Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 12

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 12
SMÁSAGA EFTIR JAMES HOLDING HEIMAS/ Hehni nægðu heimilisstörfin og hún naut sin bezt við sauma og matreiðslu. Hvað átti hún til bragðs að taka, ef maðurinn hennar hefði hrifizt af annarri konu? Hún ákvað að leita aðstoðar einka- spæjara . . . Eileen staðnæmdist i dyrunum á vinnuherbergi Jerrys. Hann sat við ritvélina, niðursokkinn i starf sitt. — Jerry, ég ætla að skreppa til bæjarins og verzla svolitið, sagði hún. Jerry leit upp^— Halló, sagði hann og virti hana fyrir sér. — Ég sé að þú ert i kjólnum, sem mér þykir svo fallegur. Viltu að ég komi með þér? Hún hristi höfuðið. — Nei, vertu bara heima og ljúktu við þessa leiðinda morðsögu. Ég verð ekki lengi. — Ertu viss um, að þú sért nógu frisk til þess að aka ein? Hann gekk til hennar og kysti hana. — Þú ert óskaplega föl, ástin min. Hún gretti sig ofurlitið. — Ég hef ekki hugsað mér að láta smá magakveisu stjórna öllu lifi minu. Auðvitað er ég nógu frisk til þess að aka ein, og ég kem heim i tæka tið til þess að finna hádegismat handa þér. — Vertu ekkert að flýta þér. Ég fer hvort sem er út um ellefuleytið. — Nú? Meiri rannsókn? — Já, ég þarf að komast að þvi, hvað tvö kiló af isköku erti lengi að bráðna á sumardegi. — Ég hefði nú haldið, að það færi eftir þvi, hve heitur dagurinn væri. Hvar ætlarðu að borða hádegisverð? — Á kaffihúsinu við almenningsbökasafnið. Hann horfði á hana rannsakandi og vottaði fyrir áhyggju i svipnum. — Heldurðu að það sé allt i lagi að þú akir? — Já, auðvitað, sagði hún þótt hún ætti aftur erfitt með andardráttinn og hjartað barðist eins og litill, hræddur froskur i brjóstinu á henni. — Vertu ekki hræddur, elskan. Hafðu það gott á meðan. Sé þig seinna. Hún ók gætilega i átt til bæjarins i litla, rauða bilnum sinum. Veðrið var drungalegt, dökk ský byrgðu fyrir sólina og það leit út fyrir, að það færi að rigna. Hún lagði bilnum á bilastæðið bakvið Garner- bygginguna, læsti honum, hljóp inn i anddyrið og tók lyftuna upp á áttundu hæð. Þar nam hún staðar andartak fyrir framan hurð sem á stóð Arthur Cummings. Hún hafði valið nafnið úr simaskránni, eingöngu vegna þess hve sakleysislega það leit út. Hún reyndi að setja upp hressilegan og frjálslegan svip, þótt henni liði ekki of vel, siðan opnaði hún dymar og gekk inn. Arthur Cummings reyndist vera litill fyrir mann 12. VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.