Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 32

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 32
ég hef ekki veri& of duglegur við aö áfla peninga. — Þa& sem ég var að spyrja þig um var, hvort þú myndir velja þér fallegri stúlku en mig fyrir konu. —Og eins og þú kannske manst, þá sagöi ég, aö þú værir nógu falleg handa mér. Hann setti glasið frá sér. — Ég átti viö, hvort þú myndif velja þér eggjandi konu, sagði Eíleen. —,'Ekki húsmóöur eins og mig, sem heldur sig heima á kvöldin í/ stað þess aö klæöast módelkjólum og fara meö þér á næturklúbba á hverju kvöldi. Jerry hnussaöi. — Og hvar ætti maður aö finna fræga veitinga- staði og næturklúbba I þessari eyöimörk? — Eileen yppti öxlum lftils háttar. — Kóngskráin' er skemmtilegur staður, finnst þér þaö ekki? ■ — Jerry kipptist aðeins viö, en svo hló hann. — Vlst er hún þaö, sagöi hann. — Jú,*víst er húri þaö. Röddin var strax-órðin svolltið drafandi af whiskýinu.— Nú ef þú endilega vilt, þá skal ég lofa að hafa þaö sæta kisulóru næst. Nú fann hún, aö hún gat ekki fyrirgefiö honum eins og hún haföi ætlaö sér og hún sag&i: — Til dæmis Rosemary Cordes? Jerry stóö viö snyrtihoröið og ætlaöi aö fara aö bæta I glasiö enn einu sinni,' en nú sneri hann sér viö til þess a& horfa á hana. Hann lét rétt aðeins rifa I augun og varirnar virtust þynnri en ella. Viltu gjöra svo vel og endurtaka þetta? sagöi hann. Röddin hafði llka breytzt. ' Vesalings Jerry, hugsaöi hún. Hún heföí ekki átt að taka þetta svona geist. — Til dæmis Rosemary Cordes, endurtók hún lágrödduö. — Mér heyrðist þú segja það. Jerry fyllti glasiö sitt, y stóö viö snyrtiboröið og tæmdi þaö. Á meöan virti harin hana fyrirsér ispeglinum. Ismolranir I glasinu voru löngu bráðnaöir, en hann tók ekki eftir þvi. Hann bætti enn I glasið og gekk hægt aö rúminu. Hann lagðist út af án þess aö Hta á hana og sagöi: — Kóngskráin og Rosemary Cordes. Elsku Eileen mín. hefur þú leigt þér ljóslifandi einkaspæjara á meðan ég var að búa.þá til? Rödd hans var ákveðnari nú og henni fannst næstum, aö hún heyrði léttan undirtón I henni. — Einmitt. Áfellist þú mig, Jerry? — Nei. Nei, ég get það sjálfsagt ekki — Og ég áfellist þig ekki heldur. Ég veit að þér finnst ég ekki nógu a&laöandi og ég skil vel, að þú skyldir falla fyrir konu eins og Rosemary Cordes, því aö ég elska þig og mun halda áfram a,ö elska þig þrátt fyrir þetta. — Nóg til þess að þú fyrirgefir mér? spurði Jerry og sneri sér aö henni. — Já, elskan mln, já! Auövitaö fyrirgef ég þér. Bara ef þú lofaöir ,að gleyma Rosemary .... Hann hristi höfuðið. — Þaö get ég e^ki, sagöi hann. — Ekki núna. — Þvl ekki? — Ég er mjög hrifinn af henni og ég hef hugsaö mér að giftast henni. Eileen starði vantrúuð á hann. — Giftast henni? Hann kinkaöi kolli og drakk slurk úr glasinu. — Þú getur ekki gifzt henni! Eileen uppgötvaöi, að hún gat beitt röddinrii ennþá, ef hún komst I uppnám. — Ég leyfi þér það ekki. Ég veiti þér skki skilnaö. Hann sneri sér aö henni og brosti undarlega. — Skilnaður veröur ekki nauösynlegur, væna mln. Hann átti oröið erfitt meö aö hafa vald á röddinni. — Hann veröur ekki uauösynlegur. — Þú getur ekki gifzt henni, ef ég neita þér um skilnaö. Jerry vifti hana fyrir sér yfir barminn á glasinu, sem hann haföi tæmt, enn einu sinni. — Ég get þaö, þegar þú ert dauð, sagði riann.- Hún reyndi aö hlæja. — Fólk deyr ekki úr saklausri meltingar- truflun. Hann horföi lengi á hana, án þess að segja orð og loks stóö riann upp, setti glasið frá sér og sag&i: — Það er rétt. Það fær ekki heldur _ öran hjartslátt, andarteppu, máttleysisköst og verður allt grábleikt af henni. Ekki eins og þú hefur fengið. Hef&ir þú ekki alltaf verið stál- heilbrigð fram aö þessu myndir þú vita þaö líka. — En þú sagðir aö þetta fylgdi alltaf meltingartruflun .... — Já, ég gerði þaö. Ég vildi ekki að þú færir til læknis. — Jerry! Hún vár orðin afar hrædd. — Geng ég með einhvern annan sjúkdóm? Segðu mér sannleikann. Hann tók sér góöán tlma til þess aö fylla glasiö sitt áöur en hann svaraði. — Já, sagði hann loks, — ég er hræddur um aö þú gangir með annán sjúkdóm. Ekki bara sjúkdóm, heldur banvænan sjúk- dóm — til þeás aö 'ég segi allan sannleikann. — Hvers vegna sagðir þú mér ekki aö leita læknis? Þú getur ekki hataö mig svo mikiö þrátt fyrir allt .... Hún gat ekki meira. Jerry svara&i strax. Hann var oröinn útúrdrukkinn. — Læknir heföi getaö bjargað llfi þlnu. Hún skalf. — Hvað er þaö sem aö mér gengur? — Blóðleysi, mín kæra. Ólæknandi blóöleysi. Sjúkdómur, sem leggst á beinmerginn. Synd að þaö skuli ekki vera hægt aö bjarga neinum, sem hefur hann á háu stifi. Eileen fann reiðina ná tökum á séf. — Þú vildir að ég dæi? — Hárrétt. — Svo áð þú gætir gifzt Rosemary Cordes? Hann var oröinn svo drukkinn, aö hann var opinskár! — ítö nokkru leyti til þess, já, en einkum til þess aö ég sitji einn aö þeim dásamlegú verömætum, sem þinn kæri Tom lét þér eftir. Þvl miöur á ég ekki fyrir höndum neinn frama sem rithöfundur. Eileen loka&i augunum. — Ég furöa mig á þvi, hvers vegna þú hefur ekki eitrað fyrir mér. Þú heföir kannske gert þaö, heföi ég ekki fengiö þennan ... . . . .þennan....hvaö sem þaö nú er. — Nei. Ég vildi ekki eitra fyrir þér. Hinn klóki eiginmaöur þinn gat ekki hugsað sér neitt svo djarft. Eitur er allt of hættulegt, allt of llklegt til þess aö komast upp. Þaö var miklú snjallara aö láta þig fá ólæknandi blóöleysi. Hann hló aftur. — Þessa sögu get ég áreiðanlega selt, ef ég kem þvl I verk aö skrifa hana. — Þú lézt mig fá blóöleysi. Þaö getur ekki veriö. — Ójú, væna min. Góði, gamli Jerry er nokkuð slunginn viö að skipuleggja morö. Hann hristi glasið, uppgötvaði aö það var tóint og kastaöi þvi I átt aö pappírskörfunni. — Viö Rosemary hjálpuðumst aö viö aö sykja þig af blóöleysi. — Hvernig? hvíslaði Eileeri. — Úr þvl aö það er of seint aö bjarga mér, getur þú sagt mér það. Þegar hún komst að því, hve grimmur Jerry var i rauninni, fann hún til krafts meö sér, sem hún hélt að hún væri búin að glata. Jercy greip I teppið, sem hún haföi ofan á sér og þreif þaö af henni. — Þetta er morðinginn,' sagði hann og benti. — Þessi þarna. Heimasaumaði kjóllinn, sem þú ert I, elskan mln! Hún lyfti höföinu og leit undrandi á dökkköflótta kjólinn, sem hún var I. Hún hafði saumaö hann sjálf fyrir nokkri^m mánuöum. — En þetta er kjóllin, sem þú ert svo hrifinn af Jerry. Þú keyptir éfnið sjálfur. — Þú hélzt þaö, en ég geröi það ekki. Rosemary fékk það I verk- smiðjunni. Hún vinnur I efna- verksmiöju, sagði lögréglu- maöurinn þinn þér það ekki? — Jú. — Leyfðu mér aö segja þér frá þessu efni, Eileen. Þetta er alveg sérstakt efni. Ég held aö þeir kalli það „leiöiefni” eða eitthvað I þá átt og það er riotað til þess að lei&a-venjulegan vefnaö aftur og aftur I gegnum efnaupplausnir á meðan vinnslan á þeim fer fram. Þaö er ekki meiningin að efniö fari nokkurntlma út úr verk- smiöjunni og alls ekki að það veröi sauinaöur kjóll úr þvl, þvi aö þaö er ofmettaö kemlskum efnum — hættulegum efnum. Það er óhjákvæmilegt að hver og einn, sem er I snertingu við það I langan tíma, fái eitrun af þvl. Stöku sinnum koma þær eitranir fram sem ólæknandi blóöleysi. Trúir þú mér nú? Eiieen kinkaði kolli með lokuö augu. Hún trúöi honum. Héöan I frá myndi hún trúa hverju sem væri. Hún barðist við örvænt- inguna, ákveöin I að halda sér ró- legri og fóröast dauöann, sém Jerry hafði búiö henni, ef guö. lofaði. Hann heföi aldrei þoraö aö' stæra sig af þessu, ef hann værí 1 ekki fullviss um að hún fengi aldrei tækifæri til þess að segja frá þvl. — Eða vildi hann henni kannski vel? Eöa var hann bara svo fullur, aðhann gat ekki haldiö sér saman? Hún opnaöi augun og sá ‘ aö Jerry stóð enn viö fótagaflinn á rúminu og hélt sér fast I skápinn til þess að halda sér nokkurn veginn beinum. Hún hleypti I sig öllum þeim kjarki, sem riún átti og sagði: — Og allt til einskis, Jerry. Þú hefur framið morö til einskis, gerir þú þér það ljóst? Þetta samsæri hefur farið út um þúfur eins og öll önnur, sem þú sýöur saman. Hann gerði tilraun til þess að hrista höfuðið. — Reyndu ekki aö gabba Jerry gamia. Nei, það getur eriginn leikið á glæpa- sérfræðinginn sjálfan. Hvaö áttu viö með því, að það hafi verið til einskis? — Ég er búin að breyta erfða- skránni, laug Eileen og virti hann fyrir sér. — Þú færð ekki eignirnar mlnar, sem þú þráir svo mjög. Jerry var greinilega brugðið. Hann dró djúpt andann og röddin skalf af hræðslu. — Þú lýgur! — 1 morgun, hvlslaöi hún. — Ég breytti erfðaskrániji I morgun. — Þú fórst til bæjarins I morgun til þess að verzla, sagöi hann. Sfðan bætti hann við óöruggur: — Eöa geröirðu þaö ekki? — Heldurðu virkilega, aö ég heföi fariö I innkaupaferð þegar ég var eins illa á m.ig komin og ég var I morgun? Ónei. Þegar lögreglumaöurinn hringdi I gær til þess að segja mér frá þér og Rosemáry Cordes, ákvað ég að breyta erfðaskránni, ef ég kæmist til bæjarins. Og þaö geröi ég. Jerry stökk upp I rúmiö og greip járngreipum un handlegg Eileen. — Þú lýgur! öskraði hann hás. — Þú lýgur! — Það er afrit af nýju erfða- skránni i veskinu minu. Farðu bara og sjáöu sjálfur. 32 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.