Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 15
FOCUS I FOKUS Hollenzkí hljómsveitin Focus hefur heldur betur gert lukku i Bretlandinu upp á siökastið. Þetta þykir meB eindæmum, þvi engin hljómsveit hefur getaB komizt I efstu sæti brezku vinsældalistanna, nema þvi aðeins aB þær séu brezkar. Evrópskar hljómsveitir hafa sjaldan gert stóra hluti i Englandi, en aftur á móti hafa fjölmargar brezkar hljómsveitir notiB óhemjuvinsælda i Evrópu, siðan veldi Bftlanna upphófst. Focus er afi visu ekki eina hollenzka hljómsveitin, sem heimsótt hefur England. Hljóm- sveitirnar Golden Earring og Ekseption hafa einnig orBiB þekktar i Englandi. Þrátt fyrir góða dóma sem „live” hljómsveitir hafa þær evrópsku ekki náB til brezkra unglinga. Aftur á móti hefur Focus haldiB hljómleika, sem raunverulega hafa slegiB i gegn. Þessir vel heppnuðu hljómleikar og góður styrkur frá frábærum hljómplötum hljómsveitarinnar hefur gert það að verkum, aB Fotus hefur allt aB þvi tekiB Bretland meB áhlaupi. A hljómleikaferBalagi hljóm- sveitarinnar i Bretlandi nýlega var allsstaBar húsfyllir og um svipað leyti átti hljómsveitin þrjár L.P. plötur meBal 50 beztu á brezka vinsældalistanum. En hvað hefur hljómsveitin getaB gert úr þessari velgengni sinni? HvaB finnst þeim sjálfum? Jan Akkerman, gitarleikari hljómsveitarinnar, svaraBi þessu I viðtali nýlega. „AuBvitaB erum viB mjög ánægöir. ViB höfBum enga hugmynd um, hversu vinsælir viB vorum orðnir i Bret- Framhald á bls. 40 Strawbs BLUE WEAVER leikur á Mellotron, rafmagns- pianó, orgel og synthesiser. Hann byrjaöi aö leika meö Strawbs 1970. Hann var áöur meö Fairweather og Amen Corner. Hann er höfundur „lf Paradise Was Half As Nice”, sem Amen Corner léku inn á plötu og naut gffurlegra vinsælda fyrir nokkrum árum. Blue Weaver er 25 ára og giftur. DAVE LAMBERT leikur á gitar, píanó og munnhörpu. Hann feröaöist á milli kliibba, sem sólóisti, áöur en hann byrjaöi meö Strawbs, sem var i september s.l. Hann hefur samiö nokkuö af þvl efni, sem hljóm- sveitín hefur sett á plötur. JOHN FORD er bassa- leikari hljóm- sveitarinnar. Hann leikur og á kassagitar. John og Richard Hudson, trommuleikarinn, hafa veriö óaöskiljanlegir i bransanum, siöan þeir geröust atvinnumenn. RICHARD HUDSON er trom muleikari hljam- sveitarinnar, en hann leikur einnig á sitar. Hann lék meö hljóm- sveit aö nafni Elmer Gantry um svipaö leyti og John Ford og þeir komu saman I Strawbs i árs- byrjun 1969. ' DAVE COUSINS leikur á gltar, banjó, pianó og fleira. Hann hefur leikiö meö Strawbs allt sitt lif eöa siöan hljómsveitin hóf feril sinn, sem Strawberry Hill Boys. Hann hefur nýlega sent frá sér sólóplötu, „Two VVeeks Last Summer”. 20. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.