Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 28

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 28
„EG HEFÐI ALDREI SKRIFAÐ ORD, EF ÉG ÞYRFTI NÆÐI TIL ÞESS" Spjallað við Ásu Sólveigu, sem samið hefur leikrit fyrir útvarp og sjónvarp. Texti: Kristin Halldórsdóttir Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson. — Ég hef oft veriö spurö að þvi, af hverju ég skrifi. Ég hitti einu sinni mann, sem vinnur Við leikhúsmáí. Og hann spurði mig að þvi grafalvarlegur, hvernig á þvi stæði, að húsmóðir, sem þekkti ekki leikara og umgengist ekki leikhúsfólk eða rithöfunda, settist niður og færi að skrifa leikrit. Ég kom náttúrlega af fjöllum, ég hef alls ekki velt þvi fyrir mér, af hverju ég geri þetta, og mér finnst það ekki beint skipta máli. Mér finnst það bara gaman, og ég læt það eftir mér. Þessu svaraði Ása Sólveig, þegar ég spurði hana, hvað hefði oröið til þess, að hún fór að skrifa leikritT En eins og margir vita, hafa tvö leikrit eftir hana nýlega birzt almenningi, „Svartur sólargeisli” i sjónvarpinu fyrir rúmu ári og „Gunna” i útvarpinu i vetur. Verk hennar vöktu at- hygli, og einkum það siöarnefnda fékk góöa dóma gagnrýnenda og almennings. Það er vel trúlegt, að viö fáum meira frá Asu Sólveigu aö heyra I framtiðinni, og þess vegna datt okkur i hug að kynnast þessari konu betur. Hún býr i Kópavogi með manni sinum, Jóni Eldon Logasyni, sem er múrari að atvinnu, og þremur börnum, Þór Eldon, lOára, Sif Eldon, 9 ára og Ara Eldon, þriggja ára. — Hvernig gerist það eiginlega, að manneskja sezt niður og skrifar? Þú hlýtur nú að hafa eitt- hvað prófað þetta áður. — Ekki neita ég þvi. Ég orti ljóð, þegar ég var unglingur, var alveg á kafi i ljóðum, þegar ég varsvona 15-16ára.Svo reyndi ég aö skrifa smásögur, en var aldrei nógu ánægð með neitt af þessu og langaði ekki til að fá það birt. Eiginlega var ekkert sérstakt, sem ýtti mér út i það að prófa leikritun, en mér varð um leið ljóst, að samtalsformið hentaði mér bezt. Svo fór ég með þetta fyrsta leikrit mitt til Sveins Einarssonar, þvi ég vildi fá álit fróðra manna á þvi, hvort það þýddi nokkuð fyrir mig að vera að þessu. Hann benti mér á ýmsa galla, en hvatti mig til að halda áfram að skrifa og var raunar mjög uppörvandi. Svo ég fór heim og skrifaði meira. -^Hafðirðu' eitthvað kynnt þér leikritun, áður en þú hófst handa. — Nú kemurðu við voðalega veikan punkt hjá mér. Mér lá nefnilega svo á að skrifa mitt fyrsta leikrit, að ég mátti ekki vera að þvi að eyða heilum degi í það að fara niður á safn og sjá, hvernig samtöl væru sett upp á pappir, og ég hafði ekki hugmynd um, hvað ég þyrfti að lýsa nákvæmlega umhverfi, klæðnaði, svipbrigðum fólks og þar fram eftir götunum. — Skrifaðirðu „Svartan sólargeisla” beinlinis fyrir sjón- varp? — Nei, ég skrifaði það leikrit einnig fyrir svið og fór með það til Sveins. Hann benti mér á, að það væri ýmislegt myndrænt i þvi og hvat.ti mig til að leita til sjón- varpsins. En jafnframt bauð hann mér að fylgjast með æfingum i Iðnó, og það hittist svo á, að þá var verið að æfa „Hitabylgju”, sem fjallar um svolitið skylt efni, og ég varð vör við það, að margir héldu, að þaöan hefði ég haft hugmyndina aö „Svörtum sólargeisla”. — Lærðirðu ekki talsvert á þvi að fylgjast með æfingum á „Hitabylgju”? — Jú, hver einasti þekkingar- moli hjálpar, en ég held ég hafi 'idctt mest i vetur, þegar ég fylgdist með æfingum og upptöku á „Gunnu”. Það var virkilega lærdómsríkt og skemmtilegt. — Nú var Þórunn Sigurðar- dóttir I stóru hlutverki i sjónvarpsleikritinu og lék titil- hlutverkið I „Gunnu”. Skrifaöirðu kannski með hana i huga? — Nei, ég hef aldrei neina 28 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.