Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 23

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 23
„Halló, island, halló!” (Ljósni. Ómar Valdimarsson.) „ÞAÐ VAR KINDAKJÖTSLYKT Á ÍSLANDI segir Gitte Henning i viðtali við Vikuna Ómar Valdimarsson blaðamaður hitti hana að máli i Gautaborg Þegar minnzt er á Gitte Henning i bjöðum á Islandi er þvi gjarnan bætt við, að hún sé ,,okkur íslendingum góðkunnug frá þvi að hún var hér um árið og lék i kvikmyndinni Rauða skikkjan og þó kannski enn betur frá þeim tima er hún kom til Islands sem barn og skemmti i Austurbæjarbiói.” Ef til vill eru þessar athugasemdir ekki alveg svona langar, en þetta er alla- vega tónninn i þeim. Vissulega gerir þetta svo að verkum, að maður fær á tilfinninguna að Gitte Henning sé raunverulega eitthvert íslandsbarn. Það var sennilega þess vegna að ég ákvað að reyna að fá hana til að spjalla litillega við mig — lesendum Vikunnar til andlegrar uppörvunar og hollustu — þegar ég sá þess getið i dagblöðum Gautaborgar ,að hún myndi skemmta á Lorensberg allan aprilmánuð, það er að segja eftir að lokið væri söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu i Luxemburg þann 7. april sl. Mér gekk illa að ná sambandi 20. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.