Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 25

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 25
pylsum, ostum og brauði, finum og ekta dönskum mat. Og svo voru Four Jacks, sem voru mjög skemmtilegir strákar, alltaf að koma og banka: — Já, góðan daginn. Hvað segið þið þá? Sniff, sniff, hvað er það sem lyktar svona vel héma? Er það kannski spæjupylsa? Þeir áttu jafnvel i meiri erfiðleikum en við með að borða islenzka matinn.” „Attirðu i sömu erfiðleikum siðar, þegar þú komst til að leika i Rauðu skikkjunni?” „Nei, þá var mér alveg sama. Ég hef yfirleitt getað borðað eiginlega hvað sem er. Aftur á móti áttu sumir aðrir i miklum erfiðleikum. Við fengum alltaf matarpakka með okkur, sérðu til, þegar við fórum út á morgnana og þeir matarpakkar voru náttúrlega alveg vonlausir frá sjónarmiði útlendinganna, sérstaklega þó Svianna og okkar Dananna. Tómt brauð! Neðst i pakkanum var kannski brauð með osti, svo með kæfu, þá með rúllupylsu, gúrku og svo fram- vegis og þar við hliðina var lambakjötsbiti, meira brauð þar ofan á og efst var alltaf brauð með skornum tómötum, sem auðvitað höfðu lekið niður yfir allt saman. Ég man að nokkrir i hópnum voru alveg rasandi og neituðu að borða allt þetta brauð.” „Hvernig þótti þér annars Rauða skikkjan sem kvik- mynd?” Hún hikaði . . . „Nja . . .” Svo horfði hún rannsakandi á mig: „Ertu að spyrja mig privat eða sem blaðamaður?” „Tja,” svaraði ég, „ekki get ég lofað þér að ég spyr ji að þessu privat.” „Þá get ég eiginlega ekki svarað spurningunni, ” sagði hún og brosti. „Það er ennþá verið að sýna myndina, til dæmis hefur hún nýlega verið endurfrumsýnd í Bandarikjunum með nýrri tónlist, nýjum klippingum og svo framvegis og á meðan verið er að sýna hana megum við ekkert neikvætt um hana segja.” Mér þótti þessi siðasti hluti svarsins veita spurningu minni fullnaðarsvar. „En vinnan við hana,” sagði ég svo, „hvernig þótti þér að vinna við hana?” Djúpt andvarp. „Ég má eiginlega ekkert um þetta segja opinberlega. Jújú, það gerðist margt skemmtilegt á íslandi. Við vorum mjög mikið saman, bjuggum langt uppi i óbyggðum og unnum mikið, lögðum hart að okkur. En ég mátti svo litið gera. Til dæmis mátti ég ekki fara á hestbak, þar sem tryggingarnar náðu ekki yfir slys, sem ég gæti orðið fyrir, ef ég til dæmis félli af hestbaki. í staðinn fór ég út á nóttunni og reið um allt, ha ha ha! íslenzku aðstoðarmennirnir okkar útveguðu mér hesta á kvöldin og svo riðum við um á nóttinni.” Hún hló dátt að endur- minningunum. „Næturnar voru mikið vandamál fyrir suma,” hélt hún svc áfram. „Ég meina, það verður aldrei dimmt á Islandi. Ég vandist þvi sjálf tiltölulega fljótt, en sumir áttu i miklum erfiðleikum og fengu þetta hreinlega á sinníð, urðu mjög niðurdregnir og slappir vegna svefnleysis. Ég man sérstaklega eftir einum Dana, sem var búinn að vera á íslandi. við undir- búning i einhvern tima áður en ég kom. Þegar hann sá mig hljóp hann i fangið á mér og var hérumbil farinn að gráta af ánægju. Honum fannst allt Framhald á bls: 33 20. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.