Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 18

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 18
SVARTSTAKKUR 5. kafli. Laugardagsmorguninn var enn ágætasta veður, og dagblöðin öll full af þessu ^ótrúlega sumri” . . . .tað var eins og allir hefðu gleymt'þvi, að undaiifarirm júnimánuður hafði ^verið sá vntasti siðan veðurathuganir hófust. Roberts var búinn að hafa til morgunverðinn áður en hann færi ihelgarfriið sitt, og Verrell ætlaði að fara að setjast að boröinu og njóta humarsins, þegar , hringt var dyrabjöllunni. Hann gekk fram og niður lága stigann aö útidyrunum. Komumaður var Wright. Wright gekk inn. — Kem ég nógu snemma i hádegisverð? spurði hann. — Það geröirðu sjálfsagt, ef ég hefði verið að búast við þér. — Roberts hefur sjálfsagt búið til meiri mat en þú hefur gött af, svo að það er ekki nema gott fyrir heilsuna þina, að ég skuli koma. Hvaða vin fáum við? Verrell hló. — Þú ert vlst ekki að mælast til að fá hádegismat? — Hver maður með viti væri þegar búinn að bjóða mér, og sparaði mér þannig að bera mig sjálfur eftir björginni. Verrell elti Wright upp stigann og skemmti sér við að hugsa um, hvort Wright hefði nokkurntima verið feiminn viö að bera sig sjálfur eftir björginni. Wright gekk beint inn i borðstofuna og athugaði matinn. — Humar. Agætt. Hann færði sig yfir að hlaðborðinu. Kalt svinslæri, kartöflusalat, grænt salat með oliu og ediki, jarðarber, og nógur rjómi til að sigla heilu herskipi á, og svo ostur og kex. Þaö er eins og ég sagði þér, að Roberts gefur þér miklu meiri mat en þú hefur gott af. — Kannski þú vildir taka þátt I þessari fátæklegu máltlð minni? Wright settist niöur. Sem snöggvast lokaöi hann augunum og' hrukkurnar framan I honum virtust allar verðá að einni og sem snöggvast virtist hann dauð- pp.pgefinn. Enda hafði hann svo •rriikinn áhuga á árangri af verki sinu, að hann kunni sér aldrei hóf. Verrell fór út og niöur i . vinkjallarann,sem var undir borðstofunni. Hann leitaði i hillunum þangað til hann fann einu flöskuna sem hann átti eftír af Niedersteiner 53, en það hafði ' verið sérlega gott ár hjá þessum framleiðanda. Undir venjulergum kringunistæðum hefði hann aldrei fárið að bera það á borð við hversdagslegan hádegisyerð, en l^right kunni góð skil á vinum, og nú hafði hann. þörf á éinhverju verulega góðu. Verrell datt I hug, og ekki . i fyrsta sinn, aö _ samband þeirra væri dálitið skrltið, og liklega óskiljanlegt hverjum þriöjá manni. Þeir voru að sumu svo ólikir: annar laganna meginn, hinn gerði gys aö öllum lögum, annar alvörugefinn, hinn ólgandi af lifsþorsta, en samt virtu þeir hvor annan nægilega til þess að vera vinir. Wright smakkaöi á vlninu og naut þess greinilega, aö Verrell var meira en fulllaunuö gestrisni sin. Hann setti glasið á boröið og hringsneri þvi siðan i hendi sér. — Þeir eru búnir að finna, hver dauði maðurinn var. — Georg Leber? — Já. Þeir náðu sambandi við þýzk yfirvöld, sem gátu upplýst, aö fyrir nokkrum árum fékk Georg Leber slæma byltu og brotnaði á vinstri mjöðm. Og enn- fremur vitnaðist það, að Leber var njósnari fyrir iðnfyrirtæki - og meira aö segja hafði hann Verið venjulegur njósnari i Áustur -Þýzkalandi, þangað til hann beinbrotnaði. — Og það var. áreiðanlega ekkert annað lik þarna? — Ég hef látið rannsaka rústirnar nákvæmlega, og þar var ekki nema þetta eina lik. Verrell talaði dræmt. — Ef nú enginn sérstök rannsókn hefði fariðfram — helduröu þá ekki, að likiö hefði verið taliö vera af Mathews? : Wright.yppti öxlum. — Það er vitanlega ómögulegt að vera viss um það, en liklega hefði engan grunað neitt. Enginn vissi, að þarna var annar maður i húsinu, og allt benti til þess að Mathews heföi verið þar einn. Maöúrinn var alltof mikið brenndur til þess, að hægt væri aö þekkja likið á venjulegan hátt, og þessi skipti á taiingómnum vóru ein sönnun i viöbót fyrir þvi, að þetta væri Mathews.......Ég geri ráö fyrir aö hefði þú ekki verið að flækjast þarna hefði hann veriö jarðaður sem Mathews. — Flækjast? át Verrell eftir. — Er þetta þakklætiö fyrir að hjálpa þér til aö komast að sannleikanum og leggja sjálfan mig I llfshættu? — Nema bara þetta sé eitt þeirra mála, þar sem ég kæri mig ekki neitt um aö komast að sannleikanum . . . .? — Þvi færðu mig aldrei til að trúa, sagöi Verrell, og hallaði sér aftur I stólnum. — Hvað verður svo næsti leikur hjá þér? Wright tæmdi glasið sitt . . og setti það á boröið með saknaöar- svip. — Vitanlega hef ég hafið leit að Mathews - allar hafnir og flugvellir eru vandlega rannsakaðir, en þar út yfir . . . .Hann yppti öxlum. — Ef Mathews hefur uppskriftina með sér — og þvi verðum viö að gera ráð fyrir - þá getur hann hafiö nýja samninga við umbjóðendur Lebers, hverjir, sem þeir nú kunna að vera. — Vitanlega. — En jafnframt mun hann samt gæta þess vel að láta litið á sér, bera, hvar sem hann er, þvi að i fyrsta lagi getur hann ekki verið viss um, aö lögreglan hafi ekki komizt að þvi sanna, og i öðru lagi muni maðurinn eöa mennirnir, sem myrtu Leber, vera að leita að honum dauöaleit. Er nokkur “von um að komast að þvi, hverjir um- bjóðendur Lebers voru? —Það efast ég um, enda þótt ég sé að reyna það. Það er varla von um mikla hjálp frá vestur- þýzku yfirvöldunum, eða neinum erlendis, ef út i það er farið. Það er gullnáma fyrir fyrsta land eða fyrirtæki, að geta náö i heims- einkaleyfi á þessu, og hvert land hefur meiri áhuga á að ná i það en að hjálpa okkur. Einu upp- lýsingarnar, sem erlendir aðilar gefa okkur eru þær, sem ekki geta skaðað þeirra eigin hagsmuni. — Helduröu, að Mathews hafi farið til Þýzkalands? — Það getur hann sýnilega vel hafa gert. En hann gæti alveg eins vel veriö i Frakklandi, ítaliu eöa hálfrar mflu fjarlægö héðan, i London. Við höfum bókstaflega enga hugmynd um það. — Hvað ætliö þiö þá að gera? — Blða átekta. Ég hef tryggt mér, að allar blaðafregnir telja, aö Mathews hafi brunnið inni, svo að hann haldi, að sér hafi tekizt að blekkja okkur. Réttarhaldinu veröur frestað eins og hægt er. Þá getur Mathews fariö að verða óvarkár og komið upp um sig. — Finnst þér þaö nú trúlegt? — Þaö er aldrei aö vita, sagði Wright, næstum reiðilega. — Væntanlega hefuröu lokaö öllum bankareikningum hans, sem kunnir eru, og öörum tekjulindum hans? k - — Já. — Þá verður hann fljótt blankur - nema hann eigi einhverja dulda fjársjóði, sem hann getur gripið til - en engir peningar voru i skápnum hans, eins og þó væri hægt að búast við. — Já, hann kann að skorta reiöufé, en fjandinn hafi það, 18 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.