gerði ekki annað en stika fram og aftur i svefnherberginu, áður en hann kom niður á morgnana. — Herbergið hans er hérna beint uppi yfir okkur. Og oft, þegar ég var að þurrka af, heyrði ég hann ganga fram og aftur i herberginu uppi yfir mér...að minnsta kosti i stundarfjórðung. Merlin púaði út úr sér reykjarmekki. — Þér hafið auðvitað verið viss um, að það - hafi verið Home en ekki einhver annar, sem var að stika fram og aftur upþi yfir yður? Konan vissi ekki, hvaðan á hana stóð veðrið. — Já, hver annar hefði það getað verið? Það var engin sála i húsinu nema við tvö. — Já, þá hafið þér auðvitað haldjð það vera hann. En jafnvel þótt þér hefðuð ekki vitað það, þá hefðuð þér getað þekkt það af heltinni. Þér munið, að hann haltraði talsvert...svona!, Og Merlin gekk vfir þvert gólfið og dró á eftir sér vinstra fótinn. — Ja-á, sagði ráðskonan — Liklega. Já, vitanlega. En Merlin fann strax, að hún var eitthvað efablandin. — Hugsið yður vel um, frú Finch, sagði hann. — Hugleiðið þetta vandlega! Hér eruð þér að þurrka af og kynda upp. Og þér heyrið fótatak upp yfir yður...fram og aftur...fram og 23.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.