Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 20
Mér var það óhugnanlega Ijóst að allt væri breytt, ekkert yrði framar eins og áður var... Hann hafði þá verið að draga dár að mér, skemmt sér vel yfir einfeldni minni, hlegið að litlu kennslukonunni. Ég varð svo fjúkandi vond að mig svim- aði, svo ég varð að líta niður fyrir tærnar á mér. Þegar ég leit upp var hann að hneigja sig fyrir Natösju og kyssa á hönd hennar. Hún stóð graf- kyrr og hrokafull og ég hafði á tilfinningunni að ef hún hefði þorað, þá hefði hún gefið hon- um utan undir. Marya hjálpaði gömlu kon- unni að setjast og fólkið þyrpt- ist í kringum hana til að heilsa henni. Andrei leit í kringum sig, þangað til hann horfði beint í augu mín og lyfti hönd- inni til kveðju og brosti stríðn- islega. Hann var ekki það minnsta skömmustulegur og ég brann í skinninu eftir því að 20 VIKAN 23.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.