Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 26

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 26
SALÖT OG SALATSOSUR eldhús vlkunnar UMSJON': DRÖFN H. FARICSTVEIT HÚSMÆÐRAKENNARI Timi grænmetistegundanna fer nú loks i hönd hjá okkur hér á landi. Ættu húsmæöur þvi aö keppast við aö nota sem mest af grænmetinu meöan það er á boöstólum. Hér fara nokkrar upp- skriftir sem auka á fjölbreytni máltlðarinnar og nokkrar sósur sem gott er að hafa til til- breytingar. Jógúrtsalat Skerið agúrku i teninga og stráið salti yfir og látið standa á i 1 klst. Látið þá renna af þeim og blandið meö 3 dl. af jógúrt, saxaðri stein- selju, 1 rifnum hvitlauksbát og safa úr L/2 sitrónu. Berið fram iskalt, með allskonar kjöti, soðnu, reyktu eða steiktu. Epla og kálsalat 5 dl. fintskorið hvitkál 2 dl. eplateningar 1/2 dl. fintsneidd púrra Allt er skorið og blandað áður en borið er fram og búið til sinneps- sósu eða vinediksósu. Blómkálssalat 1 blómkálshöfuð 1 búnt radisur Blómkálshöfuðið skorið I örlitlar hrislur, gjarnan má skera dálitið með af grænu kálinu lika, skerið radisurnar I sneiðar og blandið i skál með rjómasósu eða ávaxta- safasósu. Kjúklingasalat Kjötið af kjúkling skoriö i fina strimla og 2 dl. af eftirfarandi soðnum eða hráum blóm- kálhrislum, sveppum, selleri— bitum, 1 dl. af fintsneiddri púrru, 1 dl. af agúrkuteningum og 2 msk. af saxaðri steinse'.ju. Blandíð öllu saman i salatskálina með þessari sósu: 3 msk. mayonesse, 2 msk. rjómi, 1 msk. chilisósa, safi úr 1/2 sitrónu, salt og pipar. Skreytið með radisum, eggjabátum, og salatblöðum. Að lokum eru settir fleskteningar sem eru steiktir stökkir yfir. Sósur Sinnepssósa 1 1/2 msk. sinnep - 1/2 msk. HP sósa - 1 eggjarauða - salt á hnifsoddi - 3/4 dl. olia - 2 msk. vatn. Hrærið saman sinnepi, HP- sósu, salti og eggjarauðu. Oliunni bætt i smátt og smátt. Vatninu bætt i. Hæfir vel með kjöt- salötum, nautasteik, buffi og allskonar pottaréttum. Frúarsósa 2 1/2 dl. vinedik - 4 grófmöluð piparkorn (hvit) 1 msk. olia 1 lárviðarlauf - 1 hvitlauksbátur. Takið utan af hvitlauksbátnum og skerið I tvennt. Blandið hinu saman við og látið standa minnst 1 sólarhring. Hæfir vel meö fisk- salati, túnfisksalati, höfuðsalati og sveppasalati. Vinediksósa 1/2 dl. vinedik - 1 1/2 dl. olia - 3/4 tsk.salt - hvitur pipar. Hristið sósuna saman og má ef vill blanda i hana 3 tsk. af sinnepi eða 1 hvitlauksbát eða 1/2 tsk. af papriku. Góð með blaðsalati, hrásalati og skelfisksalötum, fisk eða kjöti. Avaxtasafasósa Safi úr 1 grapealdini eða 1 stórri appelsinu, eða 1/2 sitrónu, 1/2 dl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.