Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 10
◄c BRANDO ... ið upp út af smámunum. Ég man eftir því, að einu sinni vorum við að borða hádegis- verð. Ég var í mini-pilsi. Mar- lon sagði ekki neitt, meðan á máltíðinni stóð, en þegar við vorum orðin ein, jós hann úr skálum reiði sinnar. — Þú veizt líklega ekki hve hlægi- leg þú ert og svo ólík sjálfri þér. En það er ríkur þáttur í lífi Marlons, að vera sjálfum sér líkur. Hann hefur and- styggð á allri yfirborðs- mennsku. Hann hefur mjög einfaldan smekk á mat: uppáhaldsfæða hans er Stilton ostur og epli, sem hann borðar með höndun- um, ef hann getur komið því við. Hann hefur yfirleitt and- styggð á matardiskum og al- veg sérstaka andstyggð á munnþurrkum, sem honum finnst algerlega óþarft að nota. En öðru máli gegnir með allt, sem viðkemur húsbúnaði, þar er smekkur hans mjög hefðbundinn og hann hefur mikið dálæti á gömlum hús- gögnum og munum. Einu sinni, þegar hann lék í kvikmynd í Englandi, flutti hann með sér alla sína búslóð frá Ameríku, þótt hann ætlaði ekki að dvelja í London nema nokkra mán- uði. Hann á mjög fallegt og verðmætt safn af gömlum sverðum og safnar gömlum smámunum frá Victoríutíma- bilinu. Ef ég kom við í íbúð hans á kvöldin, þá var hann venju- lega í sloppnum einum og ber- fættur og vafraði um íbúðina, eins og einmana drengur, sem bíður eftir því að eitthvað skemmtilegt komi fyrir. Hann er mikill brandarakarl og ég minnst þess, að eitt kvöldið voru gestir hjá honum til miðdegisverðar. Marlon bað okkur að halda áfram að borða, þótt hann stæði upp, því að hann langaði til að teikna mynd af mér við borðið. Og þar sat ég og hamaðist á stór- um steikafbita, meðan Marlon teiknaði, sat með teikniblokk- ina á hnjánum, rak við og við upp þumalfingur, eins og til að mæla fjarlægðir. Allir biðu í ofvæni, meðan hann teiknaði og mældi og hagaði sér mjög fagmannlega. Að lokum stóð hann upp, til að sýna okkur meistaraverkið. Og það var — stór mynd af þumalfingri hans! Stundum er erfitt að átta sig á því, hvort honum er alvara, eða að hann er að gera að gamni sínu. Ég man eftir því, að einu sinni kom blaðamaður og vildi fá viðtal við hann og Marlon ákvað að gera honum góð skil. Hann fór í kínverskan slopp og gekk inn í stofuna, þar sem viðtalið átti að eiga sér stað, berfættur. Hann hafði líka sett upp alveg sérstakan þunglynd- issvip. Hann stóð, með kross- lagða handleggi og urraði ein- hver einsatkvæðisorð allan tímann, meðan á viðtalinu stóð. Hann muldraði: „Jeah, yeah, yeah, ég held þaaaað . .. Þetta var alveg hræðilegt. Marlon klóraði með tánum í gólfið, barði sig allan utan og svaraði svo lágt og seint, að aumingja blaðamaðurinn var ekki viss um hvort hann hefði heyrt rétt. Þetta hlaut að vera ákaflega erfitt fyrir Marlon líka, því að þetta var svo ólíkt honum. Svo sagði Marlon: „Afsakið, andartak, ég þarf að fara í símann.“ Hann kom inn í her- bergið, þar sem ég var og lok- aði vandlega dyrunum á eftir sér. Þá stökk hann upp í loftið. hljóp um kring í herberginu og steypti sér kollhnís og að lokum boxaði hann út í loftið. ,.Jæja,“ sagði hann svo. ,.nú get ég haldið áfram með þetta viðtal,“ og hann var rokinn. Þetta endurtók sig tvisvar. Þegar blaðamaðurinn var farinn, spurði ég Marlon hvað hefði komið honum til að haga sér þannig við vesalings mann- inn. — Þú skilur þetta ekki Liat, ég vildi ekki valda honum von- brigðum. Blaðið hans sendi hann til að taka viðtal við fúl- an og drumbslegan Marlon Brando, svo ég ákvað að láta hann ekki verða fvrir von- brigðum. Eg bar of mikla virð- ingu fyrir manninum, til að haga mér öðruvísi. Ef ég hefði komið fram "ins og glaðlegur náunvi, se™ til 'mr í alls konar sprell, hvað h°fði hann átt að gera? Hann hefði ekki vitað hvað hann ætti að skrifa. Ég gerði betta eingöngu af virðingu fyrir starfi hans. V°izlan misheppnaðist. Ég held að bað ömurlegasta, sem ég minnist af kjmnum minum við Marlon Brando, sé begar hann bauð til mikillar veizlu í húsi því, sem hann leigði í London. Eins og að vanda lagði hann sig allan fram til að veizlan gæti farið fram með glæsibrag. Hann fullvissaði sig um að matur og drykkur væri óað- finnanlegt og þegar Marlon hafði kynnt fólkið, reynt að blanda gestunum sem bezt, leit út fyrir að þetta færi allt að óskum. Aðalskemmtiatriði kvöldsins átti að vera sýning á indversk- um dansi. Ljósin voru smám saman deyfð og að lokum voru aðeins eftir sviðsljós í öðrum enda stofunnar. Svo kom dans- mærin og indversk hljómlist fyllti stofuna. Þetta var ákaf- lega eintóna hljómlist og hélt áfram í síbylju. Ég segi í sí- bylju og og það var orð að sönnu. Það mátti sjá einhvern örvæntingarsvip á stúlkunni, en samt hélt hún áfram að dansa. Eftir hálftíma fóru nokkrir gestanna að ókyrrast og ég sá að þeir laumuðu sér út, einn eftir annan. Það, sem skeð hafði, var ein- faldlega það, að hljómplatan var gölluð og við heyrðum allt- af sama stefið. Það varð mjög vandræðalegt, þegar almennt var tekið eftir þessu. Flestir gestanna voru farnir eða á förum, líklega tekið þetta sem eitt uppátækið hjá Mar- lon. Gestirnir þökkuðu samt Marlon fyrir „indsélt kvöld“, áður en þeir fóru. Ég virti fyrir mér svipinn á Framhald á bls. 43. 10 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.