Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 7

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI HÚS HRYNUR Kæri þáttur! Mig dreymdi að ég, ásamt einni vinkonu minni og þrem vinum, sæti í herberginu mínu og vorum við öll að drekka. Allt í einu kom mikill jarðskjálfti. Mér varð litið út um gluggann og sá þá ekkert nema glerbrot, sem sáldruðust niður á götuna. Við tókum öll á rás til útidyranna og ætl- uðum út en þær höfðu þá á einhvern hátt festst svo að við gátum ekki opnað þær. Þá ætluðum við upp á loft og biðja konuna, sem býr þar að leyfa okkur að fara út um gluggann, en hún hleypti okkur ekki inn. Við fórum þá niður aftur og brutum eld- húsgluggann til þess að komast út. Þar skriðum við svo öll út, nema vinkona mín. Við hin hlupum yfir götuna og sáum húsið hrynja baðan. Eftir stutta stund rís vinkona mín alheil upp úr rústun- um og ssgir að allt sé í lagi. Við skyldum bara taka stærstu steinana í burtu og halda áfram að drekka. Virðingarfyllst. Ásta. Þessi draumur er ekki fyrir eins miklum stórtíðindum og kann að virðast í fljótu bragði. Það að þið skuluð sitja yfir glasi dregur mikið úr hinum annars slæmu fyrirboð- um jarðskjálftans. Þú og vinir þínir lendið þó í einhverjum vanda sameiginlega. Viðbrögð vinkonu þinnar við hruni hússirs benda til þess að hún sé sú eina ykkar sem er fær um að mæta honum og hún verður ykkur hinum mikill styrkur, þegar þar að kemur. KRISTUR Komdu sæll draumráðningamaður! Ég er búin að segja fjölda fólks draum, sem mig dreymdi, en enginn hefur getað ráðið hann svo að ég sný mér til þín. Mig dreymir oft margt skrýtið, en oftast kemur það fram strax daginn eftir. Það hefur þessi draumur ekki gert svo að ég er mjög forvitin að vita hvað hann merkir. Ég var í dökkum síðum kufli, líkum búningi kaþólskrar nunnu og með litla Biblíu i höndunum, sem ég þrýsti fast að brjósti mér. Ég stóð í endanum á löngum og dimmum gangi, en í hinum enda hans vinstra megin var lítið her- bergi og streymdi birta úr því fram á ganginn. Ég gekk hægt inn ganginn og inn í herbergið. Á miðju gólfinu var líkkista og í henni lá Kristur með hendurnar í kross á brjóstinu. Ég krýp við kistuna og signi yfir hann. Þarna var eins og draumurinn rofnaði skyndilega, en byrjaði nær samstundis aftur. Þá lá ég í þessari sömu lík- kistu með hendurnar í kross ó brjóstinu. Þá sé ég hvar Kristur kemur inn með Biblíuna, nákvæmlega eins og ég hafði gert. Hann gekk að kistunni, kraup við hliðina á mér og signdi yfir mig. Draumurinn varð ekki lengri. Hildur. Þú segir í bréfinu, sem fylgir draumnum að þú lifir af- skaplega einmanalegu og leiðinlegu lífi. Þú getur huggað þig við það, að svo verður ekki um alla framtíð, því að þú átt eftir að ganga í mjög farsælt hjónaband. Maðurinn þinn tilvonandi verður á einhvem hátt óvenjulegur. Senni- lega verður hann vel þekktur fyrir einhver andleg afrek. STEYPIBAÐ I BRÚÐKAUPSKLÆÐUM Kæri draumráðandi! Mig langar mjög mikið að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem liggur mér þungt á hjarta. Ég er nærri full- viss um að hann boðar eitthvað ókomið. Mér fannst tvær manneskjur, piltur og stúlka, sitja ein í herbergi. Þau voru greinilega ástfangin og gagnkvæmur skilningur skein úr svip þeirra. Þó að stúlkan væri ólík mér í útliti, fannst mér það vera ég. Fætur stúlkunnar voru huldir undir teppi, en allt í einu kom annar fóturinn fram undan því og var hann mjög óhreinn. Hún varð hrædd um að strákurinn færi frá sér, þegar hann sæi hvað hún væri sóðaleg. En hann brást mjög vel við og fór að hjálpa henni að þvo fæturna. Strax á eftir fannst mér þau vera gift. Hún var með sér- staklega fallegt brúðarslör og í síðum, hvítum kjól. Allt í einu voru þau komin í steypibað í brúðkaupsklæðunum og mér fannst vatnið og allt í kringum þau glitra af hrein- leika og fegurð. Ég vona að þú ráðir þennan draum fyrir mig. Kær kveðja. Villa. Þessi draumur er ekki fyrir neinu, sem skiptir sköpum í lífi þínu. Þú færð liklega óvænta kauphækkun. Það gæti verið að þú ynnir í happdrætti, en ekki stóran vinning. DREYMDI FYRIR HAMFÖRUNUM Kæri þáttur! Mig dreymdi þennan draum viku áður en gosið í Heima- ey hófst. Þá sagði ég mörgum frá honum og hef ég því oft verið minnt á hann síðan. Mér fannst ég vera stödd hjá systur minni, sem bjó við Urðarveg í Vestmannaeyjum. Húsin voru horfin en allt var þakið trjám á stóru svæði, sem nú er allt komið undir hraun. Allt í einu hurfu trén en mér sýndist staðurinn, sem áður var skógi vaxinn, nú vera ein mosaþemba. Ég sá mjög drukkinn mann koma gangandi. Hann henti frá sér logandi sígarettu og fór þá að rjúka úr mosanum. Mér fannst ég segja við systur mína að karlfíflið hafi hent sígarettu í mosann án þess að hirða um að slökkva í henni. Við systurnar gengum þá út að glugga til þess að sjá hverju fram yndi og sáum þá eldrauða rák á austurhimn- inum. Lengri varð draumurinn ekki. Hulda Sigurðardóttir. Við þökkum þér kærlega fyrir bréfið, Hulda, og okkur þætti gaman, ef systir þín sendi okkur drauminn, sem þú minnist á að hana hafi dreymt. ANAMAÐKAR Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig þennan draum. Mér þótti ég vera á gangi úti á götu og mér fannst mal- bikið vera hárautt. Ég sá borð, sem einnig var hárautt, ut- an við götuna. Búið var að reka nokkra nagla í það, ég man ekki hve marga, og á hverjum þeirra hékk ánamaðk- ur. Ég tók hvern maðkinn á fætur öðrum og handfjatlaði þá. Skyndilega fékk ég viðbjóð á þeim og henti þeim. Þá kom maður, sem ég vissi ekki hver var og beygði sig eftir möðkunum. Hann tók þá upp og fleygði þeim í andlitið á mér. Mér bauð svo við þessu að ég rak upp vein, sem ég vaknaði við. Með fyrirfram þakklæti. Helga. Þessi draumur boðar þér nokkurt mótlæti. Hinn draum- urinn, sem við birtum ekki, staðfestir það. Trúlegast er að þú verðir fyrir illu umtali, sem þú átt ekki skilið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.