Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 13

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 13
 lUMAÐI KIÓLLINN að sjá, mjög settur og með falskar tennur, sem hann var ófeiminn að sýna, þegar hánn heilsaði með breiðu brosi. — Frú Adams? sagði hann þar sem hann stóð bak við skrifborðið. — Já, sagði Eileen og litaðist um i skrifstofunni, sem búin var ódýrum húsgögnum. Cummings bauð henni sæti og það var með naum- indum, að hún gat sezt, þvi að hjartslátturinn jókst svo að hún þoldi vart við. Hún reyndi að rifja upp, hvað hún hafði borðað kvöldið áður eða um morgun- inn, sem gæti valdið þessum slappleika. Undanfarið hafði henni fundizt hún stöðugt uppþemd, þrátt fyrir sýrueyðandi meðulin, sem Jerry hafði fengið hana til þess að taka. Hún var afar slöpp og kenndi and- þrengsla. Arthur Cummings tók eftir þvi, hve spennt hún var og reyndi að róa hana. — Svona, svona, reynið að taka það rólega, frú Adams. Ég sannfæri yður um það, að ég hef mörgum sinnum unnið fyrir konur, sem halda að menn þeirra séu þeim ótrúir og oftast hefur það verið ástæðulaus grunur. Og ef sú er raunin á með yður, fær enginn nema þér og ég nokkurn tima að vita, að þér hafið komið til min. Svo að þér skuluð bara reyna að taka það rólega og segja mér frá manni yðar. Eileen svelgdist á. — Hann skrifar glæpasögur, sagði hún og brosti dauflega. — Hann selur sögu stöku sinnum, en hefur ekki náð neinum umtals- verðum árangri. Hann slær ekki slöku við, en rit- stjórar vikublaðanna eru oft erfiöir viður- eignar .... — Já, ekki rengi ég yður, örvaði Cummings hana. — Og hvað fær yður til að halda að. . . . halda . . . .hm . . . að hann eigi vingott við aðrar konur, frú Adams? — Það eru mest smáatriði. Upp á siðkastið hefur hann til dæmis komið eitthvað svo annarlega fram við mig, einungis vegna þess að mér liður ekki rétt vel. Hann hefur flutt i gestaherbergið svo að betur fari um mig, og svo er hann farinn að hafa svo mikinn áhuga á fötunum, sem ég geng i. Áður tók hann aldrei eftir þvi, hvernig ég var klædd, en nú er hann alltaf að tala um það. Hann er vissulega kurteis og umhugsunarsamur, en ekki nærri eins nærgætinn og efskulegur og hann var fyrir þremur árum, þegar við giftum okkur. Framhald á bls. 31 20. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.