Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 8
Sú kona, sem Marlon Bran- do hefur verið að leita að öll sín fullorðinsár, er að líkind- um alls ekki til. Eftir hans mælikvarða, þá á konan að vera fullkomin, það er: að sætta sig við alla hans galla. Hann er skapmikill og hann krefst þess að vera allt í öllu fyrir sitt nánasta umhverfi. Ég hef orðið fyrir talsverðum áhrifum frá honum, í þau fjórtán ár, sem ég hef þekkt hann. En ég hef aldrei verið ástfangin af honum og hefði aldrei látið mér detta í hug að giftast honum, þótt hann hefði beðið mín. Ákjósanlegasta fyr- irkomulagið fyrir Marlon væri örugglega að búa í stóru húsi, með öllum sínum konum og börnunum. En slíkt er að sjálf- sögðu útilokað, ekki sízt vegna þess, að þær konur, sem hann hefur valið, eru yfirleitt mjög skapríkar og jarðbundnar. Hann virðist verða þögull og innilokaður gagnvart fögrum og háttvísum konum. Hann er sjálfur alveg laus við yfirborðsmennsku og gagn- rýnir yfirborðskennt fólk mis- kunnarlaust. Ég held að bezta lýsing á honum sé, að hann segir alltaf sannleikann um- búðalaust. ■ Hann vill engan móðga. Fyrir nokkru síðan vorum við er drekka te á Dorchester hótelinu í London og þá tók hann eftir konur, sem starði á okkur þvert yfir salinn og hún talaði í sífellu við sessu naut sinn. Marlon gekk rólega til hennar og sagði: — Langar yður til að horfa á okkur? Það er allt í lagi, gjörið svo vel. Það, sem hann í raun og veru vildi segja var: — Það er mann- legt að vera forvitinn. Einu sinni þegar ég hitti hann, eftir að ég hafði ekki séð hann í heilt ár, var fyrsta spurning hans: — Áttu ennþá svart-hvíta kjólinn. Og þegar ég kvað já við, sagði hann: — Svitnar þú ennþá undir hönd- unum? Ég hefði móðgazt, ef einhver annar hefði lagt fyrir mig þessa spurningu, en frá Marlos hendi, var þetta eðli- legt. Hann tók um báðar hendur mínar og sagðist aðeins vera að athuga hvort þær væru rak- ar eða þurrar. Svo lyktaði hann af hári mínu og andar- drætti. Hann skýrði þetta til- tæki sitt á þann hátt, að það væri mönnum nauðsynlegt að sinna því dýrslega í eðli sínu, til að skilja hver annan og þá FINNIIR MARLON ÞÁ KONU, SEM OANN LEITAR AO? Konur þyrpast í kringum hann, eins og mölflugur um Ijós. En líklega hefur hann elskaS aðeins eina konu. Hann hefur ekki fundið hennar líka enn, þótt hann sé stöðugt aðleita ... að elska hver annan, ef sá möguleiki væri fyrir hendi. Dýrin verða að gera sig skilj- anleg, án þess að hafa málið eða önnur hjálpartæki. Eina leiðin til náinnar vináttu, er að þekkjast niður í kjölinn. Ég vil benda á að þetta á ekkert skylt við kynlíf. Ég hef séð Marlon haga sér á þennan hátt við karlmenn, sem hann hefur mætur á. Hann talar mikið um hvað fó'lk „segi“ með höndum og geri með fótunum. Hann legg- ur meira upp úr látbragði og limaburði, en því sem fólk seg- ir. Ef hann virðir einhvern vel fyrir sér, þá er það öruggt að honum geðjast vel að þeirri persónu. Hann er þá að reyna að skilja þig, komast á sömu bylgju- lengd, vegna þess að hann hef- ur áhuga á þér, þykir jafnvel vænt um þig. Ég hef heyrt hann segja bæði við menn og konur: „Ég elska þig.“ Hann á þá við að honum líki í raun og veru vel við þig, já, mjög vel. Marlon hefur verið kvæntur tveim konum og hann á fjögur börn; eitt með hvorri eigin- konu, Önnu Kashfi og Movitu Castaneda og svo á hann tvö börn með Taritu Terripai, sem hann kynntist, þegar hann lék í „Uppreisnin á Bounty'*. En ég hef á tilfinningunni, að hann hafi aðeins einu sinni á ævinni verið ástfanginn. Hún var ensk-indversk og samband þeirra var ákaflega rómantískt, enda talar hann ennþá um það, þótt langt sé um liðið. Hann hefur aldrei fundið hennar réttlát gagnvart honum, verð ég að segja, að hann hefur al- drei svo ég viti til, yrt á stúlku, sem hsfur verið í fylgd með öðrum manni. Hann getur leikið sér að því að þykjast vera eitthvað ann- að en hann er, heilt kvöld. Þá breytir hann bæði um fram- burð í tali og persónuleika. Ef líka, þótt hann sé sífellt á höttunum. Og hvernig er svo afstaða hans til kvenna? Ég held hann hafi enga sérstaka afstöðu í þeim málum. Það er nú eitt af því, sem fylgir Marlon Bran- do; hann þarf aldrei að hafa neitt fyrir, þarf ekki að gera neitt til að lokka til sín konur. Ef hann fer í samkvæmi, flykkjast konur að honum. Ef hann fer á næturklúbb að kvöldi, eins og hann gerir mjög oft í fámennum hópi kunn- ingja, á hann það til að bjóða stúlku, sem honum lízt vel á, upp á drykk. Ég man ekki eft- ir að nokkur kona hafi neitað boði hans. En til þess að vera 8 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.