Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 5
vera þar, þar til dansleikurinn var búinn, og fara svo með fé- lögum mínum heim. Nei, þeir háttvirtu herrar telja það víst skaðlegt fyrir 15 ára og 10 mán- aða ungling að fara heim með fólki, sem er að koma heim af dansleik og kannski búið að smakka það. Jæja, en herrar mínir, teljið þið, að unglingur, sem er fæddur í september 1957 hafi ekki sama rétt til að skemmta sér og unglingur, sem er fæddur sama ár, en verður 16 ára 2—3 mánuðum á undan? Svo bið ég ykkur að birta nafn mitt ekki, heldur eitthvert fár- ánlegt dulnefni, t. d. ilmvatn af fínustu sort. Svo bið ég ykkur að snúa ekki út úr, þó það vanti kannski einhver rök í þessa þvælu. Mér þætti gaman að heyra, hvernig þið teljið mig vera eftir skriftinni að dæma. Chanel 5. Pósturinn á dálítið bógt með að koma því heim og saman, að þig vanti aðeins tvo mánuði í aldursbaukinn til að verða 16 óra, ef þú ert fædd í september '57. Jæja, en þetta er náttúr- lega skelfileg raunasaga, og mikið hljóta böllin að vera orð- in svakaleg nú til dags. Það eru ekkert fjarska mörg ór, siðan umsjónarmaður Póstsins var yngri en þú núna, og þó var hægur vandi að komast inn ó hvaða bail sem var, þó svo í þó daga væru slagsmál og smá- skitiri fastir liðir. En „þeir hátt- virtu herrar" vita sjálfsagt, hvað ungdómnum er fyrir beztu, og einhvers staðar verða mörkin að vera. Þú hlýtur að komast yfir þetta áfall, enda gefur skriftin til kynna létta lund. Vonandi ertu ánægð með þetta fárán- lega dulnefni, Marilyn Monroe kvað hafa sofið í þessu á sín- um tima. Lífsgátan mikla Kæri Póstur! Hér koma nokkrar spurningar, sem okkur langar mjög mikið að fá svör við, ef mögulegt væri. 1. Geturðu sagt okkur, hvort Gubby-fiskar sofa og þó hvern- ig? 2. Þarf að borga af litlum ferða- útvarpstækjum? 3. Hvað er mikilvægast í hjóna- bandinu? 4. Hvað merkir hljómsveitar- nafnið Póló? 5. Hvort er skaðminna að drekka brennivín eða reykja hass? 6. Geturðu nefnt happatölur í mónuðunum október, maí og marz? 7. Hvað var Bjarki Tryggvason gamall, þegar hann byrjaði að syngja? 8. Er Þinghólsskóli í Kópavogi lélegasti skólinn ó landinu? 9. Eru báðir leikararnir í Karl- ar í krapinu ó lífi? 10. Hvað er Guðrún Á. Símonar gömul, og hvað er hún þung? 11. Hvaða íslenzkar hljómplöt- ur seldust mest á sl. ári? 12. Hvort eru vitrari kettir eða hundar? Og þó er líklega komið nóg af svo góðu, en vonandi svarar þú þessu eins og þú getur, því sumt af þessu er mjög áríðandi. Að lokum viljum við þakka Vik- unni fyrir gott efni, sérstaklega Póstinn. Með fyrirfram þökk. H.Þ.K. og F. (forvitnir nóungar). Þar sem forvitnir náungar virð- ast mjög hugsandi menn, skal nú reynt að svala fróðleiksfýsn þeirra. 1. Á vindsængum með uggana undir vanga. 2. Aðeins ef maður á eitt svo- leiðis. 3. Rúmið, bíllinn, ruggustóll- inn, eftir því hvað hjónabandið er gamalt. 4. Prins Póló bætir meltinguna, gefur hraustlegt og gott útlit. 5. Vatn er skaðminnst. 6. 32. 7. Fárra sekúndna. 8. Háskóli íslands er ögn lé- legri. 9. Þar sem Vikan er prentuð dálítið fram í timann, þá er ekki hættandi á að gefa svar við þessu. 10. Hvort tveggja óþekktar stærðir. 11. Auðvitað Lína. 12. Hundar að sjálfsögðu, af þvi þeir mjálma ekki. — (Brást Pósturinn trúnaðartrausti ykkar?) o RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 SÍM119294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL SÍMI 26660 20. TBL. VIKAN 5 á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.