Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 3

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 3
20. tbl. - 17. maí 1973 - 35. árgangur Vikan Kindakjöts- lykt á fslandi „Eitt var þó enginn draumur á Islandi, og þa8 var maturinn. ViS bjuggum á hóteli í Reykjavík, og það lykt- aði af lambakjöti bæði nótt og dag. Og sú lykt er svo sannarlega ekki góð, þegar maður er óvanur henni." Sjá við- tal við Gitte Henning á bls. 23. Er konan bara leg og eggja- stokkar? „Sú skoðun virðist helzt ríkjandi, að konan sé leg og eggjastokkar og þar með búið. Þetta er óskap- lega þreytandi. Karl- maðurinn á að vera dug- legur, konan á að vera falleg; hann á að vera gáfaður, hún á að vera sexý." Sjá viðtal við Asu Sólveigu á bls. 28. Næst skipta þeir um höfuS Mjög fótt fólk deyr, vegna þess að höfuðið hættir að starfa. Önnur líffæri valda miklu oftar veikindum, sem leiða til dauða, svo sem nýrun, hjartað, æðakerfið og meltingarfærin. Næsta takmark læknisfræðinnar er þvi að skipta um höfuð. Sjá bls. 16. KÆRI LESANDI! Er næsta skref læknavísind- anna að það takist að láta höfuð- ið lifa á nýjum líkama? Verður mögulegt að láta græða höfuð sitt á nýjan líkama, þegar krabba- meinið er búið að gera út af við þann gamla? Verður hægt að láta koma sér fyrir á skiptilíkama eða blátt áfram blóðvél til að bjarga höfðinu, þótt allt annað fyrirfar- ist? Við lifum í heimi stöðugra framfara, og ef til vill líður ekki svo ýkja langur tími, þar til unnt er að svara ofangreindum spurn- ingum játandi. í grein í þessu blaði segjum við frá nýjustu til- raunum vísindamanna, sem bein- ast að því að skipta um höfuð. Með hnitmiðaðri tækni nútíma tæknisfræði hefur hóp tauga- skurðlækna við heilarannsóknar- stöð háskólans í Cleveland i Ohiofylki þegar tekizt að halda höfði hálshöggvins apa lifandi. Af öðru efni þessa blaðs má nefna viðtal við Gitte Henning, sem Ómar Valdimarsson heim- sótti í Gautaborg. Þegar Gitte var Í2 ára kom hún hingað og naut mikilla vinsælda fyrir söng sinn, og síðar kom hún aftur til að leika í Rauðu skikkjunni. Þá er einnig viðtal við unga skáldkonu, Ásu Sólveigu, sem skrifað hefur leikrit fyrir útvarp og sjónvarp. EFNISYFIRLIT GfREINAR BLS. Finnur Marlon þá konu sem hann leitar að? Síðari hluti greinar um Marlon Brando, frægasta kvikmyndaleikara, sem nú er uppi 8 AS skipta um höfuð, grein um næsta tak- mark skurðlæknisfræðinnar 16 Svartstakkur, framhaldssaga, 4. hluti 18 VIÐTÖL „Það er kindakjötslykt á íslandi". Ómar Valdimarsson heimsækir Gitte Henning í Gautaborg 23 „Ég hefði aldrei skrifað orð, ef ég þyrfti næði til þess", spjallað við Ásu Sólveigu 28 SÖGUR Heimasaumaði kjóllinn, smásaga eftir James Holding 12 í leit að sparigrís, framhaldssaga, 11. og næstsíðasti hluti 20 Svartstakkur, framhaldssaga, 4. hluti 32 ÝMISLEGT Lestrarhesturinn, lítið blað fyrir börn, um- sjón: Herdís Egilsdóttir, kennari 11 Salöt og salatsósur i Eldhúsi Vikunnar, um- sjón: Dröfn Farestveit, húsmæðrakennari 26 Simplicity-snið 30 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Síðan síðast 6 Mig dreymdi 7 3m — músik með meiru 14 Myndasögur 44, 45, 48 Stjörnuspá 47 Krossgáta 46 VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matt- hildur Edwald og Kristín Halldórsdóttir. Útlits- teikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgrefðsla- og dreifing: Síðumúla 12. Slmar: 35320 - 35323. Pósthólf 533. Verð f lausasöslu kr. 85,00. Áskriftarverð er 850 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 1650 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. — Áskriftarverðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 20. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.