Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 24

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 24
við hana. Hún var alltaf nýfarin út, rétt ókomin inn, upptekin, sofandi eða eitthvað i þá áttina, þegar ég hringdi. Þegar ég svo loks náði sambandi við hana hafði hún ekki tima fyrr en siðar og bað mig að hringja aftur. Ég hringdi aftur. Og aftur. Og aftur og aftur. Á meðan var ýmislegt að gerast hjá Gitte á Lorensberg, sem er einn af „betri” skemmti- stöðum i þeirri ljótu og leiðinlegu Gautaborg. Gitte var sögð eiginlega alveg mis- heppnuð sem skemmtiatriði og sá sem með henni var, frægur Svii að nafni Jan Malmsjö, stal alveg sviðinu frá henni. 1 einu millisimtala okkar sagði Gitte að hún væri upptekin þann daginn ogþannnæstavegnaþess, að einhverjar breytingar yrði að gera á „sjóinu” og þegar það loks var búið lézt pianóleikarinn Leif Asp (þekktur og virtur lista- maður hér) mjög skyndilega og öllum að óvörum. Loks á páskadag hafði hún tima. Við mæltum okkur mót á hótelherbergi hennar, en skemmtistaðurinn Lorensberg er á neðstu hæð hótelsins. Þegar ég var kominn upp á herbergi hennar, kom mér dálitið á óvart að sjá þessa heimsstjörnu klædda á mjög tilfallandi hátt: i gallabuxum og stuttri, krumpaðri blússu úr sama efni. Kannski hefur hún fundið þetta á sér, þvi hún sagði og andvarpaði djúpt: ,,Ó, ég elska þessa hátiðisdaga. Þá getur maður hvilt sig og klætt sig eftir eigin höfði! ” Fyrir i herberginu var mið- aldra maður, sem kynntisig sem textahöfund hennar, og hún fylgdi honum til dyra strax eftir að ég var kominn. Siðan snéri hún sér að mér með bliðu brosi: „Island,” sagði hún, „þar átti ég einu sinni hit, efsta lagið á vinsældalistanum.” Hún hló mikið og sló út höndunum. „Meinarðu Mama!?” spurði ég. « „Já! Mama! Það var lagið!” hrópaði hún. „Ég var bara litil stelpa þá, litil og feit. Ég var 24 VIKAN 20. TBL. „Nei, ég var óánægð með frammistöðu mina i söngvakeppninni I LuxembuTg.” eiginlega alveg svona feit” — hún mældi með höndunum áætlaða stærð vatnahests. „Off, það var ægilegt. Hvað er annars langt siðan? Við skulum sjá, ég var tólf ára þá . . það eru sextán ár siðan.” Hún raulaði Mama! (hann er að horfa á mig og svo framvegis) fyrir munni sér. Svo brosti hún breitt: „Ég reiknaði aldrei með að verða vinsæl á Islandi, enginn reiknaði með þvi. ísland, það var svo langt i burtu frá öllu öðru.” „Hversu mikið manstu frá þeirri dvöl þinni á Islandi?” spurði ég. „Ég man nú bara anzi mikið,” svaraði hún. „Það var vetur og það var kalt, það man ég alltaf bezt. Og það var mjög skemmtilegt. Ekkert okkar — ég var með foreldrum minum og systur — hafði reiknað með að okkur myndi ganga svona vel og á stundum fannst okkur þessi hálfsmánaðardvöl okkar vera eins og draumur. Eitt var þó enginn draumur, og það var maturinn. Við bjuggum á hóteli i Reykjavik, sem ég man ekki lengur hvað heitir, ásamt hljóm- sveitinni okkar, Four Jacks. Og alltaf, bæði nótt og dag, lyktaði hótelið af lambakjöti og sú lykt er svo sannarlega ekki góð þegar maður er óvanur henni. Mamma hafði verið á Islandi áður og var þess vegna svo hagsýn að taka með sér fulla tösku af allskonar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.