Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.05.1973, Side 41

Vikan - 17.05.1973, Side 41
VERÐIÐ BRÚN - BRENNIÐ EKK9 NOTIÐ COPPERTONE er langvinsælasti sólaráburðurinn í Bandaríkiunum. Vísindalegar lannsóknir framkvæmdar af hlutlausum aðila, sýna að Copper- tone sólaráburður gerir húðina á eðlilegan hátt brúnni og fallegri á skemmri tíma, en nokkur annar sólaráburður sem völ er á. Heildverzlunin Vmir Haraldur Árnason Stmi 14191. heildverzlun, sími 15583. COrPERTONE peningana. — Vísiö þér þá manninum inn. — Hr. Nupied? — Já, hvað er það? — Mér var rétt að detta það i hug. Munið þér eftir lögreglutil- kynningunni fyrir þremur dögum? — Hvað um hana? Við fáum hundrað svona tilkynningar. — Lögreglan er að lýsa eftir demanti,- svona slipuöum, 12-13 karat á þyngd, með rauðleitum blæ og alveg tærum. Forstjórinn strauk langa, niöurmjóa hökuna. — Ég las hana ekki, viö fáum svo margar. Hvar er tilkynningin? Ég setti hana.vist i bókina. — Náið þér þá I bókina. Búðarmaðurinn fór aftur fram i búöina, brosti til Mathews, og tók siðan úr úr skáp undir búöarborðinu bókina, sem hafði inni að halda svona tilkynningar frá lögreglunni. Hann fann þá, sem hann leitaði aö og fór með hana inn til forstjórans. — Geriðþérsvovel, hr. Nupied. Forstjórinn tók tilkynninguna og las hana. Hann athugaði demantinn mældi hann og vó og las svo tilkynninguna aftur. Hann bölvaði. — Og ég sem heföi getað fengiö frú Picot til að kaupa hann, tautaði hann. Hann reiknaði út ábatann af þeirri s.ölu og bölvaöi aftur. 6. kafli. Wright ýtti á sibasta takkann á hússimanum og spuröi um Barnes. Honum var sagt, að Barnes væri ekki við - væri ein- hversstaöar i Liverpool. Wright mundi þá, að hann hafði sent Barnes til Liverpool daginn áöur. Hann lokaöi augunum og svefninn ætlaði að ná tökumá honum enda var hann svo úrvinda, að hann hefði ekki geta hugsað sér aöra meiri sælu en að fá að sofa i stif- heila tvo sólarhringa, einhvers- staöar þar sem allir simar væru milu vegar i burtu frá honum. ' Oftar en einu sinni haföi veriö stungið upþ á þvi við hann, að hann losaði sig við eitthvað af á- byrgðinni, «neð þvi að fá sér vara-lögreglustjóra, en hann gerði sér ljóst, að enda þótt enginn annar væri ómissandi, þá væri hann það sjálfur. Væri hann ekki sjálfur við stýrið, mundi hvað sem væri geta skeö og mundi sennilega gera. Og nvaö sem öðru liöi enda þótt undir- menn hans væru nægilega samvizkusamir til þess að þola harðstjórn hans, undir núverandi skipulagi, sem haföi það i för með sér, að oft sá hdnn þá ekki dögum saman, þá væri mjög vafasamt að nokkur þeij:ra gæti leyst af hendi verk sitt, ef þeir vissu ekki af honum við stjórnina. Hann kveikti sér i vindlingi og leit á klukkuna. Hún var tólf. Hann stundi, er hann minntist þess, að nú þurfti hann að skrifa einhverjum nautheimskum manni I dómsmálaráðuneytinu og reyna að útskýra fyrir honum, meö nokkrum einsatkvæðis- oröum, að útgjöld skrifstofunnar hefðu fariö vaxandi siðasta árið. bað vár sérkennilegt fyrir þann öldudal, sem allt var sokkið i, hugsaði Wright með vaxandi gremju, aö einhver svartfrakka- lúsablesi, sem vafalaust hélt, að hann væri i lifshættu ef hann æki hraöar en 70 á aðalbraut, skyldi dirfast aö setja út á við hann ef hann færi með kostnaöinn svolitiö fram úr áætlun, þegar aðgætt var, aö embættiö hafði stóraukinn árangur að sýna. Hann ákvað að orða bréfið þannig, aö jafnvel heimskasti skrifstofuþræll gæti skilið við hvað væri átt. Einn siminn af þremur hringdi. Hann tók hann upp. » — Er þetta hr. Wright? — Já. — Þetta er sambandstjórinn i höfuðborgarlögreglunni hérna. Við höfum fengið fregnir af demöntunum, sem þér báðuð okkur aö grennslast eftir. — Og hvað hafið þið frétt? „■ — Þeir virðast hafa verið boðnir til kaups skartgripasala i Paris. Lýsingin á steininum kemur alveg heim við þá, sem þér senduð. — Hvað heita þessir skart- gripasalar? — Það heitir Maison Parmerntier. P-A-R-M- . . . — Þakkað yður fyrir, ég kann nú annars að stafa. — Já, herra. Svo varð stutt þögn. Þaö var I fyrsta sinn, sem þessi embættismaður hafði átt nokkur skipti við Wright. — Búöin er i Rue Sausseries. — Hvar er sú gata? — Rétt skammt frá Rue Rivoli. — Hvenær var þessi demantur boöinn til kaups? — í gærmorgun — Hversvegna i andskotanum 20. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.