Vikan


Vikan - 30.05.1974, Side 25

Vikan - 30.05.1974, Side 25
Þegar krakkarnir sungu „Be bob a lula" á árunum fyrir bítlaæðiö, klæddu þau sig næ'stum alveg eins og fólkið hérna á myndunum. Stelp- urnar voru í háhæluðum skóm við þröngar buxur, gengu með tagl og chiffonslæður bundnar um hálsinn. Sumar voru í nylonsokkum og magabelti, en aðrar rúlluðu sokk- ana bara niður. Þá voru sko engar sokkabuxur til. Gaurarnir þóttu ofsa töff ef þeir gengu með svört sólgleraugu í engri sól og allir báru þeir feitt og mikið brilljantín í hár- ið. Ykkur finnst víst flestum þetta ferlega hallærislegt, en, vitið þið það, að í Londin er aðal-tízkufólkið vitlaust í föt sem þessí. Þau pæla í gömlum blöðum, spila gamlar rokk- plötur og ef einhver nær í peysu, buxur eða pils sem er ekta, það er að segja tuttugu ára gamalt, er það hreinasta gersemi. Sumir vilja klæða sig eftir rokk-tímanum, en svo eru aðrir sem vilja ennþá eldri föt, t.d. frá stríðsárunum eða jafn- vel frá því að amma var ung. Sem sagt, þeir, sem vita um gömul föt niðrí kjallara, geta óhrædd tekið þau fram þó þau séu snjáð og slitin, það er bara ennþá betra. UMSJÓN: EVA VILHELMSDÓTTIR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.