Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 33

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 33
Hann staröi á liana vantrúaöur og undrandi. Hann var drukkinn og leit mjög illa út. — Hvar er veskiö þitt? — Niöri, á boröinu i forstofunni. Hanp snarsneri sér viö og þaut niöur stigann. Eileen fór fram úr rúminu og í-ökst meö .vfiöismunum aö komast a-1 svefnherbergis- dyrunum. Hún lokaöi þeim og læsti aö sér. Hún ráfaöi aftur aö rúminu, settist og flutti simann til sin. Hann van hræöilega þungur. Hiin hringdi til lögreglunnar. begar svaraö var, reyndi hún aö tala eölilega: — Er þetta hjá lög- reglunni? Ég ætlaöi aö skýra frá moröi. 4 Lögreglumaöurinn var mjög rölegur. Hann skrifaöi nafn og heimilisfang og sagöi aö þeir yöur komnir aö fimm minútum liönum. — Viljiö þér vera svo góöar aö yfirgefa ekki staöinn, frú Adams. Allt i einu fann hún aö heit tár tunnu niöur vanga hennar. —r Astæöulaust áö hafa áhyggjur af 'þvl,sagöi hún slitrótt og reyndi aö yfirgnæfa hjartsláttinn. — Ég verö vist áreiöanlega hér. Henni tókst aö rifa sig úr dökkbláa, heimasaumaöa kjólnum, áöur en hún féll út af I rúmiö. GITTE HENNING Framhald af bls. 25. ómögulegt, birtan, kuldinn, maturinn og ýmislegt fleira og þegar hann sá svo Dana, sem hann taldi aö myndi kannski skilja sig og öll sin vandamál, þá varö hann alveg spindegalen.” „Mér hefur skilizt, aö einn Norömaöurinn. gott ef hann ekk'i lék bróöur þinn, hafi einnig látiö ganga á ýmsu.” Hún hugsaöi sig nm . . . „Já, sá. Hann var dálltiö sérstakur. Hann var I géysilega góöri líkamr legri þjálfun, haföi veriö meö I „West Side Story” I Oslo og svo framvegis. Hann gat aldrei veriö kyrr, þurfti sifellt aö vera aö gera eitthvaö, sem tók á vöövana. Já, hann olli oft vandræöum. Hann hljóp til dæmis daglega upp á fjall, sem var þarna rétt hjá, og kom svo allur rifinn og blóöugur til baka. Svo var hann vitlaus I hestana. Hann gat til dæmis staöiö á baki þeirra, stokkiö upp á þá aftanfrá, rúllaö sér undir þá og komiö upp hinum megin án þess aö sleppa takinu og ég veit ekki hvaö og hvaö. Ég held annars aö hann sé dáinn núna . . .hann þurfti alltaf aö lifa hættulega og hefur sennilega einhverntlma fariö of geyst. Ef ég man rétt, þá svipti hann sig lifi.” „Varstu ánægö meö þær viötökur, sem Rauöa skikkjan fékk I upphafi?” „Já, ég var þaö nú eiginlega. Ég meina, ekkert mjögslæmtvar um hana sagt. Myndin fékk til dæmis mjög góöar viötökur i Rússlandi^jg þó eru Hússar alltaf mjög gagnrýnir. Þessa nýju gerö myndarinnar hef ég ekki séö, en mér hefur skilizt aö hún sé jafnvel betri. Nú skal ég segja þér dálitiö. Þegar Rauöa skikkjan var sýnd á kvikmyndahátlöinni I Cannes var ég þar sem einskonar fulltrúi hennar. Ég hitti Olek, rússneska aöalleikarann, og hann ætlaöi aö kynna mig fyrir rússnesku fulltrúunum. Svo fórum viö þangaö og hann kynnti okkur, og ég hugsaöi meö mér, hvaö ég ætti aö segja viö þá. Þeir horföu bara á mig, grafalvarlegir og meira aö segja dálitiö önugir á svip. Guö minn almáttugur, hugsaöi ég meö mér, hvaö hef ég gert núna? Samt herti ég mig upp, brosti mlnu bllöasta og sagöi: — Góöan daginn, ég heiti Gitte Henning, gaman aö kynnast ykkur. Þeir umluöu eitthvaö mjög þumbaralegir og mér fannst ég heyra einhvern þeirra segja — þótt þaö hafi 'nú sennilega aöeins veriö Imyndun: — Já, viö höfum nú svona piur eins og þig i Rússlandi lika. Aldrei hef ég getaö skiliö, hvers vegna þeir voru svona kuldalegir viö mig.” „Þeir hafa kannski veriö aö lýsa vanþóknun sinni á nektar: atriöinu I myndinni . . .” skaut ég inn I. v Hún horföi undrandi á mig um stund og rak svo upp skellihlátur. „Ha ha ha, jahá! Heyröu, þaö hef. ég bára aldrei hugsaö um. Þaö getur svo sem vel veriö. En þessi nektarsena var svo sem ekki neitt. 1 dag væri hún talin hlægileg miöaö viö allt þaö, sem maöur sér i kvikmyndum, en hún hefur kannski veriö eitthvaö gróf . . . allavega I augum Rússanna. Þess vegna hafa þeir álitiö mig eitthvaö billega” — hún hnykkti til höföinu meö fyrirlitningarsvip — „fyrir bragöiö.” Aö undanförnu hefur Gitte aöallega unniö I V-Þýzkalandi, þar sem hún er mjög vinsæl. Meira aö segja svo vinsæl, aö hún, útlendingurinn, var fulltrúi V-Þýzkalands I áþurnefndri söngvakeppni Eurovision. Þar lenti hún I áttunda sæti meö sönginn Junger Tag. Hún gretti sig þegar ég spuröi hana hvort hún heföi veriö ánægö meö frammistööu sína I Luxembourg. „Nei, ónei,” svaraöi hún. „Ég varö satt aö segja fyrir miklum vonbrigöum. Þessi keppni hefur náttúrlega ekkert meö múslk og list aö gera, þetta er iönaöur, en ég heföi samt viljaö lenda ofar. Auövitaö þorir maöur aldrei aö reikna rheö efsta sætinu, en ég var óánægö meö útkomuna. Til dæmis lagiö I fyrsta sætinu, þaö er bara . . . .,” hún bandaöi frá sér hendinni! „Aftur á móti þótti mér spænska lagiö gott og eins þetta enska, „Power to All Our Friends” meö Cliff.” Hún stökk upp, söng kafla úr laginu og dansaöi sporiö fræga, sem Cliff Richard dansaöi I Luxemburg (nú verö ég aö treysta á aö Islenzka sjónvarpiö hafi sýnt dag- skrána þegar þetta birtist). „Svo þótti mér sænska lagiö, „Sommaren som aldrig sager nej”, gott, eiginlega allt of gott. Hvaö sjálfa mig snertir var mér eiginlega sama min vegna, en þar sem ég var fulltrúi annars lands en mlns heimalands, varö ég sár. Þýzkaland hefur lent I þriöja sæti meö þýzkan söngvara og þess vegna ætlaöi ég mér aö gera betur núna.” „Hvernig stóö á þvi aö dönsk stúlka var fulltrúi Þýzkalands I< keppninni?” „Þaö er algengt aö lönd sendi söngvara, sem ekki eru rikis- borgarar þe'ss lands, sem þeir syngja fyrir. En Þjóöverjarnir áttu éngan betri söngvara. Þeir sögöu þaö viö mig, viö eigum svo fáa. Ég var búin aö neita aö taka þátt i þessari keppni I tiu ár. Þegar ég var 17 ára vann ég * svipaða keppni i Þýzkalandi og vildi ekki vera meö aftur, meöal annars vegna þess, aö ég vildi ekki hætta á aö veröa mjög neöarlega. En mér skjátlaöist. Ég held aö þýzk lög eigi ekki upp á pallboröiö hjá öörum þjóöum, Þjóöverjarnir eru svo mikiö fyrir marzana slna, þeirra dægur- tónlist er allt of formföst. Jæja, ég ákvaö allavega aö slá til I þetta skipti, taldi mig hafa gott lag — og kannski einnig vegna þess, aö hljómplötufyrirtækiö mitt lokkaöi mig til þess. Staöreyndin er nefnilega sú, aö ég hef veriö aö reyna aö hætta I þessum „bransa” 1i nokkur ár og þegar hljómplötusamningurinn minn rann út I fyrra, ætlaði ég aö leggja skóna á hilluna. Þá fékk hljómplötufyrirtækiö mig til. aö skrifa undir nýjan, þriggja ára samping meö þyl að lofa mér aö ég fengi aö gera jazz-plötu. Nú . . .ja, svo sér þetta mér fyrir lifibrauöi, ég meina, einhvern- v.eginn veröur maöur aö íifa.” „Hvaö ætlaöir þú aö gera I staöinn? Kvikmyndir? Þú hefur jú ekki leikiö I kvikmynd slöan Rauöa skikkjan var gerö á Islandi um áriö.” „Nei, þaö er rétt. Ég veit eiginlega ekki hvaÖ ég heföi gert, mér stendur ýmislegt til þoöa og vil helzt ekki fara nánar út I þá sálma hér. Ég hef annars I sjálfu sér ekkert á móti þvi aö leika i kvikmyndum, vandamáliö er aö fá nægilega góö handrit. Auövitað gæti meöur tekiö hvaöa handrit sem- er og litiö á þetta sem venjulega vinnu, I hvaöa kvikmynd sem er getur maöur þróaö meö sér ákveöna tækni og lært eitthvaö nýtt, en einhvern- veginn hef ég ekki hugsaö mikiö út i þaö.” „Nei, þaöhefur eiginlega aldrei hvarflaö aö mér annaö en aö búa I Danmörku,” svaraöi hún spurningu minni. , Ég er fædd I Kaupmannahöfn, óg vil ekki annars staöar búá. \ftur á móti þykir mér gott aö feröast um og sjá heiminn og náttúrlega er skemmtilegt, þegar manni gengur vel I pörum löndum. Ég er til dæmis mjög vinsæl I Þýzkalandi i augnablikinu og fram aö þessu" (páskadegi) hafa til dæmis selzt 125.000 eintök af plötunni Junger Tag, sem er'mjög gott. Nú kem ég til meö aö hafa nóg aö gera þar á næstuhni.” V En þrátt fyrir velgengni slna I V-Þýzkalandi gaf Gitte þaö fylli- lega I skyn, aö húnværi ekki sér- lega hrifin af Þjóöverjum. „Ekki get ég sagt neitt neikvætt um þá,” sagöu hún, „en þaö tekur mann langan tima aö komast inn á þeirra bylgjulengd, ef svo má segja. Ég á viö aö þeir eru svo frekir og aggressivir, aö sumir geta aldrei fellt sig viö þá. ÞSÖ er ekki fyrr en maöur hefur sjálfur náö yfirhöndinni aö sljákkar I þeim og .maöur er viöurkenndur. Þetta get ég kannski skýrt meö dæmi: I verzlunum fær maöur helzt. ekki almennilega þjónustu, fyrr en maöur er farinn aö æpa I stuttum og harömeitluöum setningum, eins og þeir gera. Ég set þá gjarnan úr lagi meÖ þvl aö tala ensku þangaö til ég hef allt starfsliðið I kringum mig. Þá tala ég þýzku og fæ alla þjónustu, sem ég kæri mig um, ha ha ha.” Þaö er lltill tími eftir: Er Gitte , gift? „Nei.” Ætlar kannski ekki aö giftast? „Ef tvær manneskjur elskast þá sé ég enga ástæöu fyrir þær aö giftást. Þá ætti aÖ finnast fyrir gagnkvæm viröing og traust.” Nokkuö sérstakt, sem viö eigum eftir aö tala um? „Ha ha ha, mér finnst ég vera búin aö segja óskaplega fnikiö. Ég vona bara aö þú getir sett þetta saman. Og gleymdu ekki aö skila kveöju til tslendinga frá mér.” ,O.Vald. AO SKIPTÁ UM HÖFUÐ Framhald \f bls. 17. brjóstiö, þar sem auöveldara er aö tengja æöarnar, sem liggja til höfuösins. Framhluta hundsirts, höfuö, háls, heröakamp og íramfætur græddi Demichov samt ekki á 20. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.