Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 34

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 34
höfuölausan búk, heldur á háls annars hunds, sem hélt likama slnum óskertum. Þessir tvlhöfða hundar lifa allt aö 29 dögum. Allan tímann hefur höfuöið, sem fest er á búkinn fulla meðvitund. t>að sperrír eyrun, ef kallað er, það sér og finnur lykt. Stöku sinnum kemur upp á- greiningur milli höfðanna tveggja. Hundurinn, sem auka- höfuðið er grætt á, reynir að hrista þetta aðskotadýr af sér. Ágrædda höfuðið kennir þá sárs- auka og reynir aö hefna sin með þvl að glefsa I eyra hins hundsins. Taugaskurðlæknarnir I Celveland fara aðra leið. Robert White segir höfuöágræðslu þvi aöeins hafa tilgang að starfhæfan llkama vanti höfuð. Slikt á sér óneitanlega stað. Til dæmis ferst fólk oft af höfuðáverkum I umferðarslysum, þótt aðrir hlutar llkamans séu óskaðaðir. Llfinu er oft haldið i sllkum sjúklingum vikum saman með súrefnistækjum, unz ákveöið er að láta llkamann deyja lika og súrefnisgjöf er hætt. Tilraunir' Roberts White miða að þvi að hægt verði aö græða heilbrigt höfuð á sllka likama i stað þeirra óhæfu, sem skaddazt hafa. Vísindamenn skera höfuðin af tilraunadýtunum, sjá bolnum fyrir súrefni, loka blóðrásinni og llkamarnir lifa áfram höfuð- lausir. Hjartað heldur áfram að slá og likaminn starfar eins og ekkert hafi I skorizt. >á er komið að næsta skrefi til- raunanna. Hvernig er unnt aö græða nýtt höfuð á höfuðlausan búk á minna en fjórum mlnútum? Robert White vann lengi aö undirbúningi þessarar tilraunar. 1 meir en hundrað tilraunum tókst honum að halda lifandi, ekki einungis öllu höföinu, heldur einnig einöngruöum hlutum. heilans. Við þessar tilraunir lagði hann Rhesusapa á skurðarborðið, svæfði hann og hóf að hluta sundur heila dýrsins. Hann fjar- lægði hauskúpubeinin hvert af öðru, fyrst hnakkabeiniö, þá ennisbeinið, kinnbeinin og kjálkana unz heilinn var laus úr umgjörö sinni. Övarinn heilann tengdi White blóðrás Spenderapa. Séu viökvæmar heilafellingarnar snertar mjúklega sýnir llffærið strax eðlíleg viðbrögð. Llkamslausu heilarnir I Cleveland heyra froska kvaka og engisprettur tlsta af segulbandi. Þeir geta næstum því séð. í einni tilraun tengdi White eitt auga viö heilann. Það hékk á heilanum I taugaböndum eins og köngurló I vef. Þegar skært ljós var borið að þessu auga, dróst augasteinninn saman eins og hjá lifandi dýri. Vlsindamennirnir eru ekki vissir um hvort heilinn kenni ekki sársauka eins og lengi hefur veriö álitið. Rannsóknirnar á heilanum sem framkvæmdar eru I Cleveland eru of mikilvægar til þess að þeir geti sett það fyrir sig. Taugasérfræðingar geta nú rannsakað heilann og rafvirkni hans einan sér.án áhrifa llkamans ög lifefnafræðingar hafa fengið kost á þvl að rannsaka frekar efnasamsetningu hans. Heilarnir eru einnig ómetanleg hjálp við höfuðágræðsluáfórm Whites, þvf að vlsindamönnunum gefst með þeim kostur á þvl að rannsaka frekar hina flóknu blóö- rás til heilans. Fjórar slagæðar flytja blóð til heilans og fjórar bláæðar flytja það frá honum. Það sem gerist ef einhverjar þeirra lokast var nú leitt I ljós með endurteknum prófunum. Heilinn kemst af með helming æðanna. Þótt tveimur slagæðanna og tveimur blá- æðanna sé lokaö starfar hann eðlilega. Æðarnar fjórar, sem hægt er að skaðlausu að taka úr sambandi eru hinar sömu og valdið hafa erfiðleikum við höfuðágræöslu. Þurfi skurðlæknar ekki. lengur að tengja þær, vinna þeir dýrmætan tlma, sem getur hjálpað þeim viö að ná fjögurra mlnútna markinu. Fjórir læknar og tveir aðstoöarmenn unnu að þvl með Robert White að græða höfuð tveggja ára gamals Rhesusapa á annan. Það var uppskurður, sem opnar leið að störkostlegum og jafnframt ógnvekjandi afrekum á sviöi skurðaðgerða. Á öpunum var gerð nákvæmlega undirbúin aögerö, sem I framtíðinni verður ef til vill gerð á mönnum. Hún tók átta og hálfa klukkustund. Tvær og hálf klukkustund liðu til við- bótar, áður en deyfilyfin hættu að verka. Þá gerðist undriö. Apinn opnaði augun. Hann gaf ekkert hljóð frá sér, enda voru aðeins æðar höfuðsins tengdar búknum, en ekki taugarnar. Veröld þessa litla apa hefur stór- breyzt. Hann getur ekki hreyft fæturna lengur, þvl að raunveru- lega hefur hann enga fætur. Hann getur ekki rétt út armana, þvl aö þá hefur hann enga. Rhesus- apinn, 3em um morguninn stökk um I búrinu sfnu'er siödegis ekki annaö en höfuðið. En þetta höfuð er algjörlega ó- skaddaö, það sýndu rannsóknir, sem gerðar voru eftir aðgerðina. Robert White skýröi svo frá eftir fjórar tilraunir: „Höfuðið fylgir okkur eftir með augunum. Það getur ekki hreyft sig á búknum, en augu þess fylgjast náið meö umhverfinu. Það sér okkur eins vel og viö það, á þvl leikur enginn vafi. öll önnur starfsemi og viö- brögð koma smám saman I ljós. Allt er fullkomlega eðlilegt hjá höföinu, sem við höfum grætt á nýjan búk. Tilfinningaskynið starfar eölilega. Það sést á þvl að sé apahöfuðið kitlað I nefið reynir það að losa sig við „fluguna”. Heyrnin hefur reynzt vera I lagi. Hún var prófuð með þvl aö láta bjöllu klingja óvænt til hliðar við höfuðið. Það renndi aúgunum samstundis I viðkomandi átt. Sé hnefa beint að andlitinu eins og til þess að slá það, lókar þaö augunum, sem eru I fyllzta máta eðlileg viðbrögð. Höfuðið er fært um að hreyfa tungu, kjálka og varir. Sé banani réttur aö þvi, opnar það kjaftinn til þess að blta I. Tveir apar. Af öðrum lifir aðeins höfuðið, en af hinum aðeins bolur og útlimir. Þessir. hlutar tengdir saman. Skapnaður búinn til úr tveimur lifandi verum. Robert Whitesegir : „Égveitað þetta hljómar ólikindalega. En þetta er niðurstaðan og aðgeröir, sem framkvæmanlegar eru á öpum er einnig hægt að gera á mönnum. Árangur tilraunanna á öpurtum er yfirfæranlegur á menn. Verði höfuðrmanns grætt á annan llkáma getur það haldið áfram aö lifa og tala. En árangurinn er ehn. ekki full- kominn, þvl að höfuðið gæti ekki hreyft nýja Iikamann. 011 boö og hreyfihgar likamans sendir heilinn um mænuna. Hún er sett saman úr milljörðum taugafruma. Þegar höfuöið er skorið af, er hún einnig tekin I sundur. Mænan grær ekki saman eins og æðar og vöðvar. Tauga- frumurnar I henni er ekki hægt að tengja. Virkt höfuð á lömuðum llkama — er slfkt llf nokkurs virði? Robert White hefur þetta að segja: „Það er það sama og fyrir ungan mann, sem hefur stungið sér til sunds I of grunnt vatn og hálsbrotnaö. Bolur hans og út- limir eru lamaðir. Hann þarf á tæknilegri aðstoð að halda við öndun. Hann hefur aðeins stjórn á höfuðvöðvum slnum eins og hvert það höfuö, sem viö myndum græða á nýjan likama.” En ætli til sé fólk, sem vill ganga undir sllka höfuöágræöslu- aðgerð til þess að höfuð þess geti haldið áfram aö lifa? Robert White kveðst aöeins geta sagt til um slna sjúklinga og segir þá fúsa til þess. VlflTAL via ÁSU SÖLVEIGU Framhald af bls. 29. þyki ekki gaman að búa til mat, þá ertu ónormal, og það er náttúrlega ekki gott að fá það óorð á sig. Sko, mér er sem ég sæi það, ef karlmenn ættu allt I einu allir að veröa trésmiðir og þar aö auki að vera hæstánægðir með það! — Það er ekki nema von, að konur dragist aftur úr á andlega sviðinu, eins og að þeim er búið. Ég er viss um það, aö húsmóður- starfiö er vanþakklátasta starf, sem hægt er að hugsa sér, og það er beinllnis andlega niður- drepandi, eins og hver einasta kona veit. Hún getur ekki einu sinni glaðst með öðrum yfir eigin -verkum. Þegar hún er búin að taka virkilega vel til og er til- tölulega ánægð með sitt verk, þá þýðir ekki fyrir hana að vonast eftir viðurkenningu. Þetta er bara eins og það á að vera, þetta er hennar skylda, og hún á hvorki skiliö hrós né þakkir, þó það standi auövitað ekki á þvi að láta hana vita, ef hún stendur ekki I stööu sinni. Hún er þarna heima, og hún gefur og gefur sinni fjöl- skyldu bæði af andlegum og llkamlegum kröftum, og hún fær ekkert til uppbyggingar I staðinn, það verður ekkert til þess aö endurnýja hana, og það endar auðvitað meö þvi, að hún verður tóm. r— Ekki vilja nú allar konur skrifa undir þetta. — Mér virðist það einkum vera miðaldra konur, sem ekki vilja viðurkenna, aö þetta sé svona. Ég hef svolltið hugsað um þetta, og ég er að Imynda mér, að ég skilji þeirra sjónarmið. Þær taka þetta fyrst og fremst sem persónulega árás, og þær snúast til varnar, og mér finnst bara ágætt, aö það skuli þó vera svona mikiö líf i þeim, að þær skuli yfirleitt snúast til varnar. En mér finnst aö við ungu konurnar verðum aö reyna að spyrna við fótum, þvl það er ekki hægt að búast viö þvl, að eiginmenn okkar séu neitt sér- staklega að hugsa um okkar andlega þroska og okkar áhugamál, ef við nennum þvl ekki sjálfar. — Við getum tekiö dæmi um konu um fertugt. Hún lifir við svona hér um bil tvöfalt öryggi. TCrt á viö er hún kona mannsins slns, og hann skaffar henni peninga, hefur hana sem sagt á slnu framfæri, og þegar hún fer út á meðal fólks, þá er hún i hans samfylgd. Hún kemur yfirleitt aldrei fram út á við sem ábyrgur einstaklingur. Inn á við er hún á sinu heimili, þar þekkir hún hvern hlut og kann yfirleitt vel við sig þannig séð, og þó ekki sé ausið yfir hana þökkum og lofsyrðum, þá þarf hún yfirleitt ekki að svara fyrir slnar gerðir gagnvart einum eða neinum. Og þetta tvöfalda öryggi byggist allt á einum einasta manni. — Svo lengi sem ástandiö er svona, þá er náttúrlega aðal- atriðið fyrir konuna aö halda I þennan mann, sem öll hennar tilvera byggist á. Þessi maður getur hreinlega lagt hennar heim 34 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.