Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 4

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 4
PéSTURINN Ef M trtafl: BYGGJA. BBEYTA EBA BJETA bá lítti við í Litavtri. Ini bafl htfar avallt tnmaflao LITAVER Sínrnr 32262 - 30280 oo 30480 Grensásvesi 22 - 24 Býsna þybbin Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að gefa mér róðleggingar. Ég er býsna þybbin, og mig langar mikið til þess að leggja af, en það er þýðingarlaust. Ég hef reynt allt, sem ég get til þess. Ég vona, að þú hendir þessum snepli ekki í ruslið, því mig vantar þessar upplýsingar. Hvað lest þú úr skriftinni? Ein í vandræðum. Þér væri hoilast aS fá læknis- ráð um það, hvernig þér er bezt að haga fæðinu, þannig að þú fáir rétta næringu, ón þess að neyta fitandi fæðu. Jafnframt er hollt að stunda leikfimisæfingar, hvort sem þú vilt drífa þig í morgunleikfimina hjó Valdimar oq Magnúsi eða sækja tíma hjó einhverri, sem hefur leikfimi fyrir almenning. Skriftin bendir til hlédrægni. Fyrirheitna landið Sæll Póstur! Eins og fjöldinn vil ég þakka það, sem gott er í blaðinu. En hvernig kemst ég til Israel? Getur þú, Póstur góður, komið mér í samband við Isfirðinginn, sem kom í sjónvarpinu og ég held að sé inni í þessum reisum til ísrael? Vongóður áskrifandi. Margt ungt fólk virðist líta á ísrael sem fyrirheitna landið og hræðist hvergi óróann þar í kring. Þetta er nefnilega aldeil- is ekki eina bréfið, sem við höf- um fengið af þessum toga. Því miður vitum við ekki annað en það, að lífið og sálin í þessum ferðum íslenzkra unglinga til starfa ó samyrkjubúum í ísrael heitir Sigurður Grímsson og er isfirðingur. En það er kannski nóg? Svar til „einnar óhamingjusamrar" Þú virðist hafa farið heimsku- lega að róði þínu og hefur varla efni á að áfellast karlmenn fyrir að líta þig þessum augum. Svona fer því miður stundum fyrir stúlkum, sem hafa bundið sig ungar, en slitið sig lausar aftur. Sennilega hefurðu verið gripin sektarkennd, þegar þú stakkst þann síðasta af, auk þess sem þú ert dauðhrædd við að verða ástfangin aftur vegna fyrri reynslu. Frekjan og flennu- gangurinn í þér, sem þú talar um, er trúlega mestmegnis til þess að breiða yfir minnimátt- arkennd og ósjólfstæði, sem m. a. má lesa út úr skrift þinni. Þér væri óreiðanlega fyrir beztu að reyna að bæta framkomu þína og umfram allt afstöðu þína til karlmanna yfirleitt, óð- ur en þú stígur skref í óttina til þess, sem þú nú hefur óhuga á. Karlmenn eru nú ekki bara kyn- óðir úlfar, eða heldurðu það í alvöru? Og í öllum bænum, lóttu ekki vansæld þína bitna á börnunum þínum. Of lágt í aldurs- bauknum I dag er ég ung stúlka norður á hjara veraldar, alveg sár- grætilega spæld. Mun nú öldn- um öðlingum ei þykja þetta mikið til að spælast yfir, en það finnst mér aftur á móti, mann- eskjunni á versta aldri mann- verunnar. Jæja, þannig er nú mól með vöxtum vaxið, að síð- astliðna nótt ætlaði ég á dans- leik, eins og siður ungs fólks er á laugardögum. Á dansleik þenn- an þurfti ég að fá bíl og fékk á mjög hagstæðan máta. Þegar ég svo birtist við dansstað þennan, sem er um 11 km frá heima- byggð minni, er það fyrsta, sem verður á vegi mínum, gamal- kunn lögga. Hún stendur vic miðasöluna, og geng ég því rakleitt til hennar. Ég fer eitt- hvað að kjafta við hana og kemst þá að því, að inn á þennan dans- leik muni mér ekki unnt að komast, þar eð ég er aðeins 15 ára. Þótti mér þetta vitanlega mjög sárt, en það var enginn sjens á innkomu. Allir vinir mínir, sem allir eru eldri en ég, en sumir bara 2 mánuðum, kom- ust inn, vegna þess að talan 16 hafði bætzt í aldursbauk þeirra. En löggurnar fylgdu mér rak- leitt út í bíl, einkabd að vísu, og varð ég að fara beint heim, en mátti ekki einu sinni heimsækja vini mína þarna á staðnum og 4 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.