Vikan

Útgáva

Vikan - 17.05.1973, Síða 35

Vikan - 17.05.1973, Síða 35
TIZKUSYNINGAR AÐ HOTEL LOFTLEIÐUM ALLA FOSTUDAGA KL. 12:30—13:00. Hinir vinsælu íslenzku hádegisréttir verSa enn Ijúf- tengari, þegar gestir eiga þess kost aS sjá tízku- sýningar, sem islenzkur HeimilisiSnaSur, Módel- samtökin og Rammagerðin halda alla föstudaga, til þess að kynna sérstæða skartgripi og nýjustu gerðir tatnaðar, sem unninn er úr islenzkum ullar- og skinnavörum. i rúst, ef hann fer nú aö hlaupa út undan sér, halda fram hjd eöa eitthvaö þvi um likt. Hún er öryggislaus, nema hann standi viö hliö hennar, og hún verður aö feyna aö halda i hann, halda friö viö hann, hún verður aö dekra viö hann, hafa hann góöan. Þaö er náttúrlega ekkert spaug fyrir ko.nu i svona aöstööu aö ætla aö fara aö snúa heimilinu viö, þegar hún á þaö á hættu aö missa h'rein- lega allt út úr höndunum á sér. Hún stingur frekar höföinu i sandinn og haröneitar þvi, aö ástandiö sé nokkuö þessu likt. Þaö má ekkert ógna þessu öryggi. — Finnst þér sem sagt alls ekki, aö heimiliö, eiginmaöurinn og börnin geti véitt konunni þá lifs- fyllingu og þann þroska, sem hver einstáklingur á rétt á? Ætti ekki t.d. móöurhlutverkið aö geta veitt konunni svipaöa lifsfyllingu og kennslustarf? - — Alls ekki. Kennari veröur i fyrsta lagi áþreifanlega var viö árangur af sinu starfi, og hann fær alltaf nýja ’og nýja nemendur aö fást viö, hann getur jafnvel vonast eftir aö fá betri bekk i ár en i fyrra. I ööru lagi hittir hann samstarfsmenn sina, kennara i öðrum fögum, fær innsýn I fleiri heima en sinn eigin. Og i þriöja lagi fær hann kaup.fyrir sin störf. — Mæöur hittast nú lika og bera saman bækur sinar. — Þaö er éinhvern veginn allt annaö. Mæöur ræöa aldrei uppeldismál, þær segja sögur af börnunum sinum. Kona, sem hefur veriö lokuö inni i eldhúsinu sinu I 20 ár, hún lifir ekki lengur lifinu, ekki sem einstaklingur, ekki eins og hún ætti að gera þaö. Hún lifir lifinu sem móöir, hús- móöir og eiginkona, og öll þessi þrjú hlutverk hennar felast i endalausum fórnum. En hún fær svo ósköp litiö I staöinn, og þaö er þaö, sem mér sárnar. Kona, sem erhúsmóöir, eiginkona, móöir, og þaö erum viö jú flestar, hún veröur aö vera til taks, hvenær sem er á sólarhringnum. Hún fær aldrei kaup. Hún fær aldrei sumarfri. Þaö er aö visu viður- kennt, aö húsmæöur eigi rétt á sumarfrii, og þaö eru til orlofs- heimiii fyrir þær. Ég lasta þau ekki, þau eru góö, svo langt sem þau ná. En hvernig þætti karl- mönnum aö láta smala sér á 2-3 staöi á landinu til aö eyöa sinu sumarfrli? Þetta er bæöi furðu- legt og fyndiö, þvi sem betur fer þá get ég yfirleitt hlegiö aö þessu öllu saman, og ég hef mig alla viö aö lenda ekki i sömu súpunni og' lokast ekki inni i eldhúsinu. — Orlofsheimili kvenna eru náttúrlega til komin af þvi, aö þaö verður aö ná konunni út af heimilinu og burt frá manninum og börnunum, ef hún á aö hvilast. — Jú, jú, þetta fyrirkomulag byggist á þvi, aö húsmóöirin er eina stéttin, sem er kauplaus, eina stéttin, sem býr viö óreglu- legan vinnutima, eina stéttin, sem hefur aldrei vinnufriö. Þaö er sama, hvað hún er aö gera, hún skal standa upp, þegar slminn hringir, þegar dyrabjallan hringir, þegar börnin kalla, þegar gestirnir koma. Og húsmóöirin er eina stéttin, sem býr i vinnunni. Þegar maöur er búinn aö leggja ástandiö niður fyrir sér, þá er þaö óviöunandi. En þaö er þvi miöur óskaplega erfitt aö finna nokkra lausn á þessu vandamáli. — Hvernig mundir þú vilja hafa þetta á þinu heimili? — Ég gét ekki breytt mlnu heimili algjörlega á móti venjum þjóðfélagsins, þaö er ákaflega erfitt. En ég vildi gjarna, aö þjóö- félagiö væri þannig, aö bæöi hjónin ynnu úti, styttri vinnudag en nú tíökast, og viö hjónin höfum stundum velt þvl fyrir okkur, hvaö þaö væri sniöugt, ef viö gætum unniö úti sitt hvort hálfa áriö. En þaö er náttúrlega ekkert sniöugt, þegar ég get ekki fengiö meira en sem svarar einum þriöja af hans launum fyrir mlna vinnu. Þarna rekum viö okkur á launamismuninn og aöstöðu- muninn. 1 oröi heitir þaö svo, aö þessi munur sé ekki til, en viö vitum ósköp vel, aö hann er til. — En nú eru auövitað mörg hjón, sem vinna bæði úti og korna þá börnum sinum i gæzlu, t.d. á leikskólum. — Já, þaö er ágætt, aö þú minnist á leikskóla. Ég er búin aö blða eftir plássi fyrir strákinn minn síöan I september i fyrra, og ég hef ekki nokkra von, fyrr en i fyrsta lagi næsta haust. Það er nú einu sinni þannig, aö ef húsmóöir, sem er heima, vill koma barni sinu á leikskóla, viröist þaö lita svo út I augum almennings, aö hún nenni ekki aö hugsa um barniö sitt. En nú er veriö aö heimta börnin 6 ára I skóla, og hvar eiga þau þá að hafa fengið þennan margúmtalaöa félags- þroska sem nú viröist algjörlega bráönauösynlegur öllum börnum. Þau fá hann ekki úti I garöi eöa inni i eldhúsi. Og þó þær mæöur séu eflaust margar, sem vildu gjarna setjast niöur meö börnunum sinum og föndra meö þeim og segja þeim sögur, þá þurfa þær bara yfirleitt aö gera svo ansi margt annaö. — Nú vilja margir halda þvi fram, aö manneskjurnar veröi allar steyptar i sama mót, ef þær eru stööugt á einhverjum uppeldisstofnunum frá bernsku. — Já, þaö var hérna um áriö, þegar rauösokkurnar höföu sem hæst; aö fram kom þetta ágæta orö hópsál. Mín skoöun er þessi: Viö gætum kannski búið til hóp- sál, ef viö hefðum bara 10 bækur, 10 málverk, ef viö heföum ekki aögang aö neinu fjölbreytilegu, ef viö gætum virkilega skammtaö menninguna I fólkiö. En svo illa sett erum viö nú ekki, og ég vil leyfa mér aö halda þvl fram, aö þaö sé ekki hægt aö gera hópsál úr fslendingum. — Viö erum nú lika svo lánsöm aö hafa þetta dásamlega góöa svigrúm, og vonandi berum viö gæfu til þess aö fara vel meö þaö. Þaö er ýmislegt, sem viö eigum, sem ekki má skemma. Ég vil nefna sem dæmi, aö ef ég heföi veriö I þeirri yndislegu aðstöðu að eiga aö ákveöa, hvar virkja skyldi næst, þá heföi ég ósköp einfaldlega sleppt Þjórsárverum sem möguleika. Þaö er vel hægt aö virkja annars staöar, þó þaö sé kannski dýrara. Viö hljótum aö hafa efni á þvi að 'eiga Þjórsárver. Stundum finnst manni þessi stjórnsemi i yfir- völdunum dálitiö vitleysisleg. — Þú minntist á rauö- sokkurnar. Ertu rauösokka sjálf? — Ég hef ekki starfaö meö þeim, en ég hef oft tekið þeirra málstaö. Þegar þær voru meö þessa frægu útvarpsþætti um áriö, þá varö ég oft vitni aö þvi, aö konur réöust heiftarlega aö þeim og þeirra málflutningi. Karlmenn geröu þaö yfirleitt ekki, en þeir áttu líka allir konur, sem voru heima og stjönuöu viö þá og munu halda áfram aö stjana viö þá fram I rauöan dauöann til þess aö halda friöinn og varöveita öryggiö. Mér finnst rauö- sokkurnar hafa rétt fyrir sér aö mörgu leyti, og ég held, aö þær hafi ýkt sumt og margfaldaö einfaldlega til aö fá fólk til þess aö hlusta. Þaö er svo erfitt aö fá fólk 20. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.