Vikan


Vikan - 08.06.1972, Síða 39

Vikan - 08.06.1972, Síða 39
— Já, hlerinn! sagði hún. — Hann liggur bara að ofurlitlu háalofti uppi i mæni. Hann hefur aldrei verið opnaður alla þá stund, sem ég hef verið hér. Þarna var alltaf læst og hvorugt okkar hafði neinn lykil, að þvi er ég bezt veit. Hann hefur verið til einhverntima, en aldrei notaður, svo að hann hefur sjálfsagt týnzt. Ég fór og sagði Merlin þetta. — Það er nú sama, sagði hann og hringsólaði undir hleranum. — Það er nú alveg sama. Ég býst ekki við að finna neitt þarna, en ég fyrirgef aldrei sjálfum mér, ef ég gái ekki að þvi. Maður verður að vera nákvæmur ef maður ætlar að finna jafnvel stærstu nál i minnstu heysátu. Hann klifraði upp á ha'ndriðið aftur og tók að berja bylmingshögg á hlerann. Hann lét ofurlitið undan. Loksins stökk Merlin niður aftur úr þessari óþægilegu stellingu og blæddi ofurlitið úr hnúanum á honum. — Reynið þér, Murray, sagði hann. Ég klifraði upp. Hlerinn hafði losnað það mikið, að hann lét auðveldlega undan. — Farið þér nú þarna inn og segið mér, hvað þér sjáið. Ég fór inn, kveikti á eldspýtu og sagðif — Hér er ekkert. Þarna var ekkert annað en bitar og köngulóarvefir og þýkkt illþefjandi ryklag á öllu gólfinu. En Merlin var ekki ánægður með þetta. Hann klifraði sjálfur upp og kom aftur brosandi, svo að ég hafði hann grunaðan um að hafa orðið einhvers visari. Við þvoðum af okkur rykið, fundum frú Finch — og Merlin sagði henni, að hún skyldi bráðum heyra frá sér — og siðan lögðum við af stað til Marland. — Ég er farinn að nálgast þetta, sagði Merlin. — Ég er búinn að sjá, hvernig þetta hefur verið gert og það af fjandans mikilli kunnáttu. En ég sé ekki enn hversvegna. Það gerðist næstum fjórum mánuðum siðar. Frú Vennánt og March, hestahirðirinn á bænum, skýrðu siðar i framburði sinum frá þvi, sem gat leitt i ljós nákvæmlega, hvernig þetta gekk til. Vennant fór að heiman frá sér klukkan tiu á fimmtudagsmorgun áleiðis til markaðarins i önnuþorpi. March kom með þann rauða söðlaðan, inn i húsagarðinn og svo reið Vennant yfir akrana og inn i skóginn. Kona hans bjóst við honum upp úr klukkan eitt um nóttina. En hann kom ekki aftur. A föstudagsmorgun klukkan hálfsex kom March heim á bæinn. Þegar hann nálgaðist, sá hann, að hestur var i húsagarðinum að éta úr heylön. Hann hélt fyrst, að einhver hesturinn hefði sloppið út úr hesthúsinu um nóttina, en brátt sá hann, að þetta var sá rauði hans Vennants og með hnakknum á. Enda þótt hann yrði dálitið hissa á þessu afþvi Vennant var svo nákvæmur með hestinn sinn og lét hann alltaf inn þegar hann kom heim, þá gerði hann sér samt enga verulega rellu út af þessu, en hélt bara, að húsbóndinn hefði haft meira i kollinum en vandi var til, þegar svona stóð á. Og þegar hann hafði . hýst hestinn, hugsaði hann, sannast að segja ekkert frekar um þetta, fyrr en frú Vennant kom til hans um klukkan hálfsjö og spurði hann um manninn sinn. Samt var hún fyrir sitt leyti ekki ýkja hrædd, þvi að það var alls ekki neitt óalgengt, að Vennant væri svona að heiman án þess að nefna það við hana fyrirfram. En þegar March sagði henni, að hesturinn hefði verið kominn heim klukkan hálfsex og kannski löngu fyrr, varð henni ljóst, að eitthvað var ekki i lagi, og loks komst hún að þeirri niðurstöðu, að Vennant hefði verið drukkinn og dottið af baki. Hún sendi þvi March af stað á þeim rauða, eftir stignum inn i skóginn. Hann sá ekkertfyrr en hann var á leið upp brekkuna að þéttasta skóginum. Og þegar hann var kominn framhjá skóghöggvarakofanum, sá hann Vennant. Hánn sá hann fyrst, þegar hesturinn var á leið upp brekkuna, og hann virtist standa uppi á brekkubrún, hreifingarlaus og óeðlilega hávaxinn, með höfuðið út á hlið, svo að hakan hvildi næstum á hægri öxl. March æpti upp, en Vennant hvorkihreyfðisig né gaf til kynna að hann hefði heyrt til hans. Og siðan, þegar hesturinn var kominn alla leið upp á brekkuna, sást upp yfir brúnina. En fæturnir á Vennant fylgdu ekki brekkubrúninni. Raunverulega héngu þeir i tveggja feta hæð frá jörðu. Og þá sá March lika snöruna, sem var um háls húsbónda hans, og hinn endinn ramlega bundinn við grein á eikitrénu. March fór að við likið eins og venja er til, og skar það niður með skeiðahnif, sem hann bar við belti sér. En Vennant var búinn að vera dauður i nokkra klukkutima. Við réttarhaldið kom fram ýmislegt ógeðslegt i sambandi við markaðsferðir Vennants. Það var næstum aumkunarvert að athuga mismuninn á Flóru Hennage, sem Vennant hafði dvalið hjá siðustu stundirnar — hún var máluð, frekjuleg og Stidenta- mwRdatðkur Allar mynda- tökur PANTIÐ TfMA Studíó GUDMUNDAR Garöastræti 2 — sími 20900 Frá Últímu Vér höfum aldrei haft meira og fallegra úrval af íslenzkum gluggatjöldum en nú. Aðal kostir þeirra eru: Þau eru fjaðurmögnuð. Þau hanga fallega Þau endast riijög vel og verða jafnvel fallegri eftir hverja þurr- hreinsun. Giuggatjöidin fást í verzlun vorri á annarri hæð í Kjörgarði. 23. 1 BL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.