Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 6

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST í ATVINNULEIT Ævintýralegir sigrar Marks Spitz á Olympíuleikunum í Múnchen hafa komið honum í nokkurn vanda. Hann veit ekki hvað hann á helzt að taka sér fyrir hendur. Fjöldi fólks vinnur að því að finna honum starf, sem verði nógu tekjudrjúgt. En valið er erfitt. Hins vegar hefur sundkóngurinn valið sér konu. Hún heitir Susan Weiner KEISARABÖRN A SKfÐUM íranska keisarafjölskyldan dvaldi í vetur í St. Moritz við vetraríþrótta- iðkanir: Erfðaprinsinn Reza Cyrus, sem beðið var svo lengi eftir í íran, notaði sína eigin aðferð við að venja yngstu systur sína við skíðin . . . gpl WBk WmSm 'éÆwmí KIRKJAN VAR FANGELSI f þessari kirkju í Wounded Knee héldu 250 Indíánar af Sioux-Oglaættbálknum ellefu hvítum gíslum föngnum. Guðs- húsið stendur á sama stað og hermenn Bandaríkjastjórnar myrtu 300 Indíána, menn, konur og börn fyrir 83 árum. Til að leggja áherzlu á mótmæli sín hafa Indíánarnir dregið fána Banda- ríkjanna að hún og láta stjörnurnar snúa niður. PRINSESSUTJALD Nýlega var Anna Bretaprinsessa á ferð í Eþíópíu og gestgjafi hennar var að sjálfsögðu Halai Selassie keisari. Hann bauð prinsessunni meðal annars í þriggja daga reiðtúr og veiðiferð um fjalllendið í norðurhluta landsins. í ferðinni bjó Anna í þessu huggulega tjaldi og undi hag sínum hið bezta. ERFIR HANN MILLJÓNIRNAR? Jackie Onassis mun hafa fullan hug á því að John-John, sonur hennar og Kennedys fyrrum Bandaríkjaforseta, erfi eitthvað af Onassisauðnum. Með það fyrir augum reynir hún nú að fá Aristoteles til þess að ættleiða John- John og gera hann með því erfingja sinn og milljónanna. HYGGINN KOKKUR Þessi api ráðleggur öllum þeim sem fást við matreiðslu að nota aðeins beztu vínárgangana í fína matinn, því að ef einhver afgangur verður af flöskunni má ekki minna vera en kokkurinn fái hann fyrir matseldina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.