Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.05.1973, Side 9

Vikan - 17.05.1973, Side 9
hann vill látast vera Englend- ingur, Rússi eða Þjóðverji, þá breytir hann sér eftir því og kvikar ekki frá því allt kvöld- ið. Hann hefur mikið dálæti á alls konar leikjum. Þegar ég vann hjá honum, lékum við oft leik, sem hann kallaði „Dead Bodies“. Hann var í því fólginn að slökkt voru öll ljós í húsinu og Marlon lagði af stað með lítið vasaljós. Ég átti svo að leita hann uppi, en hrollvekjan var sú, að þegar ég nálgaðist hann, kveikti hann skyndilega á vasaljósinu. Stundum var það í munni hans; stundum hélt hann því yfir höfði sér. Það gat verið nokkuð skuggalegt að mæta honum þarna í myrkrinu, með vasaljósið í munninum, svo ljósið skein í gegnuin kinnarn- ar. Stundum opnaði ég kannski klæðaskáp og þá skein ljósið á berar fætur! Ée hef aldrei kynnzt nokkr- um manni. s«m sóttist eins eft- ir félagsskap annarra manna. Það kom fyrir að hann var kynntur fyrir einhverjum þrautleiðinlegum náunga, og sá hinn sami ljómaði af ánægju eftir stundarkorn. Hann reynir að láta fólk finna, að hann sé í þörf fyrir félags- skap. Ég minnist þess að einu sinni hélt hann mikla veizlu í Lond- on. Meðal gesta var mikilfeng- legur maður frá rússneska sendiráðinu og það fór ekki á milli mála, að hann leit út fyr- ir að vera ákaflega leiðinlegur. Þegar Marlon kom inn í stof- una, stóð Rússinn þar eins og þvara. Marlon gekk beint til hans, horfði á hann sínum góð- legu augum — það skín alltaf róðvild úr augum hans. — Það var alveg furðulegt að sjá hve Rússinn bráðnaði. Marlon l°iddi hann til mín og kynnti hann. „Veiztu hvað, hann heit- ir Sivinsky. Finnst þér það ekki fallegt nafn?“ Marlon endurtók nafnið oft, eins og hann væri að segja fam setn- ingar ú Shakespeare og ég sá hvernig andlitið á Rússanum ljómaði. VINUR MINN SÍÐARI HLUTI BRANDO Marlon fór svo að tala um rússneska menningu, ballettinn og geimvísindin og maðuinn vað æ glaðari á svip. Marlon talaði svo um kímni — mis- muninn á enskum, amerískum og rússneskum skrítlum og við fórum öll að tína til skrítlur, málinu til sönnunar. Að lok- um veltumst við öll um af hlátri. Rússinn gleymdi öllum há- tíðleika og hló manna hæst. Þegar Marlon sá það, færði hann sig rólega til annarra gesta og hóf sama leikinn á ný; að láta fólk finna að hann kynni að meta nærveru þess, finna að návist þess væri skemmtileg og að láta það finna að það væri meðal vina. Marlon hefði getað orðið mik- ill stjórnmálamaður eða trúar- leiðtogi, ef hann hefði ekki ver- ið leikari. Hann þjáist ekki af öryggis- leysi, vegna þess að honum finnst sjálfum að hann sé skemmtilegasti og þægilegasti maður, sem hann hefur haft kynni af. Hann veit hvert hann ætlar og hvert hann fer. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á sumum málum, sér- staklega kynþáttamálum og umburðarleysi, en hann leggur ekki í vana sinn að deila um þau mál. Hann er mjög fljót- huga, og framkoma hans ber vott um einkennilegt sambland af ákafa og einstakri ró. Þegar hann er sem ákafastur, getur hann allt í einu brugðið yfir í glens. Þetta kann að virðast einkennilegt í augum fólks, sem hugsar um hann, eins og hann var í fyrstu kvikmynd- unum, þegar hann lék venju- lega önuga og uppreisnar- gjarna unglinga. Það getur verið að einhvern tíma hafi hann verið bitur og reiðigjarn, því að hann hefur sagt mér að æskuár sín hafi verið ömurleg. Foreldrunum kom illa saman og það voru stöðugar erjur á milli þeirra og hann var þvingaður til að gera ýmislegt, sem hann vildi ekki sjálfur. En velgengni síð- ustu ára hafa breytt því öllu. Hann liefur óvenjulega borðsiði. I eðli sínu er Marlon Brando bráður í skapi, hann getur rok- Astarævintýri Marlons Brando hafa löngum þótt fréttnæm. Hér sjóum við myndir af eiginkonum hans þrem. Það er Tarita, konan, sem hann kynntist, þegar hann var ó Tahiti meðan ó töku kvikmyndar- innar „Uppreisnin ó Bounty" stóð. Með henni á hann tvö börn, Simon Tehotu og Taritu litlu. Til vinstri er Anna Kashfi, sem hann kvæntist árið 1957, hún er móðir sonarins Christians Devi. Hér fyrir ofan er Movita Castenada, en henni kvæntist hann árið 1960 og átti með henni soninn Serge Miko. Marlo og Tarita eru reyndar ekki gift að lögum. 20. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.